Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar 13. nóvember 2024 07:17 Viðskiptaráð lagði nýlega mat á uppfærða aðgerðaáætlun Íslands í loftslagsmálum og komst að þeirri niðurstöðu að tvær af hverjum þremur loftslagsaðgerðum hafi neikvæð efnahagsleg áhrif. Þegar svona kostnaðargreiningar eru framkvæmdar er hins vegar aldrei tekið með í reikninginn hvað það kostar að gera ekki neitt. Hvað ætli það kosti okkur? Það þarf ekki að fara langt til þess að finna dæmi. Fyrir ári síðan skall á eldgos við Sundhnúkagíga og um 3500 manns þurftu að flýja heimili sín. Alls er áætlaður stuðningur ríkissjóðs við Grindavík árin 2023 og 2024 um 80 milljarðar króna. Árið 2020 féll stærsta aurskriða sem fallið hefur á byggð á Íslandi á Seyðisfirði vegna mikillar rigningar. Kostnaður ríkisins við uppbyggingarstarf á Seyðisfirði var metinn á um hálfan milljarð. Þótt eldgosið við Sundhnúkagíga hafi ekki verið afleiðing loftslagsbreytinga varpa bæði þessara dæma fram skýra mynd um þau atvik sem verða algengari með loftslagsbreytingum og hve kostnaðarsamar náttúruhamfarir geta verið fyrir ríkið. Glöggir lesendur spyrja sig eflaust hvers vegna einungis efnahagurinn er undirstrikaður í ofantöldum hamförum, þar af í atviki sem má kalla eitt stærsta samfélagslega áfall Íslendinga seinustu ára þar sem þúsundir manna misstu heimili sín. Staðreyndin er hins vegar sú að efnahagurinn trompar alltaf allt annað í nútímasamfélagi. Það er ástæðan fyrir því að Viðskiptaráði þykir í lagi að undirstrika efnahagslega tapið sem felst í því að tryggja fæðuöryggi, jafnrétti, húsnæðisöryggi, menningu (og efnahagslegt öryggi!) í íslensku samfélagi. Það er grófur miskilningur falinn í því að einangra loftslagsmálin frá öðrum málaflokkum, þar sem loftslagsbreytingar hafa áhrif á allt sem við tökum sem sjálfsögðum hlut. Samfélagið okkar byggir á því loftslagi sem við þekkjum núna. Innviðir okkar og vegir eru byggðir í samræmi við veðurfar, viðráðanlegt verð á matvælum byggir á því að uppskeran bregðist ekki úti í heimi og menningin okkar rís upp úr þeirri náttúrudýrð sem má finna hér á landi. Nú þegar kosningar eru í vændum skiptir máli að hugsa hlutina í sínu heildarsamhengi og spyrja sig hvort þeir stjórnmálaflokkar sem leggja áherslu á ofangreind málefni hugsi um þau í samhengi við veðurfarsbreytingar. Að sama skapi verða loftslagsáherslur að samsvara öðrum samfélagslegum þáttum, því loftslagsmálin snúast ekki einungis um það að vernda umhverfið, heldur að vernda samfélagið. Hugsi stjórnmálamenn ekki um þessi mikilvægu málefni í samhengi við hnattræna hlýnun, byggja kosningarloforð þeirra á fölskum forsendum. Höfundur er meistaranemi í umhverfis- og auðlindafræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Efnahagsmál Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Viðskiptaráð lagði nýlega mat á uppfærða aðgerðaáætlun Íslands í loftslagsmálum og komst að þeirri niðurstöðu að tvær af hverjum þremur loftslagsaðgerðum hafi neikvæð efnahagsleg áhrif. Þegar svona kostnaðargreiningar eru framkvæmdar er hins vegar aldrei tekið með í reikninginn hvað það kostar að gera ekki neitt. Hvað ætli það kosti okkur? Það þarf ekki að fara langt til þess að finna dæmi. Fyrir ári síðan skall á eldgos við Sundhnúkagíga og um 3500 manns þurftu að flýja heimili sín. Alls er áætlaður stuðningur ríkissjóðs við Grindavík árin 2023 og 2024 um 80 milljarðar króna. Árið 2020 féll stærsta aurskriða sem fallið hefur á byggð á Íslandi á Seyðisfirði vegna mikillar rigningar. Kostnaður ríkisins við uppbyggingarstarf á Seyðisfirði var metinn á um hálfan milljarð. Þótt eldgosið við Sundhnúkagíga hafi ekki verið afleiðing loftslagsbreytinga varpa bæði þessara dæma fram skýra mynd um þau atvik sem verða algengari með loftslagsbreytingum og hve kostnaðarsamar náttúruhamfarir geta verið fyrir ríkið. Glöggir lesendur spyrja sig eflaust hvers vegna einungis efnahagurinn er undirstrikaður í ofantöldum hamförum, þar af í atviki sem má kalla eitt stærsta samfélagslega áfall Íslendinga seinustu ára þar sem þúsundir manna misstu heimili sín. Staðreyndin er hins vegar sú að efnahagurinn trompar alltaf allt annað í nútímasamfélagi. Það er ástæðan fyrir því að Viðskiptaráði þykir í lagi að undirstrika efnahagslega tapið sem felst í því að tryggja fæðuöryggi, jafnrétti, húsnæðisöryggi, menningu (og efnahagslegt öryggi!) í íslensku samfélagi. Það er grófur miskilningur falinn í því að einangra loftslagsmálin frá öðrum málaflokkum, þar sem loftslagsbreytingar hafa áhrif á allt sem við tökum sem sjálfsögðum hlut. Samfélagið okkar byggir á því loftslagi sem við þekkjum núna. Innviðir okkar og vegir eru byggðir í samræmi við veðurfar, viðráðanlegt verð á matvælum byggir á því að uppskeran bregðist ekki úti í heimi og menningin okkar rís upp úr þeirri náttúrudýrð sem má finna hér á landi. Nú þegar kosningar eru í vændum skiptir máli að hugsa hlutina í sínu heildarsamhengi og spyrja sig hvort þeir stjórnmálaflokkar sem leggja áherslu á ofangreind málefni hugsi um þau í samhengi við veðurfarsbreytingar. Að sama skapi verða loftslagsáherslur að samsvara öðrum samfélagslegum þáttum, því loftslagsmálin snúast ekki einungis um það að vernda umhverfið, heldur að vernda samfélagið. Hugsi stjórnmálamenn ekki um þessi mikilvægu málefni í samhengi við hnattræna hlýnun, byggja kosningarloforð þeirra á fölskum forsendum. Höfundur er meistaranemi í umhverfis- og auðlindafræði.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun