Vantar raddir í virkjanakórinn? Eiríkur Hjálmarsson skrifar 13. október 2022 13:01 Það var áhugaverð spurning sem Innherji setti fram í gær. Ætlar Orkuveita Reykjavíkur að skila auðu í orkuskiptunum, spurði nafnlaus blaðamaðurinn, sem virðist hafa verið utan þjónustusvæðis um hríð. Kannski ófæddur þegar við gerðum tilraun með rafmagnsbíla fyrir aldamót eða tókum þátt í vetnisvagnaverkefni upp úr aldamótum? Í burtu þegar bygging hófst á nýrri aðveitustöð rafmagns sem gerir rafhleðslu stórra skipa í Sundahöfn mögulega. Ekki við þegar fyrirtækið fór að veita styrki til uppsetningar hleðslubúnaðar við fjölbýlishús. Í fríi þegar samið var um samstarf við fjölda sveitarfélaga um uppsetningu hleðslubúnaðar við þeirra eigin stæði. Fjarverandi þegar vetnisframleiðsla var hafin við Hellisheiðarvirkjun. Og í einhverjum öðrum veruleika allt frá árinu 2014 þegar Orka náttúrunnar tók að sér forystuhlutverk í uppbyggingu hraðhleðslubúnaðar fyrir rafbíla um allt land; forystu sem enn er óskoruð í verkefni sem mun standa enn um hríð. Þarna hafa orkuskiptin átt sér stað og eru að eiga sér stað – raunverulega – fyrir utan náttúrulega þau langsamlega veigamestu þegar tekið var upp á því fyrir tæpri öld að hita íbúðarhús með jarðhita. Sú umræða um raforkuþörf vegna orkuskipta sem á sér stað núna er aðallega á forsendum eins valkosts af nokkrum sem pólitísk nefnd setti fram nú í vor. Í valkostinum felst að rafeldsneyti, framleitt með núverandi tækni, skuli leysa af hólmi jarðefnaeldsneyti í samgöngum á sjó og í lofti og þungaflutningum á landi. Til þess þurfi þessi raforkuríkasta þjóð veraldar að virkja einhver lifandis býsn. Virkjanakórinn hefur sungið þetta þrástef síðan og miðað við spurningu Innherja virðist raddar Orkuveitu Reykjavíkur saknað úr söngnum. Kosturinn við þau orkuskipti í samgöngum sem þegar eru orðin er að orkan í rafmagninu sem hlaðið er á rafhlöður bílanna okkar nýtist alveg rosalega vel til að koma bílunum áfram. Orkutapið frá virkjunarvegg yfir í hjól bílsins er mjög lítið. Þessu víkur öðruvísi við þegar við byrjum á að flytja rafmagnið til efnaverksmiðjunnar, nýtum það þar í efnahvörf, söfnum eldsneytinu þar í tanka og flytjum það á eldsneytisstöðvar við hafnir, vegi eða flugvelli. Loks brennum við það í vélum skipa, bíla eða flugvéla þar sem verulegur hluti orkunnar úr eldsneytinu fer í að mynda hita sem illa nýtist til að skila farartækinu áfram. Orkuveita Reykjavíkur, sem er aðallega jarðhitafyrirtæki þegar kemur að orkumálum, leggur áherslu á að draga úr sóun í orkuvinnslu og notkun; að nýta sífellt betur það sem við tökum upp úr jörðinni og nýta það sem áður var ekki notað til að skapa verðmæti. Veruleg hætta er á að rafeldsneytisleiðangurinn – eins og sú tækni stendur nú og eins og hann er kortlagður í umræddri skýrslu – verði sóunarleiðangur. Náttúrugæði spillist og orka fari til spillis. Það er gömul saga og ný að virkjanakórinn grípi alls konar tækifæri til að hefja upp raustina. Einn valkostur af nokkrum við orkuskipti gaf honum tóninn nú síðast. Sá valkostur gæti leitt til meira en tvöföldunar raforkuvinnslu hér á landi með tilheyrandi náttúruspjöllum en að meira en helmingi orkunnar sem fæst með spjöllunum verði í raun hent. Mér finnst ekki endilega vanta fleiri raddir í þann kór heldur ætti orkukórinn ef til vill að huga að fjölbreyttari efnisskrá. Það er áríðandi því lausnir á loftslagsvánni verða sífellt brýnni og þörfin á nýjum og ferskum hugmyndum sjaldan verið meiri. Á dögunum veitti Vísindasjóður Orkuveitu Reykjavíkur einmitt fjölda fólks styrki til að þróa áfram nýjar hugmyndir, meðal annars svo orkuskipti megi verða sem skjótust og skynsamlegust. Höfundur er sjálfbærnistjóri Orkuveitu Reykjavíkur og 1. bassi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Orkuskipti Eiríkur Hjálmarsson Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Sjá meira
Það var áhugaverð spurning sem Innherji setti fram í gær. Ætlar Orkuveita Reykjavíkur að skila auðu í orkuskiptunum, spurði nafnlaus blaðamaðurinn, sem virðist hafa verið utan þjónustusvæðis um hríð. Kannski ófæddur þegar við gerðum tilraun með rafmagnsbíla fyrir aldamót eða tókum þátt í vetnisvagnaverkefni upp úr aldamótum? Í burtu þegar bygging hófst á nýrri aðveitustöð rafmagns sem gerir rafhleðslu stórra skipa í Sundahöfn mögulega. Ekki við þegar fyrirtækið fór að veita styrki til uppsetningar hleðslubúnaðar við fjölbýlishús. Í fríi þegar samið var um samstarf við fjölda sveitarfélaga um uppsetningu hleðslubúnaðar við þeirra eigin stæði. Fjarverandi þegar vetnisframleiðsla var hafin við Hellisheiðarvirkjun. Og í einhverjum öðrum veruleika allt frá árinu 2014 þegar Orka náttúrunnar tók að sér forystuhlutverk í uppbyggingu hraðhleðslubúnaðar fyrir rafbíla um allt land; forystu sem enn er óskoruð í verkefni sem mun standa enn um hríð. Þarna hafa orkuskiptin átt sér stað og eru að eiga sér stað – raunverulega – fyrir utan náttúrulega þau langsamlega veigamestu þegar tekið var upp á því fyrir tæpri öld að hita íbúðarhús með jarðhita. Sú umræða um raforkuþörf vegna orkuskipta sem á sér stað núna er aðallega á forsendum eins valkosts af nokkrum sem pólitísk nefnd setti fram nú í vor. Í valkostinum felst að rafeldsneyti, framleitt með núverandi tækni, skuli leysa af hólmi jarðefnaeldsneyti í samgöngum á sjó og í lofti og þungaflutningum á landi. Til þess þurfi þessi raforkuríkasta þjóð veraldar að virkja einhver lifandis býsn. Virkjanakórinn hefur sungið þetta þrástef síðan og miðað við spurningu Innherja virðist raddar Orkuveitu Reykjavíkur saknað úr söngnum. Kosturinn við þau orkuskipti í samgöngum sem þegar eru orðin er að orkan í rafmagninu sem hlaðið er á rafhlöður bílanna okkar nýtist alveg rosalega vel til að koma bílunum áfram. Orkutapið frá virkjunarvegg yfir í hjól bílsins er mjög lítið. Þessu víkur öðruvísi við þegar við byrjum á að flytja rafmagnið til efnaverksmiðjunnar, nýtum það þar í efnahvörf, söfnum eldsneytinu þar í tanka og flytjum það á eldsneytisstöðvar við hafnir, vegi eða flugvelli. Loks brennum við það í vélum skipa, bíla eða flugvéla þar sem verulegur hluti orkunnar úr eldsneytinu fer í að mynda hita sem illa nýtist til að skila farartækinu áfram. Orkuveita Reykjavíkur, sem er aðallega jarðhitafyrirtæki þegar kemur að orkumálum, leggur áherslu á að draga úr sóun í orkuvinnslu og notkun; að nýta sífellt betur það sem við tökum upp úr jörðinni og nýta það sem áður var ekki notað til að skapa verðmæti. Veruleg hætta er á að rafeldsneytisleiðangurinn – eins og sú tækni stendur nú og eins og hann er kortlagður í umræddri skýrslu – verði sóunarleiðangur. Náttúrugæði spillist og orka fari til spillis. Það er gömul saga og ný að virkjanakórinn grípi alls konar tækifæri til að hefja upp raustina. Einn valkostur af nokkrum við orkuskipti gaf honum tóninn nú síðast. Sá valkostur gæti leitt til meira en tvöföldunar raforkuvinnslu hér á landi með tilheyrandi náttúruspjöllum en að meira en helmingi orkunnar sem fæst með spjöllunum verði í raun hent. Mér finnst ekki endilega vanta fleiri raddir í þann kór heldur ætti orkukórinn ef til vill að huga að fjölbreyttari efnisskrá. Það er áríðandi því lausnir á loftslagsvánni verða sífellt brýnni og þörfin á nýjum og ferskum hugmyndum sjaldan verið meiri. Á dögunum veitti Vísindasjóður Orkuveitu Reykjavíkur einmitt fjölda fólks styrki til að þróa áfram nýjar hugmyndir, meðal annars svo orkuskipti megi verða sem skjótust og skynsamlegust. Höfundur er sjálfbærnistjóri Orkuveitu Reykjavíkur og 1. bassi.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun