Vantar raddir í virkjanakórinn? Eiríkur Hjálmarsson skrifar 13. október 2022 13:01 Það var áhugaverð spurning sem Innherji setti fram í gær. Ætlar Orkuveita Reykjavíkur að skila auðu í orkuskiptunum, spurði nafnlaus blaðamaðurinn, sem virðist hafa verið utan þjónustusvæðis um hríð. Kannski ófæddur þegar við gerðum tilraun með rafmagnsbíla fyrir aldamót eða tókum þátt í vetnisvagnaverkefni upp úr aldamótum? Í burtu þegar bygging hófst á nýrri aðveitustöð rafmagns sem gerir rafhleðslu stórra skipa í Sundahöfn mögulega. Ekki við þegar fyrirtækið fór að veita styrki til uppsetningar hleðslubúnaðar við fjölbýlishús. Í fríi þegar samið var um samstarf við fjölda sveitarfélaga um uppsetningu hleðslubúnaðar við þeirra eigin stæði. Fjarverandi þegar vetnisframleiðsla var hafin við Hellisheiðarvirkjun. Og í einhverjum öðrum veruleika allt frá árinu 2014 þegar Orka náttúrunnar tók að sér forystuhlutverk í uppbyggingu hraðhleðslubúnaðar fyrir rafbíla um allt land; forystu sem enn er óskoruð í verkefni sem mun standa enn um hríð. Þarna hafa orkuskiptin átt sér stað og eru að eiga sér stað – raunverulega – fyrir utan náttúrulega þau langsamlega veigamestu þegar tekið var upp á því fyrir tæpri öld að hita íbúðarhús með jarðhita. Sú umræða um raforkuþörf vegna orkuskipta sem á sér stað núna er aðallega á forsendum eins valkosts af nokkrum sem pólitísk nefnd setti fram nú í vor. Í valkostinum felst að rafeldsneyti, framleitt með núverandi tækni, skuli leysa af hólmi jarðefnaeldsneyti í samgöngum á sjó og í lofti og þungaflutningum á landi. Til þess þurfi þessi raforkuríkasta þjóð veraldar að virkja einhver lifandis býsn. Virkjanakórinn hefur sungið þetta þrástef síðan og miðað við spurningu Innherja virðist raddar Orkuveitu Reykjavíkur saknað úr söngnum. Kosturinn við þau orkuskipti í samgöngum sem þegar eru orðin er að orkan í rafmagninu sem hlaðið er á rafhlöður bílanna okkar nýtist alveg rosalega vel til að koma bílunum áfram. Orkutapið frá virkjunarvegg yfir í hjól bílsins er mjög lítið. Þessu víkur öðruvísi við þegar við byrjum á að flytja rafmagnið til efnaverksmiðjunnar, nýtum það þar í efnahvörf, söfnum eldsneytinu þar í tanka og flytjum það á eldsneytisstöðvar við hafnir, vegi eða flugvelli. Loks brennum við það í vélum skipa, bíla eða flugvéla þar sem verulegur hluti orkunnar úr eldsneytinu fer í að mynda hita sem illa nýtist til að skila farartækinu áfram. Orkuveita Reykjavíkur, sem er aðallega jarðhitafyrirtæki þegar kemur að orkumálum, leggur áherslu á að draga úr sóun í orkuvinnslu og notkun; að nýta sífellt betur það sem við tökum upp úr jörðinni og nýta það sem áður var ekki notað til að skapa verðmæti. Veruleg hætta er á að rafeldsneytisleiðangurinn – eins og sú tækni stendur nú og eins og hann er kortlagður í umræddri skýrslu – verði sóunarleiðangur. Náttúrugæði spillist og orka fari til spillis. Það er gömul saga og ný að virkjanakórinn grípi alls konar tækifæri til að hefja upp raustina. Einn valkostur af nokkrum við orkuskipti gaf honum tóninn nú síðast. Sá valkostur gæti leitt til meira en tvöföldunar raforkuvinnslu hér á landi með tilheyrandi náttúruspjöllum en að meira en helmingi orkunnar sem fæst með spjöllunum verði í raun hent. Mér finnst ekki endilega vanta fleiri raddir í þann kór heldur ætti orkukórinn ef til vill að huga að fjölbreyttari efnisskrá. Það er áríðandi því lausnir á loftslagsvánni verða sífellt brýnni og þörfin á nýjum og ferskum hugmyndum sjaldan verið meiri. Á dögunum veitti Vísindasjóður Orkuveitu Reykjavíkur einmitt fjölda fólks styrki til að þróa áfram nýjar hugmyndir, meðal annars svo orkuskipti megi verða sem skjótust og skynsamlegust. Höfundur er sjálfbærnistjóri Orkuveitu Reykjavíkur og 1. bassi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Orkuskipti Eiríkur Hjálmarsson Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Það var áhugaverð spurning sem Innherji setti fram í gær. Ætlar Orkuveita Reykjavíkur að skila auðu í orkuskiptunum, spurði nafnlaus blaðamaðurinn, sem virðist hafa verið utan þjónustusvæðis um hríð. Kannski ófæddur þegar við gerðum tilraun með rafmagnsbíla fyrir aldamót eða tókum þátt í vetnisvagnaverkefni upp úr aldamótum? Í burtu þegar bygging hófst á nýrri aðveitustöð rafmagns sem gerir rafhleðslu stórra skipa í Sundahöfn mögulega. Ekki við þegar fyrirtækið fór að veita styrki til uppsetningar hleðslubúnaðar við fjölbýlishús. Í fríi þegar samið var um samstarf við fjölda sveitarfélaga um uppsetningu hleðslubúnaðar við þeirra eigin stæði. Fjarverandi þegar vetnisframleiðsla var hafin við Hellisheiðarvirkjun. Og í einhverjum öðrum veruleika allt frá árinu 2014 þegar Orka náttúrunnar tók að sér forystuhlutverk í uppbyggingu hraðhleðslubúnaðar fyrir rafbíla um allt land; forystu sem enn er óskoruð í verkefni sem mun standa enn um hríð. Þarna hafa orkuskiptin átt sér stað og eru að eiga sér stað – raunverulega – fyrir utan náttúrulega þau langsamlega veigamestu þegar tekið var upp á því fyrir tæpri öld að hita íbúðarhús með jarðhita. Sú umræða um raforkuþörf vegna orkuskipta sem á sér stað núna er aðallega á forsendum eins valkosts af nokkrum sem pólitísk nefnd setti fram nú í vor. Í valkostinum felst að rafeldsneyti, framleitt með núverandi tækni, skuli leysa af hólmi jarðefnaeldsneyti í samgöngum á sjó og í lofti og þungaflutningum á landi. Til þess þurfi þessi raforkuríkasta þjóð veraldar að virkja einhver lifandis býsn. Virkjanakórinn hefur sungið þetta þrástef síðan og miðað við spurningu Innherja virðist raddar Orkuveitu Reykjavíkur saknað úr söngnum. Kosturinn við þau orkuskipti í samgöngum sem þegar eru orðin er að orkan í rafmagninu sem hlaðið er á rafhlöður bílanna okkar nýtist alveg rosalega vel til að koma bílunum áfram. Orkutapið frá virkjunarvegg yfir í hjól bílsins er mjög lítið. Þessu víkur öðruvísi við þegar við byrjum á að flytja rafmagnið til efnaverksmiðjunnar, nýtum það þar í efnahvörf, söfnum eldsneytinu þar í tanka og flytjum það á eldsneytisstöðvar við hafnir, vegi eða flugvelli. Loks brennum við það í vélum skipa, bíla eða flugvéla þar sem verulegur hluti orkunnar úr eldsneytinu fer í að mynda hita sem illa nýtist til að skila farartækinu áfram. Orkuveita Reykjavíkur, sem er aðallega jarðhitafyrirtæki þegar kemur að orkumálum, leggur áherslu á að draga úr sóun í orkuvinnslu og notkun; að nýta sífellt betur það sem við tökum upp úr jörðinni og nýta það sem áður var ekki notað til að skapa verðmæti. Veruleg hætta er á að rafeldsneytisleiðangurinn – eins og sú tækni stendur nú og eins og hann er kortlagður í umræddri skýrslu – verði sóunarleiðangur. Náttúrugæði spillist og orka fari til spillis. Það er gömul saga og ný að virkjanakórinn grípi alls konar tækifæri til að hefja upp raustina. Einn valkostur af nokkrum við orkuskipti gaf honum tóninn nú síðast. Sá valkostur gæti leitt til meira en tvöföldunar raforkuvinnslu hér á landi með tilheyrandi náttúruspjöllum en að meira en helmingi orkunnar sem fæst með spjöllunum verði í raun hent. Mér finnst ekki endilega vanta fleiri raddir í þann kór heldur ætti orkukórinn ef til vill að huga að fjölbreyttari efnisskrá. Það er áríðandi því lausnir á loftslagsvánni verða sífellt brýnni og þörfin á nýjum og ferskum hugmyndum sjaldan verið meiri. Á dögunum veitti Vísindasjóður Orkuveitu Reykjavíkur einmitt fjölda fólks styrki til að þróa áfram nýjar hugmyndir, meðal annars svo orkuskipti megi verða sem skjótust og skynsamlegust. Höfundur er sjálfbærnistjóri Orkuveitu Reykjavíkur og 1. bassi.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar