Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 13. nóvember 2024 12:03 Forvarnagildi endurskinsmerkja er óumdeilt og efla þau öryggi vegfarenda. Nú er genginn í garð sá árstími þar sem full þörf er á að draga fram endurskinsmerkin góðu í skammdeginu og láta ljós sitt skína. Endurskinsmerki eru einfaldur en áhrifaríkur öryggisbúnaður sem hentar öllum og ökumenn þurfa einnig að gæta þess að hafa kveikt á ökuljósum og fara að öllu með gát. Frábær forvörn Þrátt fyrir götulýsingu og ökuljós sjást óvarðir vegfarendur, gangandi og hjólandi, illa í myrkri. Rannsóknir sýna að ökumenn sjá óvarða vegfarendur með endurskin fimm sinnum fyrr en ella og getur það komið í veg fyrir alvarleg slys. Endurskinsmerki eru því einföld og áhrifarík forvörn. Við ættum öll að nota endurskinsmerki þegar skyggja tekur, börn og fullorðnir. En ökumenn bera líka ríka ábyrgð á að taka mið af aðstæðum og fara varlega í umferðinni. Hvar fæ ég endurskinsmerki? Endurskinsmerki fást víða, til dæmis gefins hjá tryggingafélögum en einnig er hægt að kaupa þau í verslunum og hjá ýmsum félagasamtökum. Auk þess er hægt að fá endurskinsvesti til að vera enn sýnilegri í myrkrinu á hlaupum, hjólandi eða gangandi og til er ýmiss konar endurskinsfatnaður og töskur með endurskini. Ljósabúnaður á farartæki er gagnlegur til að auka sýnileika og sjá betur í myrkrinu. Mestu máli skiptir að vera upplýst í skammdeginu. Kveikt á öllum Vert er að minna ökumenn á að kveikja á ökuljósum áður en haldið er af stað út í umferðina. Því miður vill stundum brenna við að fólk aki ljóslaust þar sem það gleymir að kveikja á ökuljósunum en í flestum tilvikum er „auto“ stilling ekki nóg heldur þarf að stilla yfir á að ljós logi alltaf. Svo slokkna ljósin yfirleitt sjálfkrafa eftir að slökkt er á bifreið og henni læst. Í umferðarlögum eru ákvæði er varða lögboðin ökuljós en þau skulu ávallt vera kveikt að framan og aftan, óháð aðstæðum á öllum tímum sólarhringsins, sbr. 34. grein og 3. grein laganna lið 46. Á vef Samgöngustofu má finna umfjöllun og fræðslumyndband um þetta. Tökum höndum saman Forvarnir í umferðinni byggjast á góðu samstarfi allra hlutaðeigandi. Við getum öll lagt okkar af mörkum til að umferðin gangi sem best fyrir sig þannig að við skilum okkur öll heil heim. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Slysavarnir Mest lesið Hættum griðkaupum Fastir pennar Tveggja áfanga stjórnarskrárbreyting Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Sæstrengjasteypa Bjarni Már Magnússon Skoðun Hommar í sjónvarpinu Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Löglegt skutl Fastir pennar Mein í meinum Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun Pálmatré Óttar Guðmundsson Skoðun Nýtt tækifæri Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Ímyndarvandi vítisáhugafólks Jón Kaldal Skoðun Fleiri skoðanir Hörður Ægisson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Sjá meira
Forvarnagildi endurskinsmerkja er óumdeilt og efla þau öryggi vegfarenda. Nú er genginn í garð sá árstími þar sem full þörf er á að draga fram endurskinsmerkin góðu í skammdeginu og láta ljós sitt skína. Endurskinsmerki eru einfaldur en áhrifaríkur öryggisbúnaður sem hentar öllum og ökumenn þurfa einnig að gæta þess að hafa kveikt á ökuljósum og fara að öllu með gát. Frábær forvörn Þrátt fyrir götulýsingu og ökuljós sjást óvarðir vegfarendur, gangandi og hjólandi, illa í myrkri. Rannsóknir sýna að ökumenn sjá óvarða vegfarendur með endurskin fimm sinnum fyrr en ella og getur það komið í veg fyrir alvarleg slys. Endurskinsmerki eru því einföld og áhrifarík forvörn. Við ættum öll að nota endurskinsmerki þegar skyggja tekur, börn og fullorðnir. En ökumenn bera líka ríka ábyrgð á að taka mið af aðstæðum og fara varlega í umferðinni. Hvar fæ ég endurskinsmerki? Endurskinsmerki fást víða, til dæmis gefins hjá tryggingafélögum en einnig er hægt að kaupa þau í verslunum og hjá ýmsum félagasamtökum. Auk þess er hægt að fá endurskinsvesti til að vera enn sýnilegri í myrkrinu á hlaupum, hjólandi eða gangandi og til er ýmiss konar endurskinsfatnaður og töskur með endurskini. Ljósabúnaður á farartæki er gagnlegur til að auka sýnileika og sjá betur í myrkrinu. Mestu máli skiptir að vera upplýst í skammdeginu. Kveikt á öllum Vert er að minna ökumenn á að kveikja á ökuljósum áður en haldið er af stað út í umferðina. Því miður vill stundum brenna við að fólk aki ljóslaust þar sem það gleymir að kveikja á ökuljósunum en í flestum tilvikum er „auto“ stilling ekki nóg heldur þarf að stilla yfir á að ljós logi alltaf. Svo slokkna ljósin yfirleitt sjálfkrafa eftir að slökkt er á bifreið og henni læst. Í umferðarlögum eru ákvæði er varða lögboðin ökuljós en þau skulu ávallt vera kveikt að framan og aftan, óháð aðstæðum á öllum tímum sólarhringsins, sbr. 34. grein og 3. grein laganna lið 46. Á vef Samgöngustofu má finna umfjöllun og fræðslumyndband um þetta. Tökum höndum saman Forvarnir í umferðinni byggjast á góðu samstarfi allra hlutaðeigandi. Við getum öll lagt okkar af mörkum til að umferðin gangi sem best fyrir sig þannig að við skilum okkur öll heil heim. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá.
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar