Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar 13. nóvember 2024 18:31 Ójöfnuður í samfélagi hefur mjög neikvæðar afleiðingar sem ná bæði til efnahagslegra og félagslegra þátta. Efnahagslegur ójöfnuður, þar sem stór munur er á tekjum og eignum milli hópa, getur leiðir til minni félagslegs hreyfanleika og takmarkar tækifæri til framfara hjá þeim sem minna mega sín. Þetta skapar hindranir fyrir þá sem búa við fátækt eða jaðarstöðu, þar sem aðgengi að menntun, heilsugæslu og öðrum grunnþörfum takmarkast. Slíkt umhverfi dregur líka úr framtaksvilja og áhuga einstaklinga á að bæta hag sinn og þarmeð samfélagið í heild. Auk þess veldur ójöfnuður alltaf aukinni félagslegri spennu og átökum milli ólíkra hópa í samfélaginu. Þegar mikill munur er á lífsskilyrðum fólks eykst tilfinning fyrir óréttlæti og óánægju, sem leiðir til félagslegrar upplausnar og jafnvel aukins ofbeldis. Þessi spenna eykur ekki aðeins streitu og vanlíðan meðal fólks heldur veikir einnig traust á stjórnvöldum og opinberum stofnunum, þar sem fólk telur að réttlæti og jöfnuður séu ekki tryggð. Ójöfnuður hefur einnig áhrif á heilsu samfélagsins í heild sinni. Rannsóknir hafa sýnt að samfélög með mikinn ójöfnuð glíma við verri heilsufarslegar útkomur, svo sem hærri tíðni líkamlegra og andlegra sjúkdóma. Þar að auki hefur ójöfnuður áhrif á efnahagslega framleiðni. Þegar stórir hópar samfélagsins hafa lítið svigrúm til að bæta lífsskilyrði sín er erfiðara fyrir samfélagið að vaxa og þróast. Samfélag með miklum ójöfnuði stendur frammi fyrir áhættu á stöðnun og getur ekki nýtt hæfileika allra íbúa til fulls, sem dregur úr möguleikum á nýsköpun og þróun. Það er þetta sem við erum að sjá sem afleiðingu nýfrjálshyggjunnar, stefnu sem hægrið heldur á lofti og aðhyllist svipað og trúaðir trúarbrögð. Þessi stefna, sem Sjálfstæðisflokkurinn, Miðflokkurinn og Viðreisn eru áköfustu málsvarar fyrir með Framsóknarflokkinn í eftirdragi, brýtur niður samfélög og veikir alla innviði samfélagsins og safnar þannig skuldum gagnvart komandi kynslóðum. Dæmi um innviða skuldir sem við sjáum nú þegar eru í heilbrigðiskerfinu, menntakerfinu, samgöngumálum og síðast en ekki síst í loftlagsmálum þar sem skuldin er líklega stærst. Við verðum að hverfa af þessari braut, þessari óhefluðu kapítalísku braut, og finna nýjar sjálfbærar leiðir inn í framtíðina. Það verður ekki gert með því að kjósa aftur það sama 30. nóvember, fjórflokkurinn er allur sem einn á blindgötu, við þurfum eitthvað nýtt og róttækt sem leiðir okkur fram á við. Það sem við nú þekkjum sem nýfrjálshyggju, óheftaður kapítalismi „laissez-faire” , hafði annað nafn áður og það var gamall frjálshyggjukapítalismi eða „classical liberalism” sem var ríkjandi fyrir fyrri heimsstyrjöld og einkenndist þá sem nú af lágmarksafskiptum ríkisins af atvinnulífi og markaðsmálum. Á kreppuárunum milli stríða var það öllum ljóst að þetta var ógæfuspor og „gamaldags”, hafði hörmulegar afleiðingar í ójöfnuði og misskiptingu. Við erum komin á sama stað nú, við sjáum að Nýfrjálshyggjan „neolibaralism” er nákvæmlega það sama og hefur sömu afleiðingar. Því miður tíndu sósíaldemokratiskir flokkar á Vesturlöndum þessari vitneskju einhvers staðar á leiðinni í nýfrjálshyggjunni og eingöngu sósialistískir flokkar hafa haldið henni á lofti. Í næstu kosningum kemur því aðeins til greina að kjósa Sósíalistaflokkinn ef jöfnuður og réttlæti í samfélaginu er í fyrirrúmi. Höfundur er sósíalisti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reynir Böðvarsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson skrifar Skoðun Bók ársins Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Það hefði mátt hlusta á FÍB Runólfur Ólafsson skrifar Sjá meira
Ójöfnuður í samfélagi hefur mjög neikvæðar afleiðingar sem ná bæði til efnahagslegra og félagslegra þátta. Efnahagslegur ójöfnuður, þar sem stór munur er á tekjum og eignum milli hópa, getur leiðir til minni félagslegs hreyfanleika og takmarkar tækifæri til framfara hjá þeim sem minna mega sín. Þetta skapar hindranir fyrir þá sem búa við fátækt eða jaðarstöðu, þar sem aðgengi að menntun, heilsugæslu og öðrum grunnþörfum takmarkast. Slíkt umhverfi dregur líka úr framtaksvilja og áhuga einstaklinga á að bæta hag sinn og þarmeð samfélagið í heild. Auk þess veldur ójöfnuður alltaf aukinni félagslegri spennu og átökum milli ólíkra hópa í samfélaginu. Þegar mikill munur er á lífsskilyrðum fólks eykst tilfinning fyrir óréttlæti og óánægju, sem leiðir til félagslegrar upplausnar og jafnvel aukins ofbeldis. Þessi spenna eykur ekki aðeins streitu og vanlíðan meðal fólks heldur veikir einnig traust á stjórnvöldum og opinberum stofnunum, þar sem fólk telur að réttlæti og jöfnuður séu ekki tryggð. Ójöfnuður hefur einnig áhrif á heilsu samfélagsins í heild sinni. Rannsóknir hafa sýnt að samfélög með mikinn ójöfnuð glíma við verri heilsufarslegar útkomur, svo sem hærri tíðni líkamlegra og andlegra sjúkdóma. Þar að auki hefur ójöfnuður áhrif á efnahagslega framleiðni. Þegar stórir hópar samfélagsins hafa lítið svigrúm til að bæta lífsskilyrði sín er erfiðara fyrir samfélagið að vaxa og þróast. Samfélag með miklum ójöfnuði stendur frammi fyrir áhættu á stöðnun og getur ekki nýtt hæfileika allra íbúa til fulls, sem dregur úr möguleikum á nýsköpun og þróun. Það er þetta sem við erum að sjá sem afleiðingu nýfrjálshyggjunnar, stefnu sem hægrið heldur á lofti og aðhyllist svipað og trúaðir trúarbrögð. Þessi stefna, sem Sjálfstæðisflokkurinn, Miðflokkurinn og Viðreisn eru áköfustu málsvarar fyrir með Framsóknarflokkinn í eftirdragi, brýtur niður samfélög og veikir alla innviði samfélagsins og safnar þannig skuldum gagnvart komandi kynslóðum. Dæmi um innviða skuldir sem við sjáum nú þegar eru í heilbrigðiskerfinu, menntakerfinu, samgöngumálum og síðast en ekki síst í loftlagsmálum þar sem skuldin er líklega stærst. Við verðum að hverfa af þessari braut, þessari óhefluðu kapítalísku braut, og finna nýjar sjálfbærar leiðir inn í framtíðina. Það verður ekki gert með því að kjósa aftur það sama 30. nóvember, fjórflokkurinn er allur sem einn á blindgötu, við þurfum eitthvað nýtt og róttækt sem leiðir okkur fram á við. Það sem við nú þekkjum sem nýfrjálshyggju, óheftaður kapítalismi „laissez-faire” , hafði annað nafn áður og það var gamall frjálshyggjukapítalismi eða „classical liberalism” sem var ríkjandi fyrir fyrri heimsstyrjöld og einkenndist þá sem nú af lágmarksafskiptum ríkisins af atvinnulífi og markaðsmálum. Á kreppuárunum milli stríða var það öllum ljóst að þetta var ógæfuspor og „gamaldags”, hafði hörmulegar afleiðingar í ójöfnuði og misskiptingu. Við erum komin á sama stað nú, við sjáum að Nýfrjálshyggjan „neolibaralism” er nákvæmlega það sama og hefur sömu afleiðingar. Því miður tíndu sósíaldemokratiskir flokkar á Vesturlöndum þessari vitneskju einhvers staðar á leiðinni í nýfrjálshyggjunni og eingöngu sósialistískir flokkar hafa haldið henni á lofti. Í næstu kosningum kemur því aðeins til greina að kjósa Sósíalistaflokkinn ef jöfnuður og réttlæti í samfélaginu er í fyrirrúmi. Höfundur er sósíalisti.
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun