Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar 13. nóvember 2024 14:45 Allir landsmenn eiga að hafa öruggt aðgengi að heilbrigðisþjónustu, óháð efnahag og búsetu. Góðar samgöngur í okkar dreifbýla landi skipta þar lykilmáli. Margir íbúar Norðvesturkjördæmis þurfa að sækja heilbrigðisþjónustu um langan veg, yfir heiðar eða undir hættulegum hlíðum, auk þess að búa við takmarkaða vetrarþjónustu sem getur heft för. Fyrsta hjálp getur skipt sköpum. Fyrir fjölskylduvæn samfélög á landsbyggðinni er öruggt aðgengi að heilbrigðisþjónustu ásamt öruggum samgöngum, traustum fjarskiptum og fjölbreyttum atvinnutækifærum grundvallaratriði. Sérhæfingin og samþjöppun þjónustu í heilbrigðiskerfinu hefur að hluta bitnað á aðgengi heimila í dreifðum byggðum að heilbrigðisþjónustu. Leita þarf leiða til að tryggja þjónustu sérfræðilækna á heilsugæslunni. Samfylkingin leggur til að þetta verði gert í gegnum næstu samninga við sérgreinalækna þar sem lögð verði áhersla á að jafna aðgengi um land allt enda er þjónustan fjármögnuð úr sameiginlegum sjóðum landsmanna. Styrkja þarf fyrsta viðbragð um land allt og stytta viðbragðstíma, m.a. með sjúkra- og björgunarþyrlum. Eitt af því sem myndi skipta sköpum væri að fjölga í þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar og staðsetja eina sérútbúna sjúkra- og björgunarþyrlu utan höfuðborgarsvæðisins. Tryggja verður öryggi sjúklinga og hann á ekki að greiða flutninginn úr eigin vasa. Þess vegna vill Samfylkingin setja aukin kraft í styrkingu sjúkraflutninga og niðurgreiðslu ferðakostnaðar til að taka á áhrifum af samþjöppun í heilbrigðiskerfinu á undanförnum áratugum Vinna þarf áfram að hærra menntunarstigi sjúkraflutningafólks, ekki síst í dreifbýli þar sem fyrsta viðbragð skiptir mestu máli. Fyrsta hjálp á staðnum getur bjargað mannslífum. Samfylkingin vill uppfæra greiðsluþátttöku hins opinbera þegar heilbrigðisþjónusta er sótt um langan veg og taka þarf tekjutap fjölskyldna inn í reikninginn. Breyta þarf reglum þannig að greiðsluþátttakan nái einnig til fyrirbyggjandi meðferða. Við getum ekki látið efnahag eða búsetu fólks verða til þess að það leiti sér ekki læknisþjónustu eða fyrirbyggjandi meðferða. Heilbrigðiskerfið skiptir okkur öll máli og við verðum að halda áfram að þróa það svo það geti betur þjónað landsmönnum öllum í breyttum samfélagi. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arna Lára Jónsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samgöngur Heilbrigðismál Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Sjá meira
Allir landsmenn eiga að hafa öruggt aðgengi að heilbrigðisþjónustu, óháð efnahag og búsetu. Góðar samgöngur í okkar dreifbýla landi skipta þar lykilmáli. Margir íbúar Norðvesturkjördæmis þurfa að sækja heilbrigðisþjónustu um langan veg, yfir heiðar eða undir hættulegum hlíðum, auk þess að búa við takmarkaða vetrarþjónustu sem getur heft för. Fyrsta hjálp getur skipt sköpum. Fyrir fjölskylduvæn samfélög á landsbyggðinni er öruggt aðgengi að heilbrigðisþjónustu ásamt öruggum samgöngum, traustum fjarskiptum og fjölbreyttum atvinnutækifærum grundvallaratriði. Sérhæfingin og samþjöppun þjónustu í heilbrigðiskerfinu hefur að hluta bitnað á aðgengi heimila í dreifðum byggðum að heilbrigðisþjónustu. Leita þarf leiða til að tryggja þjónustu sérfræðilækna á heilsugæslunni. Samfylkingin leggur til að þetta verði gert í gegnum næstu samninga við sérgreinalækna þar sem lögð verði áhersla á að jafna aðgengi um land allt enda er þjónustan fjármögnuð úr sameiginlegum sjóðum landsmanna. Styrkja þarf fyrsta viðbragð um land allt og stytta viðbragðstíma, m.a. með sjúkra- og björgunarþyrlum. Eitt af því sem myndi skipta sköpum væri að fjölga í þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar og staðsetja eina sérútbúna sjúkra- og björgunarþyrlu utan höfuðborgarsvæðisins. Tryggja verður öryggi sjúklinga og hann á ekki að greiða flutninginn úr eigin vasa. Þess vegna vill Samfylkingin setja aukin kraft í styrkingu sjúkraflutninga og niðurgreiðslu ferðakostnaðar til að taka á áhrifum af samþjöppun í heilbrigðiskerfinu á undanförnum áratugum Vinna þarf áfram að hærra menntunarstigi sjúkraflutningafólks, ekki síst í dreifbýli þar sem fyrsta viðbragð skiptir mestu máli. Fyrsta hjálp á staðnum getur bjargað mannslífum. Samfylkingin vill uppfæra greiðsluþátttöku hins opinbera þegar heilbrigðisþjónusta er sótt um langan veg og taka þarf tekjutap fjölskyldna inn í reikninginn. Breyta þarf reglum þannig að greiðsluþátttakan nái einnig til fyrirbyggjandi meðferða. Við getum ekki látið efnahag eða búsetu fólks verða til þess að það leiti sér ekki læknisþjónustu eða fyrirbyggjandi meðferða. Heilbrigðiskerfið skiptir okkur öll máli og við verðum að halda áfram að þróa það svo það geti betur þjónað landsmönnum öllum í breyttum samfélagi. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun