Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar 13. nóvember 2024 12:45 Öflugt íþrótta og æskulýðsstarf byggir á félagslegu réttlæti og jöfnuði. Markmiðið er að öll börn fái að njóta þeirra jákvæðu áhrifa sem fylgja þátttöku í íþróttum og æskulýðsstarfi, þar sem þau fá tækifæri til að þroskast í öruggu umhverfi, óháð hæfni, uppruna, kyni eða fötlun, hvort sem þau stefna á afreksíþróttir eða ekki.Íþróttir snúast ekki aðeins um keppni heldur um að efla félagsþroska, sjálfstraust og samstöðu hjá börnum og ungmennum. Með jöfnum tækifærum til þátttöku í íþróttum stuðlum við að betri lýðheilsu, sterkari sjálfsmynd og aukinni seiglu meðal komandi kynslóða. Verkefni eins og „Allir með“ eru mikilvæg í þessu samhengi, þar sem aðeins 4% fatlaðra barna stunda nú íþróttir. Verkefnið veitir íþróttafélögum stuðning til að skapa umhverfi þar sem þau fá að æfa með jafningjum sínum. Til þess að tryggja þetta allt þarf að selja mjög mikið af klósettpappír! Sjálfboðaliðar, peningar og fjármögnun Þrátt fyrir að íþróttaiðkenndur og sjálfboðaliðar standi í ströngu við að selja klósettpappír í brettavís, er það langt frá því að duga til að halda úti almennu íþróttastarfi. Þúsundir sjálfboðaliða leggja fram krafta sína af heilum hug og stuðla þannig að tækifærum fyrir ungt fólk um allt land til þess að taka þátt í íþróttastarfi.Á hverju ári þarf samt að hagræða í rekstrinum, enda er rekstur íþróttafélaga á Íslandi krefjandi og byggir að miklu leyti á sjálfboðavinnu og fjáröflunum. Kröfur samfélagsins eru líka mun meiri en þær voru, það kostar peninga. Flest íþróttafélög reiða sig á félagsgjöld, styrki frá sveitarfélögum og ýmis konar söfnunarverkefni til að standa undir kostnaði við æfingaaðstöðu og búnað, þjálfaralaun og viðhaldi innviða. Álagið á sjálfboðaliða er mikið, þar sem aðkoma þeirra er nauðsynleg til að viðhalda öflugu íþróttastarfi. Mikil þörf er á auknu fjármagni til að tryggja bestu mögulegu íþróttaaðstöðu fyrir börn og ungmenni um allt land. Það er þörf á nýju fjármögnunar-módeli. Ef hið opinbera veitir íþróttafélögum frekari styrki geta þau náð markmiðum sínum, bætt kjör þjálfara og dregið úr æfingagjöldum, sem nýtist þeim börnum sem koma frá tekjuminni heimilum. Þá gætu félögin stutt við íþróttir fyrir fötluð börn og ungmenni, skipt jafnt á milli karla og kvennaflokka, unnið að afreksdeildum og staðið við lýðheilsumarkmið. Hlutverk sjálfboðaliða yrði áfram mikilvægt fyrir félagsandann en aukinn stuðningur myndi draga úr fjáröflunarþörf og minnka álagið á sjálfboðaliðum. ÍSÍ og sérgreinasamböndin myndu halda áfram að stýra faglegri uppbyggingu, setja gæðaviðmið og tryggja að opinberir styrkir renni til verkefna sem efla lýðheilsu og jafnræði. Með þessum stuðningi yrðu jöfn tækifæri tryggð fyrir öll aldursstig til að njóta íþróttastarfs. Aðstöðuleysi og þjóðarhöll Þetta má ekki skilja sem svo að ég sé á móti fjáröflunum, þvert á móti þá eru þær göfugar, uppbyggilegar og mótandi fyrir samstöðu og hinn eftirsóknarverða ungmennafélagsanda það sem eftir er ævinnar. En það þarf eitthvað meira að koma til, við þurfum stefnu fyrir íþróttir til langtíma sem tryggir jöfn tækifæri til þátttöku og árangurs, eftir því hvað fólk kýs. Á íslandi erum við svo heppin að eiga fjölda afreksfólks í íþróttum þrátt fyrir að eiga ekki afgerandi stefnu fyrir afreksfólk. Það er gríðarlega mikilvægt að við eigum slíkar fyrirmyndir sem náð hafa svo langt, oft þrátt fyrir aðstöðuleysi. Það er langt í land, við þurfum að byrja á því að byggja upp aðstöðu fyrir æfingar og keppni sem standast skoðun, ný þjóðarhöll er varða á þeirri leið. Við þurfum að byggja upp fjárhagslegan stuðning til að byggja undir árangursrík íþróttastarf til langtíma. Enn sem komið er, er ekki útlit fyrir annað en að við þurfum þjóðarátak í sölu á klósettpappír. Höfundur skipar 2. sæti á lista VG i Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Bjarki Hjörleifsson Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Öflugt íþrótta og æskulýðsstarf byggir á félagslegu réttlæti og jöfnuði. Markmiðið er að öll börn fái að njóta þeirra jákvæðu áhrifa sem fylgja þátttöku í íþróttum og æskulýðsstarfi, þar sem þau fá tækifæri til að þroskast í öruggu umhverfi, óháð hæfni, uppruna, kyni eða fötlun, hvort sem þau stefna á afreksíþróttir eða ekki.Íþróttir snúast ekki aðeins um keppni heldur um að efla félagsþroska, sjálfstraust og samstöðu hjá börnum og ungmennum. Með jöfnum tækifærum til þátttöku í íþróttum stuðlum við að betri lýðheilsu, sterkari sjálfsmynd og aukinni seiglu meðal komandi kynslóða. Verkefni eins og „Allir með“ eru mikilvæg í þessu samhengi, þar sem aðeins 4% fatlaðra barna stunda nú íþróttir. Verkefnið veitir íþróttafélögum stuðning til að skapa umhverfi þar sem þau fá að æfa með jafningjum sínum. Til þess að tryggja þetta allt þarf að selja mjög mikið af klósettpappír! Sjálfboðaliðar, peningar og fjármögnun Þrátt fyrir að íþróttaiðkenndur og sjálfboðaliðar standi í ströngu við að selja klósettpappír í brettavís, er það langt frá því að duga til að halda úti almennu íþróttastarfi. Þúsundir sjálfboðaliða leggja fram krafta sína af heilum hug og stuðla þannig að tækifærum fyrir ungt fólk um allt land til þess að taka þátt í íþróttastarfi.Á hverju ári þarf samt að hagræða í rekstrinum, enda er rekstur íþróttafélaga á Íslandi krefjandi og byggir að miklu leyti á sjálfboðavinnu og fjáröflunum. Kröfur samfélagsins eru líka mun meiri en þær voru, það kostar peninga. Flest íþróttafélög reiða sig á félagsgjöld, styrki frá sveitarfélögum og ýmis konar söfnunarverkefni til að standa undir kostnaði við æfingaaðstöðu og búnað, þjálfaralaun og viðhaldi innviða. Álagið á sjálfboðaliða er mikið, þar sem aðkoma þeirra er nauðsynleg til að viðhalda öflugu íþróttastarfi. Mikil þörf er á auknu fjármagni til að tryggja bestu mögulegu íþróttaaðstöðu fyrir börn og ungmenni um allt land. Það er þörf á nýju fjármögnunar-módeli. Ef hið opinbera veitir íþróttafélögum frekari styrki geta þau náð markmiðum sínum, bætt kjör þjálfara og dregið úr æfingagjöldum, sem nýtist þeim börnum sem koma frá tekjuminni heimilum. Þá gætu félögin stutt við íþróttir fyrir fötluð börn og ungmenni, skipt jafnt á milli karla og kvennaflokka, unnið að afreksdeildum og staðið við lýðheilsumarkmið. Hlutverk sjálfboðaliða yrði áfram mikilvægt fyrir félagsandann en aukinn stuðningur myndi draga úr fjáröflunarþörf og minnka álagið á sjálfboðaliðum. ÍSÍ og sérgreinasamböndin myndu halda áfram að stýra faglegri uppbyggingu, setja gæðaviðmið og tryggja að opinberir styrkir renni til verkefna sem efla lýðheilsu og jafnræði. Með þessum stuðningi yrðu jöfn tækifæri tryggð fyrir öll aldursstig til að njóta íþróttastarfs. Aðstöðuleysi og þjóðarhöll Þetta má ekki skilja sem svo að ég sé á móti fjáröflunum, þvert á móti þá eru þær göfugar, uppbyggilegar og mótandi fyrir samstöðu og hinn eftirsóknarverða ungmennafélagsanda það sem eftir er ævinnar. En það þarf eitthvað meira að koma til, við þurfum stefnu fyrir íþróttir til langtíma sem tryggir jöfn tækifæri til þátttöku og árangurs, eftir því hvað fólk kýs. Á íslandi erum við svo heppin að eiga fjölda afreksfólks í íþróttum þrátt fyrir að eiga ekki afgerandi stefnu fyrir afreksfólk. Það er gríðarlega mikilvægt að við eigum slíkar fyrirmyndir sem náð hafa svo langt, oft þrátt fyrir aðstöðuleysi. Það er langt í land, við þurfum að byrja á því að byggja upp aðstöðu fyrir æfingar og keppni sem standast skoðun, ný þjóðarhöll er varða á þeirri leið. Við þurfum að byggja upp fjárhagslegan stuðning til að byggja undir árangursrík íþróttastarf til langtíma. Enn sem komið er, er ekki útlit fyrir annað en að við þurfum þjóðarátak í sölu á klósettpappír. Höfundur skipar 2. sæti á lista VG i Norðvesturkjördæmi.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun