Akkurat núna Ingibjörg Gréta Gísladóttir skrifar 14. mars 2022 08:00 Það er góður tími fyrir okkur Reykvíkinga AKKÚRAT NÚNA að staldra við og velta fyrir okkur hvernig borgarsamfélagi við viljum búa í og hvað það er sem skiptir okkur máli. Eru það hjólastígar, göngugötur, umferðarmannvirki, leikskólar, grunnskólar, hjúkrunarheimili eða flugvöllur svo dæmi séu tekin. Eða er það allt þetta og meira til? Svarið fer sjálfsagt eftir því hvar við erum stödd í lífskúrfunni, eðli máli samkvæmt leggjum við áherslu á það sem blasir við okkur í dag. Þegar við hugsum heildrænt um þetta ferli er gaman að sjá hve margir geta lagt málefnunum lið. Hve fjölbreyttur hópur getur áorkað miklu fyrir heildina. Heildræn nálgun Ef við nýtum heildræna nálgun á málefni borgarinnar með Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna í farteskinu, þá tekur slík nálgun tillit til fólks, fjármagns og umhverfis og gefur engan afslátt þvi þetta þrennt þarf allt að ganga upp til að vel megi vera. Þetta er sú nálgun sem mér hugnast best í rekstri borgarinnar; að fólkið sjálft sé jafnsett öðrum gildum i rekstrarjöfnunni. Ef þétting byggðar leiðir til að mynda til lakari lífsgæða fólks en krefst engu að síður lítils fjármagns, þá er hún ekki samfélagslega hagkvæm og ber að falla frá. Sem dæmi má taka hugmyndina um að þétta byggð við Bústaðaveg. Slök hugmynd sem búið er að ýta útaf borðinu í bili, en hjálpi mér allir heilagir þegar farið verður af stað með hana aftur eftir kosningar. Þess vegna er líka góður tími AKKURAT NÚNA, til að hugsa um hvernig við viljum hafa samfélagið okkar, hvernig við viljum hafa umhverfið okkar og hvernig við viljum sjá kjörna fulltrúa verja fjármunum, tíma og umhverfi borgarinnar, okkur öllum til hagsbóta. Samningar við íþróttafélögin Heildræn nálgun á málefni íþróttasvæða borgarinnar er annað dæmi sem gott væri að nýta í ákvarðanatökum. Aðkallandi er að klára samninga við íþróttafélögin en alltof lengi er búið að draga lappirnar í þeim efnum og alltaf kemur það okkur notendunum jafn mikið í opna skjöldu. Það er samfélagslega hagkvæmt að íþróttastarf fyrir alla aldurshópa sé í boði, að aðstaða sé fyrir hendi svo starfsfólk og iðkendur njóti sín. Ef við skoðum samninga sem þessa út frá fólki, fjármagni og umhverfi þá sjáum við að fjármagnið er ekki ýkja mikið, umhverfisspjöll lítil sem engin og fólkið blómstrar. Er það ekki þannig samfélag sem við viljum búa í? Skoða mætti allar ákvarðanir borgarinnar undanfarin ár með heildrænu nálgunargleraugun á nefinu. Ég er viss um að þar kæmi okkur margt spánskt fyrir sjónir. Bókhald snýst um tekjur og gjöld, að hafa þekkingu á rekstri og þar af leiðandi fjárhagslegt frelsi til framkvæmda fremur en safna skuldum fyrir þátttöku í áhrifavaldaskólanum. Það kann ekki góðri lukku að stýra. Við sem þekkjum til heimilisbókhalds vitum hvernig þetta virkar. Sú staðreynd að við borgarbúar skuldum meira vegna ákvarðana sem ekki voru teknar með heildræna nálgun í huga finnst mér fráleit og hugnast alls ekki að svo verði áfram. AKKURAT NÚNA Það er AKKURAT NÚNA sem tækifæri er til að skipta um fólk og fulltrúa í borginni. Ég vil leggja mitt af mörkum til að heildræn ákvarðanataka verði ofan á með því að setja fólk, fjármuni og umhverfi í jöfnuna og víkja ekki frá þeirri aðferðarfræði öllum borgarbúum til velsældar. Höfundur býður sig fram í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Það er góður tími fyrir okkur Reykvíkinga AKKÚRAT NÚNA að staldra við og velta fyrir okkur hvernig borgarsamfélagi við viljum búa í og hvað það er sem skiptir okkur máli. Eru það hjólastígar, göngugötur, umferðarmannvirki, leikskólar, grunnskólar, hjúkrunarheimili eða flugvöllur svo dæmi séu tekin. Eða er það allt þetta og meira til? Svarið fer sjálfsagt eftir því hvar við erum stödd í lífskúrfunni, eðli máli samkvæmt leggjum við áherslu á það sem blasir við okkur í dag. Þegar við hugsum heildrænt um þetta ferli er gaman að sjá hve margir geta lagt málefnunum lið. Hve fjölbreyttur hópur getur áorkað miklu fyrir heildina. Heildræn nálgun Ef við nýtum heildræna nálgun á málefni borgarinnar með Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna í farteskinu, þá tekur slík nálgun tillit til fólks, fjármagns og umhverfis og gefur engan afslátt þvi þetta þrennt þarf allt að ganga upp til að vel megi vera. Þetta er sú nálgun sem mér hugnast best í rekstri borgarinnar; að fólkið sjálft sé jafnsett öðrum gildum i rekstrarjöfnunni. Ef þétting byggðar leiðir til að mynda til lakari lífsgæða fólks en krefst engu að síður lítils fjármagns, þá er hún ekki samfélagslega hagkvæm og ber að falla frá. Sem dæmi má taka hugmyndina um að þétta byggð við Bústaðaveg. Slök hugmynd sem búið er að ýta útaf borðinu í bili, en hjálpi mér allir heilagir þegar farið verður af stað með hana aftur eftir kosningar. Þess vegna er líka góður tími AKKURAT NÚNA, til að hugsa um hvernig við viljum hafa samfélagið okkar, hvernig við viljum hafa umhverfið okkar og hvernig við viljum sjá kjörna fulltrúa verja fjármunum, tíma og umhverfi borgarinnar, okkur öllum til hagsbóta. Samningar við íþróttafélögin Heildræn nálgun á málefni íþróttasvæða borgarinnar er annað dæmi sem gott væri að nýta í ákvarðanatökum. Aðkallandi er að klára samninga við íþróttafélögin en alltof lengi er búið að draga lappirnar í þeim efnum og alltaf kemur það okkur notendunum jafn mikið í opna skjöldu. Það er samfélagslega hagkvæmt að íþróttastarf fyrir alla aldurshópa sé í boði, að aðstaða sé fyrir hendi svo starfsfólk og iðkendur njóti sín. Ef við skoðum samninga sem þessa út frá fólki, fjármagni og umhverfi þá sjáum við að fjármagnið er ekki ýkja mikið, umhverfisspjöll lítil sem engin og fólkið blómstrar. Er það ekki þannig samfélag sem við viljum búa í? Skoða mætti allar ákvarðanir borgarinnar undanfarin ár með heildrænu nálgunargleraugun á nefinu. Ég er viss um að þar kæmi okkur margt spánskt fyrir sjónir. Bókhald snýst um tekjur og gjöld, að hafa þekkingu á rekstri og þar af leiðandi fjárhagslegt frelsi til framkvæmda fremur en safna skuldum fyrir þátttöku í áhrifavaldaskólanum. Það kann ekki góðri lukku að stýra. Við sem þekkjum til heimilisbókhalds vitum hvernig þetta virkar. Sú staðreynd að við borgarbúar skuldum meira vegna ákvarðana sem ekki voru teknar með heildræna nálgun í huga finnst mér fráleit og hugnast alls ekki að svo verði áfram. AKKURAT NÚNA Það er AKKURAT NÚNA sem tækifæri er til að skipta um fólk og fulltrúa í borginni. Ég vil leggja mitt af mörkum til að heildræn ákvarðanataka verði ofan á með því að setja fólk, fjármuni og umhverfi í jöfnuna og víkja ekki frá þeirri aðferðarfræði öllum borgarbúum til velsældar. Höfundur býður sig fram í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun