Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson, Gunnar Tryggvason og Pétur Ólafsson skrifa 13. nóvember 2024 09:31 Komum skemmtiferðaskipa í íslenskar hafnir hefur fjölgað töluvert á umliðnum árum. Þeim vexti hefur fylgt áskoranir fyrir samfélögin sem þessum skipum þjóna en jafnframt tækifæri fyrir hafnir og ferðaþjónustufyrirtæki. Örlítill samdráttur virðist hafa verið á þessu ári og útlit fyrir að sama verði upp á teningnum á því næsta. Við þessar aðstæður ætla stjórnvöld nú að kalla fram mikla óvissu í greininni með tveimur skyndilegum breytingum á skattaumhverfi hennar. Höfundar þessarar greinar telja að vanda verði betur til við slíkar ákvarðanir og skora á Alþingi að fresta þeim áformum á meðan líkleg áhrif þeirra verði metin. Hafnir landsins eru í þann mund eða hafa þegar tekið ákvarðanir um stórar fjárfestingar sem ætlað er að þjónusta þessum geira, en mögulegt er að með þessum breytingum verði forsendur fyrir þeim ákvörðunum snúið á hvolf. Áskoranirnar sem skemmtiferðaskipum fylgja eru ýmiskonar, bæði varðandi áhrif þeirra á umhverfið og skattalega umgjörð og eðlilegt að gerðar séu auknar kröfur til þeirra vegna beggja þátta. Hins vegur hefur fyrrgreind aukning í komu skemmtiferðaskipa nokkra kosti sem vert er að hafa í huga: Í fyrsta lagi dreifa skemmtiferðaskip ferðamönnum betur um landið en aðrar greinar ferðaþjónustunnar. Þannig hafa bæjir og þorp fjarri SV-horni landsins notið góðs af komu þessara skipa. Í öðru lagi felst ákveðin áhættudreifing fyrir ferðaþjónustuna að hafa tekjur af þessari grein sem lítur öðrum lögmálum en ferðamenn sem koma með flugi. Að jafnaði bóka skipin komu sína með 4ra ára fyrirvara og því er fyrirsjánleikinn töluverður. Yfir 85% ferðamanna sem heimsækja Ísland koma um Keflavíkurflugvöll, flestir hinna með ferju til Seyðisfjarðar eða skemmtiferðaskipum. Einhverjum gæti þótt það of lítil áhættudreifing. Í þriðja lagi gista farþegar skemmtiferðaskipa um borð í skipinu á meðan viðkomu stendur og eru því ekki í samkeppni við almenning um húsnæði, en húsnæðisvandinn virðist vera eitt helsta viðfangsefni stjórnmálanna nú um stundir. Í fjórða lagi hefur losun frá ferjum og skemmtiferðaskipum verið felld undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir (s.k. ETS-kerfi). Það þýðir að skipafélögin verða að vera sér úti um losunarkvóta hyggist þau sigla innan efnahagslögsögu ESB og EES ríkja. Ferðamaður sem kemur til Íslands með ferju eða skemmtiferðaskipi veldur því ekki aukningu í losun. Það gerir hann hins vegar komi hann fljúgandi því flug til og frá Íslandi hefur fengið undanþágu frá þessari innleiðingu. Eðlilegt er að hið opinbera horfi til þess að hámarka opinberar tekjur af komum skemmtiferðaskipa til landsins. Ólíklegt verður að teljast að þessi aðgerð leiði til þess, og hugsanlegt að hún leiði til hins gagnstæða og þar með aukinnar þarfar á annarri tekjuöflun hins opinbera eða niðurskurð útgjalda. Höfundar eru: Lúðvík Geirsson, hafnarstjóri Hafnafjarðarhafnar og formaður Hafnasambands Íslands Gunnar Tryggvason, hafnarstjóri Faxaflóahafna Pétur Ólafsson, hafnarstjóri Hafnasamlags Norðurlands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skemmtiferðaskip á Íslandi Hafnarmál Mest lesið Lærdómur ársins 2024 Arnar Þór Jónsson Skoðun Orkuskipti fyrir betri heim Ívar Kristinn Jasonarson Skoðun Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Veruleikinn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun RS veiran – blikur á lofti Valtýr Stefánsson Thors Skoðun Jólaóskalisti Viðskiptaráðs Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Hinsegin réttindi til framtíðar Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kristmundur Pétursson,Vera Illugadóttir,Jóhannes Þór Skúlason,Hannes Sasi Pálsson,Hrönn Svansdóttir,Sveinn Kjartansson Skoðun Upplýsingaóreiða í boði ASÍ Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hryggjarstykki jólanna Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Veruleikinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lærdómur ársins 2024 Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Orkuskipti fyrir betri heim Ívar Kristinn Jasonarson skrifar Skoðun Þetta var ekki skipulagsslys heldur skemmdarverk Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kórtónleikar í desember Ásdís Björg Gestsdóttir skrifar Skoðun Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir skrifar Skoðun Eru háskólar á dagskrá? Magnús Karl Magnússon,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Hinsegin réttindi til framtíðar Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kristmundur Pétursson,Vera Illugadóttir,Jóhannes Þór Skúlason,Hannes Sasi Pálsson,Hrönn Svansdóttir,Sveinn Kjartansson skrifar Skoðun Jólaóskalisti Viðskiptaráðs Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hryggjarstykki jólanna Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Lyfsalar og heilbrigðisráðuneyti - í bergmálshelli? Már Egilsson skrifar Skoðun RS veiran – blikur á lofti Valtýr Stefánsson Thors skrifar Skoðun Matvælaöryggi og matvælaöryggismenning Hanna Lóa Skúladóttir,Guðrún Adolfsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða í boði ASÍ Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun II Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Sjá meira
Komum skemmtiferðaskipa í íslenskar hafnir hefur fjölgað töluvert á umliðnum árum. Þeim vexti hefur fylgt áskoranir fyrir samfélögin sem þessum skipum þjóna en jafnframt tækifæri fyrir hafnir og ferðaþjónustufyrirtæki. Örlítill samdráttur virðist hafa verið á þessu ári og útlit fyrir að sama verði upp á teningnum á því næsta. Við þessar aðstæður ætla stjórnvöld nú að kalla fram mikla óvissu í greininni með tveimur skyndilegum breytingum á skattaumhverfi hennar. Höfundar þessarar greinar telja að vanda verði betur til við slíkar ákvarðanir og skora á Alþingi að fresta þeim áformum á meðan líkleg áhrif þeirra verði metin. Hafnir landsins eru í þann mund eða hafa þegar tekið ákvarðanir um stórar fjárfestingar sem ætlað er að þjónusta þessum geira, en mögulegt er að með þessum breytingum verði forsendur fyrir þeim ákvörðunum snúið á hvolf. Áskoranirnar sem skemmtiferðaskipum fylgja eru ýmiskonar, bæði varðandi áhrif þeirra á umhverfið og skattalega umgjörð og eðlilegt að gerðar séu auknar kröfur til þeirra vegna beggja þátta. Hins vegur hefur fyrrgreind aukning í komu skemmtiferðaskipa nokkra kosti sem vert er að hafa í huga: Í fyrsta lagi dreifa skemmtiferðaskip ferðamönnum betur um landið en aðrar greinar ferðaþjónustunnar. Þannig hafa bæjir og þorp fjarri SV-horni landsins notið góðs af komu þessara skipa. Í öðru lagi felst ákveðin áhættudreifing fyrir ferðaþjónustuna að hafa tekjur af þessari grein sem lítur öðrum lögmálum en ferðamenn sem koma með flugi. Að jafnaði bóka skipin komu sína með 4ra ára fyrirvara og því er fyrirsjánleikinn töluverður. Yfir 85% ferðamanna sem heimsækja Ísland koma um Keflavíkurflugvöll, flestir hinna með ferju til Seyðisfjarðar eða skemmtiferðaskipum. Einhverjum gæti þótt það of lítil áhættudreifing. Í þriðja lagi gista farþegar skemmtiferðaskipa um borð í skipinu á meðan viðkomu stendur og eru því ekki í samkeppni við almenning um húsnæði, en húsnæðisvandinn virðist vera eitt helsta viðfangsefni stjórnmálanna nú um stundir. Í fjórða lagi hefur losun frá ferjum og skemmtiferðaskipum verið felld undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir (s.k. ETS-kerfi). Það þýðir að skipafélögin verða að vera sér úti um losunarkvóta hyggist þau sigla innan efnahagslögsögu ESB og EES ríkja. Ferðamaður sem kemur til Íslands með ferju eða skemmtiferðaskipi veldur því ekki aukningu í losun. Það gerir hann hins vegar komi hann fljúgandi því flug til og frá Íslandi hefur fengið undanþágu frá þessari innleiðingu. Eðlilegt er að hið opinbera horfi til þess að hámarka opinberar tekjur af komum skemmtiferðaskipa til landsins. Ólíklegt verður að teljast að þessi aðgerð leiði til þess, og hugsanlegt að hún leiði til hins gagnstæða og þar með aukinnar þarfar á annarri tekjuöflun hins opinbera eða niðurskurð útgjalda. Höfundar eru: Lúðvík Geirsson, hafnarstjóri Hafnafjarðarhafnar og formaður Hafnasambands Íslands Gunnar Tryggvason, hafnarstjóri Faxaflóahafna Pétur Ólafsson, hafnarstjóri Hafnasamlags Norðurlands
Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun
Hinsegin réttindi til framtíðar Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kristmundur Pétursson,Vera Illugadóttir,Jóhannes Þór Skúlason,Hannes Sasi Pálsson,Hrönn Svansdóttir,Sveinn Kjartansson Skoðun
Skoðun Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir skrifar
Skoðun Hinsegin réttindi til framtíðar Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kristmundur Pétursson,Vera Illugadóttir,Jóhannes Þór Skúlason,Hannes Sasi Pálsson,Hrönn Svansdóttir,Sveinn Kjartansson skrifar
Skoðun Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun
Hinsegin réttindi til framtíðar Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kristmundur Pétursson,Vera Illugadóttir,Jóhannes Þór Skúlason,Hannes Sasi Pálsson,Hrönn Svansdóttir,Sveinn Kjartansson Skoðun