Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar 13. nóvember 2024 13:15 Þegar við hófum sameiginlega vegferð í þágu barna á Íslandi, var markmiðið skýrt: Að tryggja öllum börnum og fjölskyldum þeirra þann stuðning og þjónustu sem aðstæður þeirra kalla á. Niðurstöður íslensku æskulýðsrannsóknarinnar 2024, sem birtar voru í gær, sýna svart á hvítu að þessi vegferð er þegar að skila árangri. Öflugt stuðningsnet og ný úrræði Við höfum stigið mikilvæg skref í að bæta þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra, meðal annars með stofnun farsældarráða um allt land, sem efla samstarf milli stofnana til að tryggja að börn fái heildstæða og samhæfða þjónustu. Þá höfum við komið á fót skólaþjónustustofnun sem veitir skólasamfélaginu ráðgjöf og stuðning í málum er snúa að velferð og menntun barna. Einnig hafa verið stofnuð þjónustutorg fyrir fjölskyldur barna með sérþarfir, sem auðvelda aðgengi að þeim úrræðum sem best henta hverju barni. Með innleiðingu gjaldfrjálsra skólamáltíða fyrir öll börn hefur jafnframt verið stuðlað að aukinni vellíðan og betri einbeitingu í námi. Auk þess hafa framlög til þróunar og útgáfu námsefnis verið aukin, með áherslu á að nýta stafrænar lausnir og gervigreind til að mæta betur þörfum og áhugasviði nemenda. Þá hafa einnig verið sett á fót úrræði sem tryggja að börn af erlendum uppruna fái markvissan stuðning í aðlögun að íslensku samfélagi og skólaumhverfi. Þessi úrræði eru aðeins örfá dæmi um þau verkefni sem fjárfest hefur verið í til að styrkja umgjörð barna og gera stuðningskerfi okkar skilvirkari og betri. Jákvæð þróun í líðan barna og ungmenna Nýjustu niðurstöður æskulýðsrannsóknarinnar gefa skýra vísbendingu um árangur þessarar stefnu. Andleg heilsa barna hefur batnað tvö ár í röð. Í dag segjast aðeins 35% barna í 6. bekk upplifa kvíða, sem er mikil lækkun frá fyrri árum. Um 98% barna segjast eiga vini, félagsfærni er að aukast, þátttaka í íþróttum og tómstundum er vaxandi, og 90% barna í 6.-7. bekk meta heilsu sína góða. Einelti mælist nú einungis hjá 4% í 10. bekk. Þessar tölur staðfesta að breytingarnar sem við höfum innleitt stuðla að betri líðan og sterkari félagsfærni barna. Árangur og áskoranir Þrátt fyrir þessar jákvæðu niðurstöður er umræðan ekki alltaf í takt við þann árangur sem náðst hefur. Sumir vilja halda því fram að neyðarástand ríki í málefnum barna á Íslandi. Ég mótmæli því staðfastlega. Vissulega stöndum við frammi fyrir áskorunum, einkum hvað varðar viðkvæma hópa, og við eigum enn verk fyrir höndum. En það er ekki hægt að horfa fram hjá þeim árangri sem hefur náðst – árangri sem er afrakstur þrotlausrar vinnu fagfólks, foreldra og samfélagsins alls. Framundan er að styrkja enn frekar umgjörð barna og ungmenna Næstu skref á vegferð okkar eru að ná enn betur utan um viðkvæma hópa barna, útrýma biðlistum eftir þjónustu við börn og tryggja betri stuðning og samhæfingu. Með farsældarlögunum höfum við byggt traustan grunn að þessari vegferð, en til þess að halda áfram þurfum við fjárfestingu, þolinmæði og gott samstarf. Ég vil þakka öllum sem hafa lagt sitt af mörkum til þessara jákvæðu breytinga. Það þarf þorp til að ala upp barn, og íslenskt samfélag, með foreldra og fagfólk í fararbroddi, sýnir metnað, hugsjón og eldmóð að leiðarljósi – fyrir börnin okkar. Höfundur er mennta- og barnamálaráðherra og skipar 1. sæti fyrir Framsókn í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásmundur Einar Daðason Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Börn og uppeldi Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Þegar við hófum sameiginlega vegferð í þágu barna á Íslandi, var markmiðið skýrt: Að tryggja öllum börnum og fjölskyldum þeirra þann stuðning og þjónustu sem aðstæður þeirra kalla á. Niðurstöður íslensku æskulýðsrannsóknarinnar 2024, sem birtar voru í gær, sýna svart á hvítu að þessi vegferð er þegar að skila árangri. Öflugt stuðningsnet og ný úrræði Við höfum stigið mikilvæg skref í að bæta þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra, meðal annars með stofnun farsældarráða um allt land, sem efla samstarf milli stofnana til að tryggja að börn fái heildstæða og samhæfða þjónustu. Þá höfum við komið á fót skólaþjónustustofnun sem veitir skólasamfélaginu ráðgjöf og stuðning í málum er snúa að velferð og menntun barna. Einnig hafa verið stofnuð þjónustutorg fyrir fjölskyldur barna með sérþarfir, sem auðvelda aðgengi að þeim úrræðum sem best henta hverju barni. Með innleiðingu gjaldfrjálsra skólamáltíða fyrir öll börn hefur jafnframt verið stuðlað að aukinni vellíðan og betri einbeitingu í námi. Auk þess hafa framlög til þróunar og útgáfu námsefnis verið aukin, með áherslu á að nýta stafrænar lausnir og gervigreind til að mæta betur þörfum og áhugasviði nemenda. Þá hafa einnig verið sett á fót úrræði sem tryggja að börn af erlendum uppruna fái markvissan stuðning í aðlögun að íslensku samfélagi og skólaumhverfi. Þessi úrræði eru aðeins örfá dæmi um þau verkefni sem fjárfest hefur verið í til að styrkja umgjörð barna og gera stuðningskerfi okkar skilvirkari og betri. Jákvæð þróun í líðan barna og ungmenna Nýjustu niðurstöður æskulýðsrannsóknarinnar gefa skýra vísbendingu um árangur þessarar stefnu. Andleg heilsa barna hefur batnað tvö ár í röð. Í dag segjast aðeins 35% barna í 6. bekk upplifa kvíða, sem er mikil lækkun frá fyrri árum. Um 98% barna segjast eiga vini, félagsfærni er að aukast, þátttaka í íþróttum og tómstundum er vaxandi, og 90% barna í 6.-7. bekk meta heilsu sína góða. Einelti mælist nú einungis hjá 4% í 10. bekk. Þessar tölur staðfesta að breytingarnar sem við höfum innleitt stuðla að betri líðan og sterkari félagsfærni barna. Árangur og áskoranir Þrátt fyrir þessar jákvæðu niðurstöður er umræðan ekki alltaf í takt við þann árangur sem náðst hefur. Sumir vilja halda því fram að neyðarástand ríki í málefnum barna á Íslandi. Ég mótmæli því staðfastlega. Vissulega stöndum við frammi fyrir áskorunum, einkum hvað varðar viðkvæma hópa, og við eigum enn verk fyrir höndum. En það er ekki hægt að horfa fram hjá þeim árangri sem hefur náðst – árangri sem er afrakstur þrotlausrar vinnu fagfólks, foreldra og samfélagsins alls. Framundan er að styrkja enn frekar umgjörð barna og ungmenna Næstu skref á vegferð okkar eru að ná enn betur utan um viðkvæma hópa barna, útrýma biðlistum eftir þjónustu við börn og tryggja betri stuðning og samhæfingu. Með farsældarlögunum höfum við byggt traustan grunn að þessari vegferð, en til þess að halda áfram þurfum við fjárfestingu, þolinmæði og gott samstarf. Ég vil þakka öllum sem hafa lagt sitt af mörkum til þessara jákvæðu breytinga. Það þarf þorp til að ala upp barn, og íslenskt samfélag, með foreldra og fagfólk í fararbroddi, sýnir metnað, hugsjón og eldmóð að leiðarljósi – fyrir börnin okkar. Höfundur er mennta- og barnamálaráðherra og skipar 1. sæti fyrir Framsókn í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun