Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar 13. nóvember 2024 18:31 Ójöfnuður í samfélagi hefur mjög neikvæðar afleiðingar sem ná bæði til efnahagslegra og félagslegra þátta. Efnahagslegur ójöfnuður, þar sem stór munur er á tekjum og eignum milli hópa, getur leiðir til minni félagslegs hreyfanleika og takmarkar tækifæri til framfara hjá þeim sem minna mega sín. Þetta skapar hindranir fyrir þá sem búa við fátækt eða jaðarstöðu, þar sem aðgengi að menntun, heilsugæslu og öðrum grunnþörfum takmarkast. Slíkt umhverfi dregur líka úr framtaksvilja og áhuga einstaklinga á að bæta hag sinn og þarmeð samfélagið í heild. Auk þess veldur ójöfnuður alltaf aukinni félagslegri spennu og átökum milli ólíkra hópa í samfélaginu. Þegar mikill munur er á lífsskilyrðum fólks eykst tilfinning fyrir óréttlæti og óánægju, sem leiðir til félagslegrar upplausnar og jafnvel aukins ofbeldis. Þessi spenna eykur ekki aðeins streitu og vanlíðan meðal fólks heldur veikir einnig traust á stjórnvöldum og opinberum stofnunum, þar sem fólk telur að réttlæti og jöfnuður séu ekki tryggð. Ójöfnuður hefur einnig áhrif á heilsu samfélagsins í heild sinni. Rannsóknir hafa sýnt að samfélög með mikinn ójöfnuð glíma við verri heilsufarslegar útkomur, svo sem hærri tíðni líkamlegra og andlegra sjúkdóma. Þar að auki hefur ójöfnuður áhrif á efnahagslega framleiðni. Þegar stórir hópar samfélagsins hafa lítið svigrúm til að bæta lífsskilyrði sín er erfiðara fyrir samfélagið að vaxa og þróast. Samfélag með miklum ójöfnuði stendur frammi fyrir áhættu á stöðnun og getur ekki nýtt hæfileika allra íbúa til fulls, sem dregur úr möguleikum á nýsköpun og þróun. Það er þetta sem við erum að sjá sem afleiðingu nýfrjálshyggjunnar, stefnu sem hægrið heldur á lofti og aðhyllist svipað og trúaðir trúarbrögð. Þessi stefna, sem Sjálfstæðisflokkurinn, Miðflokkurinn og Viðreisn eru áköfustu málsvarar fyrir með Framsóknarflokkinn í eftirdragi, brýtur niður samfélög og veikir alla innviði samfélagsins og safnar þannig skuldum gagnvart komandi kynslóðum. Dæmi um innviða skuldir sem við sjáum nú þegar eru í heilbrigðiskerfinu, menntakerfinu, samgöngumálum og síðast en ekki síst í loftlagsmálum þar sem skuldin er líklega stærst. Við verðum að hverfa af þessari braut, þessari óhefluðu kapítalísku braut, og finna nýjar sjálfbærar leiðir inn í framtíðina. Það verður ekki gert með því að kjósa aftur það sama 30. nóvember, fjórflokkurinn er allur sem einn á blindgötu, við þurfum eitthvað nýtt og róttækt sem leiðir okkur fram á við. Það sem við nú þekkjum sem nýfrjálshyggju, óheftaður kapítalismi „laissez-faire” , hafði annað nafn áður og það var gamall frjálshyggjukapítalismi eða „classical liberalism” sem var ríkjandi fyrir fyrri heimsstyrjöld og einkenndist þá sem nú af lágmarksafskiptum ríkisins af atvinnulífi og markaðsmálum. Á kreppuárunum milli stríða var það öllum ljóst að þetta var ógæfuspor og „gamaldags”, hafði hörmulegar afleiðingar í ójöfnuði og misskiptingu. Við erum komin á sama stað nú, við sjáum að Nýfrjálshyggjan „neolibaralism” er nákvæmlega það sama og hefur sömu afleiðingar. Því miður tíndu sósíaldemokratiskir flokkar á Vesturlöndum þessari vitneskju einhvers staðar á leiðinni í nýfrjálshyggjunni og eingöngu sósialistískir flokkar hafa haldið henni á lofti. Í næstu kosningum kemur því aðeins til greina að kjósa Sósíalistaflokkinn ef jöfnuður og réttlæti í samfélaginu er í fyrirrúmi. Höfundur er sósíalisti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reynir Böðvarsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Múslimar Evrópu einangraðir Fastir pennar Álitsgjafinn Jón Kaldal Fastir pennar Aðhaldsleysi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Lærum af reynslunni Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Tilfinningar og eiginhagsmunir Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Ísland á jaðrinum Auðunn Arnórsson Fastir pennar Tímamót Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Lending í sátt Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Fastir pennar Á matarslóðum Fastir pennar Prófsteinn í orkunýtingarmálum Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Skoðun Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Ójöfnuður í samfélagi hefur mjög neikvæðar afleiðingar sem ná bæði til efnahagslegra og félagslegra þátta. Efnahagslegur ójöfnuður, þar sem stór munur er á tekjum og eignum milli hópa, getur leiðir til minni félagslegs hreyfanleika og takmarkar tækifæri til framfara hjá þeim sem minna mega sín. Þetta skapar hindranir fyrir þá sem búa við fátækt eða jaðarstöðu, þar sem aðgengi að menntun, heilsugæslu og öðrum grunnþörfum takmarkast. Slíkt umhverfi dregur líka úr framtaksvilja og áhuga einstaklinga á að bæta hag sinn og þarmeð samfélagið í heild. Auk þess veldur ójöfnuður alltaf aukinni félagslegri spennu og átökum milli ólíkra hópa í samfélaginu. Þegar mikill munur er á lífsskilyrðum fólks eykst tilfinning fyrir óréttlæti og óánægju, sem leiðir til félagslegrar upplausnar og jafnvel aukins ofbeldis. Þessi spenna eykur ekki aðeins streitu og vanlíðan meðal fólks heldur veikir einnig traust á stjórnvöldum og opinberum stofnunum, þar sem fólk telur að réttlæti og jöfnuður séu ekki tryggð. Ójöfnuður hefur einnig áhrif á heilsu samfélagsins í heild sinni. Rannsóknir hafa sýnt að samfélög með mikinn ójöfnuð glíma við verri heilsufarslegar útkomur, svo sem hærri tíðni líkamlegra og andlegra sjúkdóma. Þar að auki hefur ójöfnuður áhrif á efnahagslega framleiðni. Þegar stórir hópar samfélagsins hafa lítið svigrúm til að bæta lífsskilyrði sín er erfiðara fyrir samfélagið að vaxa og þróast. Samfélag með miklum ójöfnuði stendur frammi fyrir áhættu á stöðnun og getur ekki nýtt hæfileika allra íbúa til fulls, sem dregur úr möguleikum á nýsköpun og þróun. Það er þetta sem við erum að sjá sem afleiðingu nýfrjálshyggjunnar, stefnu sem hægrið heldur á lofti og aðhyllist svipað og trúaðir trúarbrögð. Þessi stefna, sem Sjálfstæðisflokkurinn, Miðflokkurinn og Viðreisn eru áköfustu málsvarar fyrir með Framsóknarflokkinn í eftirdragi, brýtur niður samfélög og veikir alla innviði samfélagsins og safnar þannig skuldum gagnvart komandi kynslóðum. Dæmi um innviða skuldir sem við sjáum nú þegar eru í heilbrigðiskerfinu, menntakerfinu, samgöngumálum og síðast en ekki síst í loftlagsmálum þar sem skuldin er líklega stærst. Við verðum að hverfa af þessari braut, þessari óhefluðu kapítalísku braut, og finna nýjar sjálfbærar leiðir inn í framtíðina. Það verður ekki gert með því að kjósa aftur það sama 30. nóvember, fjórflokkurinn er allur sem einn á blindgötu, við þurfum eitthvað nýtt og róttækt sem leiðir okkur fram á við. Það sem við nú þekkjum sem nýfrjálshyggju, óheftaður kapítalismi „laissez-faire” , hafði annað nafn áður og það var gamall frjálshyggjukapítalismi eða „classical liberalism” sem var ríkjandi fyrir fyrri heimsstyrjöld og einkenndist þá sem nú af lágmarksafskiptum ríkisins af atvinnulífi og markaðsmálum. Á kreppuárunum milli stríða var það öllum ljóst að þetta var ógæfuspor og „gamaldags”, hafði hörmulegar afleiðingar í ójöfnuði og misskiptingu. Við erum komin á sama stað nú, við sjáum að Nýfrjálshyggjan „neolibaralism” er nákvæmlega það sama og hefur sömu afleiðingar. Því miður tíndu sósíaldemokratiskir flokkar á Vesturlöndum þessari vitneskju einhvers staðar á leiðinni í nýfrjálshyggjunni og eingöngu sósialistískir flokkar hafa haldið henni á lofti. Í næstu kosningum kemur því aðeins til greina að kjósa Sósíalistaflokkinn ef jöfnuður og réttlæti í samfélaginu er í fyrirrúmi. Höfundur er sósíalisti.
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar