Rússneskir grínistar blekktu Ian McKellen í spjall við Zelenskí Magnús Jochum Pálsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 25. ágúst 2022 22:03 Ian McKellen var ekki skemmt. Getty/Karwai Tang Breski leikarinn Ian McKellen greindi frá því í gær að tveir rússneskir grínistar, sem hugðust notfæra sér leikarann, hafi sent honum boð um einkasamtal við Volodímír Zelenskí, Úkraínuforseta. Þegar samtalið við forsetann hófst runnu tvær grímur á leikarann og lagði hann á þá. Hinn 83 ára McKellen greindi frá þessu á Twitter á miðvikudag. I'm not a politician, so I was surprised some weeks ago to receive a message that appeared to come from the Ukrainian Embassy in London, inviting me to participate in a private discussion with President Zelensky. Click image for more: pic.twitter.com/Swq1EITodb— Ian McKellen (@IanMcKellen) August 24, 2022 Í færslunni segir McKellen að hann sé ekki pólitíkus og því hafi hann verið hissa þegar hann fékk boð fyrir nokkrum vikum sem virtist vera frá sendiráði Úkraínu í London. Þar var honum boðið að eiga einkasamtal við Úkraínuforseta. Eftir boðið hafði McKellen samband við nokkra tengiliði sína í Úkraínu yfir lögmæti boðsins sem hvöttu hann til að taka boðinu sem hann og gerði. Síðan hófst spjall þeirra. Hins vegar kom fljótlega í ljós að maðurinn sem hann var að spjalla við var hvorki Zelenskí né annar úkraínskur embættismaður heldur annar tveggja í rússnesku gríntvíeyki. „Mér skilst að þeir séu vinsælir í Rússlandi, sem kemur á óvart vegna þess að brandararnir þeirra eru ekki fyndnir,“ skrifar McKellen á Twitter. „Ég hélt áfram að spila með og tók undir það sem þeir stungu upp á en var satt best að segja steinhissa að þeim þætti ég í þeirri stöðu að aðstoða Úkraínu af einhverju marki.“ Í lok Twitter-færslunnar skrifar McKellen að hann hafi hætt að taka þátt í uppátæki grínistanna þegar upp komst að um ömurlegt grín hafi verið að ræða. Úkraína Rússland Hollywood Innrás Rússa í Úkraínu Samfélagsmiðlar Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hljóp á sig Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Sjá meira
Hinn 83 ára McKellen greindi frá þessu á Twitter á miðvikudag. I'm not a politician, so I was surprised some weeks ago to receive a message that appeared to come from the Ukrainian Embassy in London, inviting me to participate in a private discussion with President Zelensky. Click image for more: pic.twitter.com/Swq1EITodb— Ian McKellen (@IanMcKellen) August 24, 2022 Í færslunni segir McKellen að hann sé ekki pólitíkus og því hafi hann verið hissa þegar hann fékk boð fyrir nokkrum vikum sem virtist vera frá sendiráði Úkraínu í London. Þar var honum boðið að eiga einkasamtal við Úkraínuforseta. Eftir boðið hafði McKellen samband við nokkra tengiliði sína í Úkraínu yfir lögmæti boðsins sem hvöttu hann til að taka boðinu sem hann og gerði. Síðan hófst spjall þeirra. Hins vegar kom fljótlega í ljós að maðurinn sem hann var að spjalla við var hvorki Zelenskí né annar úkraínskur embættismaður heldur annar tveggja í rússnesku gríntvíeyki. „Mér skilst að þeir séu vinsælir í Rússlandi, sem kemur á óvart vegna þess að brandararnir þeirra eru ekki fyndnir,“ skrifar McKellen á Twitter. „Ég hélt áfram að spila með og tók undir það sem þeir stungu upp á en var satt best að segja steinhissa að þeim þætti ég í þeirri stöðu að aðstoða Úkraínu af einhverju marki.“ Í lok Twitter-færslunnar skrifar McKellen að hann hafi hætt að taka þátt í uppátæki grínistanna þegar upp komst að um ömurlegt grín hafi verið að ræða.
Úkraína Rússland Hollywood Innrás Rússa í Úkraínu Samfélagsmiðlar Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hljóp á sig Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Sjá meira