Fjarðabyggð góður fjárfestingarkostur Ragnar Sigurðsson skrifar 21. janúar 2022 14:30 Áform um Grænan Orkugarð í Reyðarfirði hafa verið á dagskrá undanfarið með það fyrir augum að framleiða rafeldsneyti til orkuskipta í fraktflutningum en þar á hröð þróun sér stað í. Tækifæri til rafeldsneytisframleiðslu á Íslandi eru mjög mikil um allt land. Rafeldsneytisframleiðsla gæti orðið mikilvægt framlag Íslendinga til orkuskipta og dýrmæt útflutningsafurð Samhliða áformum um að reisa rafeldsneytisverksmiðju skapast ýmis önnur tækifæri í framleiðsluferlinu sem leiða til aukinnar atvinnu- og verðmætasköpunar s.s. hitaveita fyrir Reyðarfjörð, áburðarverksmiðja, seiðaeldi svo eitthvað sé nefnt. Gangi áform eftir gæti slík verksmiðja orðið að veruleika eftir fimm til sex ár. Verkefnið er hugsað við Mjóeyrarhöfn í Reyðarfirði. Orkugarðurinn er fyrirhugaður á um 20-30 hektara svæði í nálægð við höfnina. Magnús Bjarnason hjá MAR ráðgjöfum, sem er tengiliður danska fjárfestingafélagsins Copenhagen Infrasturucture Partners (CIP), og stendur að hagkvæmnisathugun á verkefninu í samvinnu við Landsvirkjun og Fjarðabyggð, er bjartsýnn á áformin. Fjarðabyggð þekkir vel til áskorana sem fylgja uppbyggingu og að taka á móti stórum fjárfestingum. Stórir fjárfestar með atvinnuskapandi hugmyndir horfa til þess hve vel sveitarfélagið er í stakk búið til að mæta slíkum áskorunum. Við höfum sýnt það sem sveitarfélag að við getum tekið á móti stórum verkefnum. Fyrir því eru tvær meginforsendur. Í fyrsta lagi höfum við styrkt sveitarfélagið mjög með skynsamlegri sameiningu stjórnsýslu ólíkra bæjarfélaga. Sameinuð höfum við fundið styrk hvert í öðru. Í annan stað er mikilvæg forsenda þess að geta tekið á móti stórum uppbyggingarverkefnum sterkur fjárhagur sveitarfélagsins. Þrátt fyrir markmið um hófsama gjaldheimtu höfum við svigrúm til fjárfestinga í hugmyndum framtíðarinnar og getum veitt þjónustu eins og best verður á kosið til lengri tíma. Uppbyggingaráform á Reyðarfirði kalla á sterka forystu og sóknarhug sveitarstjórnar. Þar getur Fjarðabyggð mætt áskorunum framtíðarinnar og við sem samfélag höfum alla burði til að vaxa enn frekar. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð og varaþingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarðabyggð Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Ragnar Sigurðsson Mest lesið Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Áform um Grænan Orkugarð í Reyðarfirði hafa verið á dagskrá undanfarið með það fyrir augum að framleiða rafeldsneyti til orkuskipta í fraktflutningum en þar á hröð þróun sér stað í. Tækifæri til rafeldsneytisframleiðslu á Íslandi eru mjög mikil um allt land. Rafeldsneytisframleiðsla gæti orðið mikilvægt framlag Íslendinga til orkuskipta og dýrmæt útflutningsafurð Samhliða áformum um að reisa rafeldsneytisverksmiðju skapast ýmis önnur tækifæri í framleiðsluferlinu sem leiða til aukinnar atvinnu- og verðmætasköpunar s.s. hitaveita fyrir Reyðarfjörð, áburðarverksmiðja, seiðaeldi svo eitthvað sé nefnt. Gangi áform eftir gæti slík verksmiðja orðið að veruleika eftir fimm til sex ár. Verkefnið er hugsað við Mjóeyrarhöfn í Reyðarfirði. Orkugarðurinn er fyrirhugaður á um 20-30 hektara svæði í nálægð við höfnina. Magnús Bjarnason hjá MAR ráðgjöfum, sem er tengiliður danska fjárfestingafélagsins Copenhagen Infrasturucture Partners (CIP), og stendur að hagkvæmnisathugun á verkefninu í samvinnu við Landsvirkjun og Fjarðabyggð, er bjartsýnn á áformin. Fjarðabyggð þekkir vel til áskorana sem fylgja uppbyggingu og að taka á móti stórum fjárfestingum. Stórir fjárfestar með atvinnuskapandi hugmyndir horfa til þess hve vel sveitarfélagið er í stakk búið til að mæta slíkum áskorunum. Við höfum sýnt það sem sveitarfélag að við getum tekið á móti stórum verkefnum. Fyrir því eru tvær meginforsendur. Í fyrsta lagi höfum við styrkt sveitarfélagið mjög með skynsamlegri sameiningu stjórnsýslu ólíkra bæjarfélaga. Sameinuð höfum við fundið styrk hvert í öðru. Í annan stað er mikilvæg forsenda þess að geta tekið á móti stórum uppbyggingarverkefnum sterkur fjárhagur sveitarfélagsins. Þrátt fyrir markmið um hófsama gjaldheimtu höfum við svigrúm til fjárfestinga í hugmyndum framtíðarinnar og getum veitt þjónustu eins og best verður á kosið til lengri tíma. Uppbyggingaráform á Reyðarfirði kalla á sterka forystu og sóknarhug sveitarstjórnar. Þar getur Fjarðabyggð mætt áskorunum framtíðarinnar og við sem samfélag höfum alla burði til að vaxa enn frekar. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð og varaþingmaður.
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar