Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar 13. nóvember 2024 10:01 Maðurinn minn er breskur en elskar íslenskar hefðir. Eitt af því sem hann heillast af eru eftirnöfnin -dóttir, -son og -bur. Hann vill halda í bresku hefð og láta ættarnafnið sitt ganga niður til barna okkar og stakk hann upp á því að börnin okkar bæru ættarnafnið hans en væru einnig Heiðubörn. Undanfarið hefur umfjöllun um Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum til að bæta stöðu kynsegin fólks farið á flug. Ég mæli þó með því að fólk kynni sér frumvarpið áður en það fer að tala í hástöfum og hafa áhyggjur af því að einhver ætli að taka af því einhver hlutverk eða réttindi. Frumvarpinu er nefnilega einungis ætlað að jafna réttindi fólk og passa að allir hópar sitji að sama borði. Ég hef til dæmis heyrt því fleygt fram að nái frumvarpið fram að ganga fái afar ekki að kalla sig afa lengur. Það er alls ekki tilfellið, nema síður sé. Það er einungis verið að bæta við flóruna og passa að aðrir hópar þeirra sem eiga barnabörn og barnabörnin sjálf njóti sömu réttinda og afarnir. Lögin í dag hljóma svona: ,,Heimilt er að ófeðrað barn sé kennt til afa síns.“ (8.gr. Lög um mannanöfn). Með breytingunni munu lögin hljóma svona: ,, Heimilt er að ófeðrað barn sé kennt til foreldris foreldris síns.” Sem þýðir að þar er ömmu bætt við sem og kynsegin aðila sem á barnabarn. Ef við hjónin ættum barnabarn eins og lögin eru núna mættu þau ekki kenna sig við mig, ömmuna, heldur bara eiginmann minn. Ég sé því ekki annað en að þetta sé til bóta. Viðreisn styður þetta frumvarp enda er frelsi ein af grunnstoðum flokksins. Það á við um þegar það skaðar ekki aðra. Í þessu tilfelli er verið að stuðla að auknu jafnrétti og verið að standa vörð um frelsi fólks. Það að einn hópur fái réttindi til jafns á við aðra hópa þýðir ekki skerðing á rétti annarra. Það getur verið öllum hollt að anda ofan í maga, tala við fólk og kynna sér mál áður en ráðist er til atlögu á lyklaborðið. Fulltrúar Viðreisnar eru tilbúin að taka spjallið og ræða þessi og fleiri frelsismál. Ég er stolt af því að tilheyra hópi fólks sem vill að allir tilheyri og fái pláss, flokki sem stuðlar að frelsi og réttlæti. Höfundur er frambjóðandi í 2. sæti á lista Viðreisnar fyrir komandi alþingiskosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Mannanöfn Heiða Ingimarsdóttir Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Maðurinn minn er breskur en elskar íslenskar hefðir. Eitt af því sem hann heillast af eru eftirnöfnin -dóttir, -son og -bur. Hann vill halda í bresku hefð og láta ættarnafnið sitt ganga niður til barna okkar og stakk hann upp á því að börnin okkar bæru ættarnafnið hans en væru einnig Heiðubörn. Undanfarið hefur umfjöllun um Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum til að bæta stöðu kynsegin fólks farið á flug. Ég mæli þó með því að fólk kynni sér frumvarpið áður en það fer að tala í hástöfum og hafa áhyggjur af því að einhver ætli að taka af því einhver hlutverk eða réttindi. Frumvarpinu er nefnilega einungis ætlað að jafna réttindi fólk og passa að allir hópar sitji að sama borði. Ég hef til dæmis heyrt því fleygt fram að nái frumvarpið fram að ganga fái afar ekki að kalla sig afa lengur. Það er alls ekki tilfellið, nema síður sé. Það er einungis verið að bæta við flóruna og passa að aðrir hópar þeirra sem eiga barnabörn og barnabörnin sjálf njóti sömu réttinda og afarnir. Lögin í dag hljóma svona: ,,Heimilt er að ófeðrað barn sé kennt til afa síns.“ (8.gr. Lög um mannanöfn). Með breytingunni munu lögin hljóma svona: ,, Heimilt er að ófeðrað barn sé kennt til foreldris foreldris síns.” Sem þýðir að þar er ömmu bætt við sem og kynsegin aðila sem á barnabarn. Ef við hjónin ættum barnabarn eins og lögin eru núna mættu þau ekki kenna sig við mig, ömmuna, heldur bara eiginmann minn. Ég sé því ekki annað en að þetta sé til bóta. Viðreisn styður þetta frumvarp enda er frelsi ein af grunnstoðum flokksins. Það á við um þegar það skaðar ekki aðra. Í þessu tilfelli er verið að stuðla að auknu jafnrétti og verið að standa vörð um frelsi fólks. Það að einn hópur fái réttindi til jafns á við aðra hópa þýðir ekki skerðing á rétti annarra. Það getur verið öllum hollt að anda ofan í maga, tala við fólk og kynna sér mál áður en ráðist er til atlögu á lyklaborðið. Fulltrúar Viðreisnar eru tilbúin að taka spjallið og ræða þessi og fleiri frelsismál. Ég er stolt af því að tilheyra hópi fólks sem vill að allir tilheyri og fái pláss, flokki sem stuðlar að frelsi og réttlæti. Höfundur er frambjóðandi í 2. sæti á lista Viðreisnar fyrir komandi alþingiskosningar.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun