Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 13. nóvember 2024 06:32 Kaupmáttur launa hefur sveiflast þrisvar sinnum meira á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum undanfarna tvo áratug. Fólk finnur fyrir þessum sveiflum og þessu ójafnvægi, ekki síst ungt fólk sem nýlega hefur stofnað heimili. Á sama tíma hafa lítil- og meðalstór fyrirtæki þurft að glíma við ófyrirsjáanlegt og ósamkeppnishæft starfsumhverfi. Þessar kosningar snúast fyrst og fremst um að skapa meira jafnvægi og betri kjör fyrir fólk og lítil - og meðalstór fyrirtæki. Til að ná þessu markmiði mun Viðreisn tala fyrir aukinni forgangsröðun, hagræðingu í ríkisfjármálum og styrkingu samkeppnisinnviða. Það mun leiða til meira jafnvægis og betri kjara. Næsta ríkisstjórn verður að hafa hagsmuni vinnandi fólks og fyrirtækja að leiðarljósi. Það ætlar Viðreisn að gera. Önnur hver króna af verðmætasköpun Í kosningabaráttunni hefur verið rætt um ólíka afstöðu flokka til skattahækkana. Það er mikilvæg umræða. Minna fer hins vegar fyrir umræðu um þá staðreynd að skattbyrði fólks á Íslandi er há í öllum alþjóðlegum samanburði. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar hefur nú samþykkt að skattar á lögaðila hækki um 1% árið 2025. Árið 2023 voru um 1.600 milljarðar greiddir í skatta til ríkis og sveitarfélaga og 300 milljarðar króna í samtryggingu lífeyrissjóðanna. Það er næstum önnur hver króna af allri verðmætasköpun á Íslandi. Svo miklar álögur á fólk og fyrirtæki kalla eðlilega á heilbrigðar kröfur fólks til þess að innviðir á landinu öllu séu sterkir og að þjónusta sé aðgengileg. Markmið Viðreisnar er einfalt; þjónusta við fólkið í landinu og innviðir eiga að standast samanburð við það besta sem þekkist á hinum Norðurlöndunum. Raunveruleikinn á Íslandi er hins vegar því miður allt annar. Skattfé sem ætti að fara í að bæta samgöngur og betra heilbrigðis- og menntakerfi fer nefnilega í að borga vexti af lánum ríkisins. Vaxtakostnaður er fjórði stærsti útgjaldaliður ríkisins. Á liðnum sjö árum hefur einfaldlega verið farið illa með skattfé almennings. Á næsta ári er útlit fyrir að vaxtakostnaður ríkisins verði 120 milljarðar króna. Þrátt fyrir þessa skattheimtu þá lengjast biðlistar eftir heilbrigðisþjónustu. Eldra fólk liggur á göngum Landspítalans og bíður alltof lengi eftir því að komast á hjúkrunarheimili. Unga fólkið hefur árum saman staðið sig illa í alþjóðlegum samanburði menntunar án þess að það hafi vakið nein sérstök viðbrögð ríkisstjórnarinnar. Löggæsla stendur veik frammi fyrir nýjum veruleika glæpastarfsemi. Vegir og brýr liggja undir skemmdum. Skattahækkanir á vinnandi fólk og fyrirtæki koma ekki til greina En blasir þá ekki við að hækka þarf skatta? Nei, staðan er einfaldlega sú að þeir skattar sem almenningur greiðir á Íslandi eiga að geta staðið undir betri þjónustu og sterkari innviðum. Mikið hefur hins vegar vantað upp á forgangsröðun og ábyrgð í ríkisfjármálum á liðnum sjö árum. Stefna Viðreisnar í skattamálum er einföld. Skattahækkanir á vinnandi fólk og lítil- og meðalstór fyrirtæki koma ekki til greina. Markmiðið til lengri tíma á í raun að vera að leita leiða til að lækka skatta án þess þó að slegið sé af kröfum um aukna velferð á Íslandi. Hagvöxtur sem fólk finnur fyrir Stóra lífsgæðamálið á Íslandi er að nýta skattfé fólks og fyrirtækja betur og um leið að skapa nýjan hagvöxt. Hagvöxt sem fólk finnur fyrir en ekki hagvöxtur sem fyrst og fremst byggir á fólksfjölgun. Þetta verður best gert með hagkvæmari rekstri opinberra stofnana, betri forgangsröðun, aukinni samkeppni á markaði og samtali við þjóðina um nýja og betri atvinnustefnu. Viðreisn vill atvinnustefnu sem miðar að því að auka framleiðni sem birtast mun í auknum kaupmætti launa og meira jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Með því verður hægt að bæta innviði og þjónustu fyrir fólkið í landinu. Ný ríkisstjórn mun taka við eftir tímabil stöðnunar og pólitískrar ósamstöðu. Áralöng óeining og ójafnvægi í ríkisstjórnarsamstarfi hefur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir fólkið í landinu. Nýrrar ríkisstjórnar bíður að skapa ný tækifæri. Viðreisn vill skapa þessi tækifæri með jafnvægi, ábyrgð og forgangsröðun að leiðarljósi. Við erum tilbúin. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Skattar og tollar Verðlag Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir Skoðun Hver vill verða öryrki? Grétar Pétur Geirsson Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Kaupmáttur launa hefur sveiflast þrisvar sinnum meira á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum undanfarna tvo áratug. Fólk finnur fyrir þessum sveiflum og þessu ójafnvægi, ekki síst ungt fólk sem nýlega hefur stofnað heimili. Á sama tíma hafa lítil- og meðalstór fyrirtæki þurft að glíma við ófyrirsjáanlegt og ósamkeppnishæft starfsumhverfi. Þessar kosningar snúast fyrst og fremst um að skapa meira jafnvægi og betri kjör fyrir fólk og lítil - og meðalstór fyrirtæki. Til að ná þessu markmiði mun Viðreisn tala fyrir aukinni forgangsröðun, hagræðingu í ríkisfjármálum og styrkingu samkeppnisinnviða. Það mun leiða til meira jafnvægis og betri kjara. Næsta ríkisstjórn verður að hafa hagsmuni vinnandi fólks og fyrirtækja að leiðarljósi. Það ætlar Viðreisn að gera. Önnur hver króna af verðmætasköpun Í kosningabaráttunni hefur verið rætt um ólíka afstöðu flokka til skattahækkana. Það er mikilvæg umræða. Minna fer hins vegar fyrir umræðu um þá staðreynd að skattbyrði fólks á Íslandi er há í öllum alþjóðlegum samanburði. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar hefur nú samþykkt að skattar á lögaðila hækki um 1% árið 2025. Árið 2023 voru um 1.600 milljarðar greiddir í skatta til ríkis og sveitarfélaga og 300 milljarðar króna í samtryggingu lífeyrissjóðanna. Það er næstum önnur hver króna af allri verðmætasköpun á Íslandi. Svo miklar álögur á fólk og fyrirtæki kalla eðlilega á heilbrigðar kröfur fólks til þess að innviðir á landinu öllu séu sterkir og að þjónusta sé aðgengileg. Markmið Viðreisnar er einfalt; þjónusta við fólkið í landinu og innviðir eiga að standast samanburð við það besta sem þekkist á hinum Norðurlöndunum. Raunveruleikinn á Íslandi er hins vegar því miður allt annar. Skattfé sem ætti að fara í að bæta samgöngur og betra heilbrigðis- og menntakerfi fer nefnilega í að borga vexti af lánum ríkisins. Vaxtakostnaður er fjórði stærsti útgjaldaliður ríkisins. Á liðnum sjö árum hefur einfaldlega verið farið illa með skattfé almennings. Á næsta ári er útlit fyrir að vaxtakostnaður ríkisins verði 120 milljarðar króna. Þrátt fyrir þessa skattheimtu þá lengjast biðlistar eftir heilbrigðisþjónustu. Eldra fólk liggur á göngum Landspítalans og bíður alltof lengi eftir því að komast á hjúkrunarheimili. Unga fólkið hefur árum saman staðið sig illa í alþjóðlegum samanburði menntunar án þess að það hafi vakið nein sérstök viðbrögð ríkisstjórnarinnar. Löggæsla stendur veik frammi fyrir nýjum veruleika glæpastarfsemi. Vegir og brýr liggja undir skemmdum. Skattahækkanir á vinnandi fólk og fyrirtæki koma ekki til greina En blasir þá ekki við að hækka þarf skatta? Nei, staðan er einfaldlega sú að þeir skattar sem almenningur greiðir á Íslandi eiga að geta staðið undir betri þjónustu og sterkari innviðum. Mikið hefur hins vegar vantað upp á forgangsröðun og ábyrgð í ríkisfjármálum á liðnum sjö árum. Stefna Viðreisnar í skattamálum er einföld. Skattahækkanir á vinnandi fólk og lítil- og meðalstór fyrirtæki koma ekki til greina. Markmiðið til lengri tíma á í raun að vera að leita leiða til að lækka skatta án þess þó að slegið sé af kröfum um aukna velferð á Íslandi. Hagvöxtur sem fólk finnur fyrir Stóra lífsgæðamálið á Íslandi er að nýta skattfé fólks og fyrirtækja betur og um leið að skapa nýjan hagvöxt. Hagvöxt sem fólk finnur fyrir en ekki hagvöxtur sem fyrst og fremst byggir á fólksfjölgun. Þetta verður best gert með hagkvæmari rekstri opinberra stofnana, betri forgangsröðun, aukinni samkeppni á markaði og samtali við þjóðina um nýja og betri atvinnustefnu. Viðreisn vill atvinnustefnu sem miðar að því að auka framleiðni sem birtast mun í auknum kaupmætti launa og meira jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Með því verður hægt að bæta innviði og þjónustu fyrir fólkið í landinu. Ný ríkisstjórn mun taka við eftir tímabil stöðnunar og pólitískrar ósamstöðu. Áralöng óeining og ójafnvægi í ríkisstjórnarsamstarfi hefur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir fólkið í landinu. Nýrrar ríkisstjórnar bíður að skapa ný tækifæri. Viðreisn vill skapa þessi tækifæri með jafnvægi, ábyrgð og forgangsröðun að leiðarljósi. Við erum tilbúin. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík suður.
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar