Náðir þú að pakka? Stella Samúelsdóttir skrifar 6. maí 2022 09:01 UN Women á Íslandi hrindir af stað neyðarsöfnuninni „Náðir þú pakka?“ fyrir konur í neyð og á flótta og biðlar til almennings að senda senda sms-ið KONUR í 1900 (1.900kr.) og veita konum og stúlkum á flótta lífsbjargandi aðstoð. Aldrei hafa fleiri verið á flótta í heiminum og í dag, en fleiri en 80 milljónir manns hafa flúið heimili sín. Vegna stríðsins í Úkraínu hafa 8 milljónir flúið heimili sín, þar af eru 90% konur og börn. Þegar fólk flýr heimili sín, sama hvort það er vegna stríðsátaka, náttúruhamfara eða ofsókna, gefst sjaldan tími til að pakka, hvað þá að hugsa fyrir nauðsynjum. Á sama tíma er sjaldan hugað að sértækum þörfum kvenna og stúlkna og er átakinu Náðir þú að pakka? ætlað að upplýsa almenning um stöðu kvenna og stúlkna á flótta, mikilvægi þess að tekið sé mið af sértækum þörfum þeirra þegar neyðaraðstoð er veitt og hversu mikilvægt það er fyrir heilsu og líf kvenna á flótta að hafa aðgang að hreinlætisvörum, sálfræðiaðstoð, upplýsingum um réttindi sín, fjárhagsaðstoð og heilbrigðisþjónustu. Konur greiða fyrir nauðsynjar með líkama sínum Stríðsátök hafa ólík áhrif á líf fólks eftir stöðu þeirra og kyni. Á meðan karlmenn eru líklegri til að deyja í átökum þá eru konur og stúlkur líklegri til að verða fyrir kynbundnu ofbeldi, nauðgunum, mansali, nauðungarvinnu og búa við viðvarandi skort þegar stríðsátök geisa. Nú þegar eru farnar að berast fréttir af því að konur og börn á flótta frá Úkraínu hverfi í ringulreiðinni sem ríkir á lestastöðvum og móttökustöðum. Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum hefur það færst í aukana að konur á átakasvæðum og flótta séu þvingaðar til að „greiða“ fyrir húsaskjól, mat og vatn með líkama sínum. Nú þegar eru til rannsóknar 75 mál þar sem grunur liggur á að markvisst sé verið að beita kynferðisofbeldi sem stríðsvopni í Úkraínu. UN Women beitir sér af alefli fyrir því að raddir kvenna heyrist og að aðstæður séu viðunandi fyrir konur og börn þeirra á flótta. Tryggja verður öryggi þeirra og koma þannig í veg fyrir að einstaklingar og skipulagði hópar nýti sér neyð kvenna og stúlkna. Neyð kvenna og stúlkna er víða um þessar mundir, ekki bara í Úkraínu, heldur líka í Afganistan, Eþópíu, Jemen og Sýrlandi. Þú getur lagt þitt af mörkum Nú þegar flest okkar eru farin að hugsa til sumarsins og hlakka til ferðalaga og frábærra stunda með fjölskyldum og vinum sem við eigum svo sannarlega skilið eftir undanfarin COVID ár, verðum við á sama tíma að hugsa um þau sem hvorki hafa tök á að pakka í ferðatösku né velja sinn áfangastað. Við getum öll gert eitthvað og með því að senda senda sms-ið KONUR í 1900 (1.900 kr.) getur þú lagt þitt af mörkum og þannig veitt konum og stúlkum á flótta lífsbjargandi aðstoð. Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stella Samúelsdóttir Hjálparstarf Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Sjá meira
UN Women á Íslandi hrindir af stað neyðarsöfnuninni „Náðir þú pakka?“ fyrir konur í neyð og á flótta og biðlar til almennings að senda senda sms-ið KONUR í 1900 (1.900kr.) og veita konum og stúlkum á flótta lífsbjargandi aðstoð. Aldrei hafa fleiri verið á flótta í heiminum og í dag, en fleiri en 80 milljónir manns hafa flúið heimili sín. Vegna stríðsins í Úkraínu hafa 8 milljónir flúið heimili sín, þar af eru 90% konur og börn. Þegar fólk flýr heimili sín, sama hvort það er vegna stríðsátaka, náttúruhamfara eða ofsókna, gefst sjaldan tími til að pakka, hvað þá að hugsa fyrir nauðsynjum. Á sama tíma er sjaldan hugað að sértækum þörfum kvenna og stúlkna og er átakinu Náðir þú að pakka? ætlað að upplýsa almenning um stöðu kvenna og stúlkna á flótta, mikilvægi þess að tekið sé mið af sértækum þörfum þeirra þegar neyðaraðstoð er veitt og hversu mikilvægt það er fyrir heilsu og líf kvenna á flótta að hafa aðgang að hreinlætisvörum, sálfræðiaðstoð, upplýsingum um réttindi sín, fjárhagsaðstoð og heilbrigðisþjónustu. Konur greiða fyrir nauðsynjar með líkama sínum Stríðsátök hafa ólík áhrif á líf fólks eftir stöðu þeirra og kyni. Á meðan karlmenn eru líklegri til að deyja í átökum þá eru konur og stúlkur líklegri til að verða fyrir kynbundnu ofbeldi, nauðgunum, mansali, nauðungarvinnu og búa við viðvarandi skort þegar stríðsátök geisa. Nú þegar eru farnar að berast fréttir af því að konur og börn á flótta frá Úkraínu hverfi í ringulreiðinni sem ríkir á lestastöðvum og móttökustöðum. Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum hefur það færst í aukana að konur á átakasvæðum og flótta séu þvingaðar til að „greiða“ fyrir húsaskjól, mat og vatn með líkama sínum. Nú þegar eru til rannsóknar 75 mál þar sem grunur liggur á að markvisst sé verið að beita kynferðisofbeldi sem stríðsvopni í Úkraínu. UN Women beitir sér af alefli fyrir því að raddir kvenna heyrist og að aðstæður séu viðunandi fyrir konur og börn þeirra á flótta. Tryggja verður öryggi þeirra og koma þannig í veg fyrir að einstaklingar og skipulagði hópar nýti sér neyð kvenna og stúlkna. Neyð kvenna og stúlkna er víða um þessar mundir, ekki bara í Úkraínu, heldur líka í Afganistan, Eþópíu, Jemen og Sýrlandi. Þú getur lagt þitt af mörkum Nú þegar flest okkar eru farin að hugsa til sumarsins og hlakka til ferðalaga og frábærra stunda með fjölskyldum og vinum sem við eigum svo sannarlega skilið eftir undanfarin COVID ár, verðum við á sama tíma að hugsa um þau sem hvorki hafa tök á að pakka í ferðatösku né velja sinn áfangastað. Við getum öll gert eitthvað og með því að senda senda sms-ið KONUR í 1900 (1.900 kr.) getur þú lagt þitt af mörkum og þannig veitt konum og stúlkum á flótta lífsbjargandi aðstoð. Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun