Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar 13. nóvember 2024 14:46 Stundum finnst mér eins og við eigum á hættu að gleyma því hvað frelsið er verðmætt. Við erum nefnilega mjög rík af frelsi hér á landi. Við höfum frelsi til að velja okkur nám nokkurn veginn óháð efnahag. Við höfum frelsi til að stofna fjölskyldu með nærri hverjum sem okkur sýnist. Við höfum frelsi til að fara út í náttúruna og njóta hennar. Við höfum frelsi til að segja það sem okkur sýnist, til að hugsa það sem okkur sýnist og vera eins og við viljum. Þetta eru þau sjálfsögðu mannréttindi sem við búum við í dag. Þetta frelsi er ekki sjálfsagt og hættan er sú að við gleymum því hversu dýru verði það hefur verið keypt. Það er nefnilega ekkert svo langt síðan það var ekkert tjáningarfrelsi, engin friðhelgi einkalífs, ekkert frelsi til að velja sér nám og aðeins eitt fjölskylduform samþykkt. Það er heldur ekki svo langt síðan við vorum nýlenda undir Danakonungi og við höfðum ekki einu sinni frelsi til að stofna okkar eigin fyrirtæki. Það sem mér finnst að þurfi að minna á er að frelsi og lýðræði eru samofin hugtök. Ef við hefðum ekki komið á lýðræði hefðum við aldrei geta tryggt þetta frelsi. Og ef við hefðum ekki frelsið sem við höfum í dag gætum við ekki viðhaldið lýðræðinu. Þegar það gleymist hversu verðmætt frelsið er (og það hefur gleymst áður) þá á það til að gerast að við förum að taka mjög skrýtnar ákvarðanir um hvernig við stjórnum heiminum okkar. Þetta gerðist einu sinni á síðustu öld þar sem stór hluti Evrópu ákvað að velja sér fólk sem var beinlínis gegn frelsi og gegn lýðræði til að taka við valdataumunum, og úr varð blóðugasta styrjöld sögunnar. Það sem réði því að þetta fólk komst til valda voru ekki síst tilfinningar eins og reiði, ótti og vanmáttartilfinning. Þetta er eitthvað sem við sáum alls staðar þar sem fólk kaus fasista til valda. Og ég verð að viðurkenna að ég hef áhyggjur af þessu að nú sé svipuð staða uppi. Ekki bara í Bandaríkjunum eins og sumir gætu haldið - Þar er augljóslega búið að kjósa mann sem er á móti frelsi og á móti lýðræði og lýsir því beinlínis yfir þeim einræðistilburðum sem hann hefur. Ég hef líka áhyggjur af þessu á Íslandi. Það hafa orðið hraðar sviptingar í stjórnmálunum hjá okkur undanfarna mánuði og mér finnst eins og þær hugmyndir að minnka frelsi, skerða réttindi og færa völd frá borgurum séu farnar að ná meiri hljómgrunn. Það er komin ákveðin stjörnumerking á það frelsi sem við höfum og fólk er almennt tilbúið að samþykkja að gengið sé miklu lengra inn á réttindi samborgaranna en lög leyfa. Ég hef áhyggjur af tíðarandanum og ég vona að við séum ekki komin á sömu braut og grannríki okkar vestanhafs. Ég vona að eftir næstu kosningar stöndum við uppi með flokka í ríkisstjórn sem ætla ekki að kasta þessum grunngildum frelsis og lýðræðis á glæ. Eina leiðin til þess held ég að sé að kjósa flokka sem leggja áherslu á þessi gildi. Lýðræði, frelsi, mannréttindi. Ef ykkur líður eins og mér líður þá legg ég til að við leggjum við hlustir þegar flokkarnir kynna stefnumál sín nú í aðdraganda kosninga. Þeim flokkum sem eru tilbúnir að fórna þessum grunngildum ætti ekki að treysta fyrir stjórn landsins. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Sjá meira
Stundum finnst mér eins og við eigum á hættu að gleyma því hvað frelsið er verðmætt. Við erum nefnilega mjög rík af frelsi hér á landi. Við höfum frelsi til að velja okkur nám nokkurn veginn óháð efnahag. Við höfum frelsi til að stofna fjölskyldu með nærri hverjum sem okkur sýnist. Við höfum frelsi til að fara út í náttúruna og njóta hennar. Við höfum frelsi til að segja það sem okkur sýnist, til að hugsa það sem okkur sýnist og vera eins og við viljum. Þetta eru þau sjálfsögðu mannréttindi sem við búum við í dag. Þetta frelsi er ekki sjálfsagt og hættan er sú að við gleymum því hversu dýru verði það hefur verið keypt. Það er nefnilega ekkert svo langt síðan það var ekkert tjáningarfrelsi, engin friðhelgi einkalífs, ekkert frelsi til að velja sér nám og aðeins eitt fjölskylduform samþykkt. Það er heldur ekki svo langt síðan við vorum nýlenda undir Danakonungi og við höfðum ekki einu sinni frelsi til að stofna okkar eigin fyrirtæki. Það sem mér finnst að þurfi að minna á er að frelsi og lýðræði eru samofin hugtök. Ef við hefðum ekki komið á lýðræði hefðum við aldrei geta tryggt þetta frelsi. Og ef við hefðum ekki frelsið sem við höfum í dag gætum við ekki viðhaldið lýðræðinu. Þegar það gleymist hversu verðmætt frelsið er (og það hefur gleymst áður) þá á það til að gerast að við förum að taka mjög skrýtnar ákvarðanir um hvernig við stjórnum heiminum okkar. Þetta gerðist einu sinni á síðustu öld þar sem stór hluti Evrópu ákvað að velja sér fólk sem var beinlínis gegn frelsi og gegn lýðræði til að taka við valdataumunum, og úr varð blóðugasta styrjöld sögunnar. Það sem réði því að þetta fólk komst til valda voru ekki síst tilfinningar eins og reiði, ótti og vanmáttartilfinning. Þetta er eitthvað sem við sáum alls staðar þar sem fólk kaus fasista til valda. Og ég verð að viðurkenna að ég hef áhyggjur af þessu að nú sé svipuð staða uppi. Ekki bara í Bandaríkjunum eins og sumir gætu haldið - Þar er augljóslega búið að kjósa mann sem er á móti frelsi og á móti lýðræði og lýsir því beinlínis yfir þeim einræðistilburðum sem hann hefur. Ég hef líka áhyggjur af þessu á Íslandi. Það hafa orðið hraðar sviptingar í stjórnmálunum hjá okkur undanfarna mánuði og mér finnst eins og þær hugmyndir að minnka frelsi, skerða réttindi og færa völd frá borgurum séu farnar að ná meiri hljómgrunn. Það er komin ákveðin stjörnumerking á það frelsi sem við höfum og fólk er almennt tilbúið að samþykkja að gengið sé miklu lengra inn á réttindi samborgaranna en lög leyfa. Ég hef áhyggjur af tíðarandanum og ég vona að við séum ekki komin á sömu braut og grannríki okkar vestanhafs. Ég vona að eftir næstu kosningar stöndum við uppi með flokka í ríkisstjórn sem ætla ekki að kasta þessum grunngildum frelsis og lýðræðis á glæ. Eina leiðin til þess held ég að sé að kjósa flokka sem leggja áherslu á þessi gildi. Lýðræði, frelsi, mannréttindi. Ef ykkur líður eins og mér líður þá legg ég til að við leggjum við hlustir þegar flokkarnir kynna stefnumál sín nú í aðdraganda kosninga. Þeim flokkum sem eru tilbúnir að fórna þessum grunngildum ætti ekki að treysta fyrir stjórn landsins. Höfundur er lögfræðingur.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar