Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar 13. nóvember 2024 14:46 Stundum finnst mér eins og við eigum á hættu að gleyma því hvað frelsið er verðmætt. Við erum nefnilega mjög rík af frelsi hér á landi. Við höfum frelsi til að velja okkur nám nokkurn veginn óháð efnahag. Við höfum frelsi til að stofna fjölskyldu með nærri hverjum sem okkur sýnist. Við höfum frelsi til að fara út í náttúruna og njóta hennar. Við höfum frelsi til að segja það sem okkur sýnist, til að hugsa það sem okkur sýnist og vera eins og við viljum. Þetta eru þau sjálfsögðu mannréttindi sem við búum við í dag. Þetta frelsi er ekki sjálfsagt og hættan er sú að við gleymum því hversu dýru verði það hefur verið keypt. Það er nefnilega ekkert svo langt síðan það var ekkert tjáningarfrelsi, engin friðhelgi einkalífs, ekkert frelsi til að velja sér nám og aðeins eitt fjölskylduform samþykkt. Það er heldur ekki svo langt síðan við vorum nýlenda undir Danakonungi og við höfðum ekki einu sinni frelsi til að stofna okkar eigin fyrirtæki. Það sem mér finnst að þurfi að minna á er að frelsi og lýðræði eru samofin hugtök. Ef við hefðum ekki komið á lýðræði hefðum við aldrei geta tryggt þetta frelsi. Og ef við hefðum ekki frelsið sem við höfum í dag gætum við ekki viðhaldið lýðræðinu. Þegar það gleymist hversu verðmætt frelsið er (og það hefur gleymst áður) þá á það til að gerast að við förum að taka mjög skrýtnar ákvarðanir um hvernig við stjórnum heiminum okkar. Þetta gerðist einu sinni á síðustu öld þar sem stór hluti Evrópu ákvað að velja sér fólk sem var beinlínis gegn frelsi og gegn lýðræði til að taka við valdataumunum, og úr varð blóðugasta styrjöld sögunnar. Það sem réði því að þetta fólk komst til valda voru ekki síst tilfinningar eins og reiði, ótti og vanmáttartilfinning. Þetta er eitthvað sem við sáum alls staðar þar sem fólk kaus fasista til valda. Og ég verð að viðurkenna að ég hef áhyggjur af þessu að nú sé svipuð staða uppi. Ekki bara í Bandaríkjunum eins og sumir gætu haldið - Þar er augljóslega búið að kjósa mann sem er á móti frelsi og á móti lýðræði og lýsir því beinlínis yfir þeim einræðistilburðum sem hann hefur. Ég hef líka áhyggjur af þessu á Íslandi. Það hafa orðið hraðar sviptingar í stjórnmálunum hjá okkur undanfarna mánuði og mér finnst eins og þær hugmyndir að minnka frelsi, skerða réttindi og færa völd frá borgurum séu farnar að ná meiri hljómgrunn. Það er komin ákveðin stjörnumerking á það frelsi sem við höfum og fólk er almennt tilbúið að samþykkja að gengið sé miklu lengra inn á réttindi samborgaranna en lög leyfa. Ég hef áhyggjur af tíðarandanum og ég vona að við séum ekki komin á sömu braut og grannríki okkar vestanhafs. Ég vona að eftir næstu kosningar stöndum við uppi með flokka í ríkisstjórn sem ætla ekki að kasta þessum grunngildum frelsis og lýðræðis á glæ. Eina leiðin til þess held ég að sé að kjósa flokka sem leggja áherslu á þessi gildi. Lýðræði, frelsi, mannréttindi. Ef ykkur líður eins og mér líður þá legg ég til að við leggjum við hlustir þegar flokkarnir kynna stefnumál sín nú í aðdraganda kosninga. Þeim flokkum sem eru tilbúnir að fórna þessum grunngildum ætti ekki að treysta fyrir stjórn landsins. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Stundum finnst mér eins og við eigum á hættu að gleyma því hvað frelsið er verðmætt. Við erum nefnilega mjög rík af frelsi hér á landi. Við höfum frelsi til að velja okkur nám nokkurn veginn óháð efnahag. Við höfum frelsi til að stofna fjölskyldu með nærri hverjum sem okkur sýnist. Við höfum frelsi til að fara út í náttúruna og njóta hennar. Við höfum frelsi til að segja það sem okkur sýnist, til að hugsa það sem okkur sýnist og vera eins og við viljum. Þetta eru þau sjálfsögðu mannréttindi sem við búum við í dag. Þetta frelsi er ekki sjálfsagt og hættan er sú að við gleymum því hversu dýru verði það hefur verið keypt. Það er nefnilega ekkert svo langt síðan það var ekkert tjáningarfrelsi, engin friðhelgi einkalífs, ekkert frelsi til að velja sér nám og aðeins eitt fjölskylduform samþykkt. Það er heldur ekki svo langt síðan við vorum nýlenda undir Danakonungi og við höfðum ekki einu sinni frelsi til að stofna okkar eigin fyrirtæki. Það sem mér finnst að þurfi að minna á er að frelsi og lýðræði eru samofin hugtök. Ef við hefðum ekki komið á lýðræði hefðum við aldrei geta tryggt þetta frelsi. Og ef við hefðum ekki frelsið sem við höfum í dag gætum við ekki viðhaldið lýðræðinu. Þegar það gleymist hversu verðmætt frelsið er (og það hefur gleymst áður) þá á það til að gerast að við förum að taka mjög skrýtnar ákvarðanir um hvernig við stjórnum heiminum okkar. Þetta gerðist einu sinni á síðustu öld þar sem stór hluti Evrópu ákvað að velja sér fólk sem var beinlínis gegn frelsi og gegn lýðræði til að taka við valdataumunum, og úr varð blóðugasta styrjöld sögunnar. Það sem réði því að þetta fólk komst til valda voru ekki síst tilfinningar eins og reiði, ótti og vanmáttartilfinning. Þetta er eitthvað sem við sáum alls staðar þar sem fólk kaus fasista til valda. Og ég verð að viðurkenna að ég hef áhyggjur af þessu að nú sé svipuð staða uppi. Ekki bara í Bandaríkjunum eins og sumir gætu haldið - Þar er augljóslega búið að kjósa mann sem er á móti frelsi og á móti lýðræði og lýsir því beinlínis yfir þeim einræðistilburðum sem hann hefur. Ég hef líka áhyggjur af þessu á Íslandi. Það hafa orðið hraðar sviptingar í stjórnmálunum hjá okkur undanfarna mánuði og mér finnst eins og þær hugmyndir að minnka frelsi, skerða réttindi og færa völd frá borgurum séu farnar að ná meiri hljómgrunn. Það er komin ákveðin stjörnumerking á það frelsi sem við höfum og fólk er almennt tilbúið að samþykkja að gengið sé miklu lengra inn á réttindi samborgaranna en lög leyfa. Ég hef áhyggjur af tíðarandanum og ég vona að við séum ekki komin á sömu braut og grannríki okkar vestanhafs. Ég vona að eftir næstu kosningar stöndum við uppi með flokka í ríkisstjórn sem ætla ekki að kasta þessum grunngildum frelsis og lýðræðis á glæ. Eina leiðin til þess held ég að sé að kjósa flokka sem leggja áherslu á þessi gildi. Lýðræði, frelsi, mannréttindi. Ef ykkur líður eins og mér líður þá legg ég til að við leggjum við hlustir þegar flokkarnir kynna stefnumál sín nú í aðdraganda kosninga. Þeim flokkum sem eru tilbúnir að fórna þessum grunngildum ætti ekki að treysta fyrir stjórn landsins. Höfundur er lögfræðingur.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun