Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar 19. nóvember 2025 08:16 Vika íslenskrar tungu er nýliðin en í tilefni hennar hefur Almannarómur ýtt úr vör átakinu „Þín íslenska er málið“. Um er að ræða víðtæka söfnun margvíslegra heimilda sem sýna hvers konar íslenska er í raun og veru notuð í íslensku atvinnulífi. Átakið er samstarfsverkefni Almannaróms og Árnastofnunar og miðar að því að stækka risamálheildina svokölluðu, miðlæga grunnstoð máltækni á íslensku, og tryggja íslenskunni þannig blómlega framtíð í heimi tækninnar. Heimildasöfnun Við í stjórn Almannaróms leitum nú til hins öfluga atvinnulífs þjóðarinnar í von um að fyrirtæki og stofnanir leggi hönd á plóg og hjálpi okkur að efla og bæta risamálheildina. Heimildasöfnunin snýr að óviðkvæmum gögnum fyrirtækja sem endurspegla daglegt starf og ferla þeirra; starfsmannahandbókum, innri verklagsreglum og leiðbeiningum, almennum samningsformum ef við á, árs-og uppgjörsskýrslum eða rekstraryfirlitum, og öðrum textum sem fyrirtæki eru tilbúin til að deila með okkur. Þannig fáum við inn í Risamálheildina marktæka mynd af lifandi íslensku atvinnulífsins, sem stuðlar svo aftur að enn nákvæmari tæknilausnum. Fjölbreytt orðasöfn úr ólíkum atvinnugreinum færa okkur skrefinu nær því að tæknin verði reiprennandi í þinni íslensku. Þín íslenska er málið Á sama tíma hvetjum við fólk til þess að nota íslenskuna, þar sem þín íslenska er málið. Íslenskan er ekki aðeins tungumál, heldur einnig hugsunarháttur. Málið sameinar okkur og gerir okkur einstök. Íslenskan er mikilvæg því að hún er okkar, fólksins sem notar hana. Hvert og eitt okkar verður að nota sína íslensku svo að málið haldi áfram að endurspegla bæði menningu okkar og veruleika. Tækifærin fleiri en áskoranirnar Mikill árangur hefur þegar náðst. Við eigum orðið öflugan máltæknigrunn sem íslensk og erlend fyrirtæki geta byggt á við innleiðingu íslenskunnar í sínar lausnir. Þá höfum við átt farsælt samstarf við erlend stórfyrirtæki og má sem dæmi nefna þann ótrúlega árangur sem náðist þegar íslenska varð annað tungumálið sem mállíkanið ChatGPT frá OpenAI var þjálfað á. Sambærilegar sögur mætti segja af bæði Google og Microsoft þar sem allflestar lausnir tala íslensku. Nú eygjum við á enn eitt sóknarfærið fyrir íslenskuna og höldum ótrauð áfram. Með samstilltu sóknarátaki, sem miðar að því að nota íslenskuna á öllum sviðum, skjótum við styrkum stoðum undir tungumálið okkar. Tækifærin sem felast í tækninni eru margfalt fleiri en áskoranirnar. Með því að búa íslenskunni örugga framtíð í tækni tryggjum við aðgang þjóðarinnar að þeim tækifærum. Höfundar sitja í stjórn Almannaróms en hana skipa; Halldór Benjamín Þorbergsson, Björgvin Ingi Ólafsson, Magga Dóra Ragnarsdóttir, Páll Ásgeir Guðmundsson, Sverrir Norland, Snævar Ívarsson, Ragnheiður H. Magnúsdóttir, Birna Ósk Einarsdóttir, Pétur Þ. Óskarsson og Kristinn Rúnar Þórisson (hina tvo síðastnefndu vantar á myndina). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Mest lesið Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Sjá meira
Vika íslenskrar tungu er nýliðin en í tilefni hennar hefur Almannarómur ýtt úr vör átakinu „Þín íslenska er málið“. Um er að ræða víðtæka söfnun margvíslegra heimilda sem sýna hvers konar íslenska er í raun og veru notuð í íslensku atvinnulífi. Átakið er samstarfsverkefni Almannaróms og Árnastofnunar og miðar að því að stækka risamálheildina svokölluðu, miðlæga grunnstoð máltækni á íslensku, og tryggja íslenskunni þannig blómlega framtíð í heimi tækninnar. Heimildasöfnun Við í stjórn Almannaróms leitum nú til hins öfluga atvinnulífs þjóðarinnar í von um að fyrirtæki og stofnanir leggi hönd á plóg og hjálpi okkur að efla og bæta risamálheildina. Heimildasöfnunin snýr að óviðkvæmum gögnum fyrirtækja sem endurspegla daglegt starf og ferla þeirra; starfsmannahandbókum, innri verklagsreglum og leiðbeiningum, almennum samningsformum ef við á, árs-og uppgjörsskýrslum eða rekstraryfirlitum, og öðrum textum sem fyrirtæki eru tilbúin til að deila með okkur. Þannig fáum við inn í Risamálheildina marktæka mynd af lifandi íslensku atvinnulífsins, sem stuðlar svo aftur að enn nákvæmari tæknilausnum. Fjölbreytt orðasöfn úr ólíkum atvinnugreinum færa okkur skrefinu nær því að tæknin verði reiprennandi í þinni íslensku. Þín íslenska er málið Á sama tíma hvetjum við fólk til þess að nota íslenskuna, þar sem þín íslenska er málið. Íslenskan er ekki aðeins tungumál, heldur einnig hugsunarháttur. Málið sameinar okkur og gerir okkur einstök. Íslenskan er mikilvæg því að hún er okkar, fólksins sem notar hana. Hvert og eitt okkar verður að nota sína íslensku svo að málið haldi áfram að endurspegla bæði menningu okkar og veruleika. Tækifærin fleiri en áskoranirnar Mikill árangur hefur þegar náðst. Við eigum orðið öflugan máltæknigrunn sem íslensk og erlend fyrirtæki geta byggt á við innleiðingu íslenskunnar í sínar lausnir. Þá höfum við átt farsælt samstarf við erlend stórfyrirtæki og má sem dæmi nefna þann ótrúlega árangur sem náðist þegar íslenska varð annað tungumálið sem mállíkanið ChatGPT frá OpenAI var þjálfað á. Sambærilegar sögur mætti segja af bæði Google og Microsoft þar sem allflestar lausnir tala íslensku. Nú eygjum við á enn eitt sóknarfærið fyrir íslenskuna og höldum ótrauð áfram. Með samstilltu sóknarátaki, sem miðar að því að nota íslenskuna á öllum sviðum, skjótum við styrkum stoðum undir tungumálið okkar. Tækifærin sem felast í tækninni eru margfalt fleiri en áskoranirnar. Með því að búa íslenskunni örugga framtíð í tækni tryggjum við aðgang þjóðarinnar að þeim tækifærum. Höfundar sitja í stjórn Almannaróms en hana skipa; Halldór Benjamín Þorbergsson, Björgvin Ingi Ólafsson, Magga Dóra Ragnarsdóttir, Páll Ásgeir Guðmundsson, Sverrir Norland, Snævar Ívarsson, Ragnheiður H. Magnúsdóttir, Birna Ósk Einarsdóttir, Pétur Þ. Óskarsson og Kristinn Rúnar Þórisson (hina tvo síðastnefndu vantar á myndina).
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar