Ásakanir Seðlabankastjóra á hendur Fréttablaði vart skotheldar Ole Anton Bieltvedt skrifar 5. janúar 2022 20:30 Í gær fór Seðlabankastjóri mikinn á Facebook-síðu sinni, og ásakaði hann Fréttablaðið um óvandaðan og óboðlegan fréttaflutning. Tilefnið var, að blaðið hafði greint frá því á forsíðu, að tveir aðilar, annars vegar rithöfundur og fræðimaður, sem einnig er doktor í norrænum fræðum, og, hins vegar, sagnfræðingur, báðir að því er virðist vel metnir og virtir men, höfðu sakað Seðlabankastjóra um ritstuld. Hér var um tvær fréttir að ræða, sem komu þá í tvígang. Embætti Seðlabankastjóra er eitt æðsta og þýðingarmesta embætti landins. Auðvitað voru þessar ásakanir um meintan ritstuld Seðlabankastjóra því stórfrétt.Fréttablaðið fjallaði um málið á þeim nótum. Í gær birti svo Fréttablaðið fyrir undirritaðan grein, ”Er jörðin enn flöt hjá Seðlabanka”, þar sem ég tjái þá skoðun mína, að Seðlabanki hafi gert alvarleg mistök, þegar hann hækkaði stýrivexti úr 0,5 í 2,0% á seinni hluta 2021. Það leiði fremur til þess, að herða verðbólguhnútinn, en leysa hann, enda hafi aðrir evrópskir seðlabankar forðast að hækka stýrivexti við þau skilyrði, sem voru og eru. Verðhækkanir vegna COVID séu heilsufarsvandamál, ekki efnahagsvandamál í sjálfu sér, sem heilbrigðiskerfi verði að leysa.Ég lét því í ljós þá skoðun, að fagmennsku hefði skort hjá Seðlabanka í málinu. Á ofangreindan hátt, var vegið bæði að Selabankastjóra persónulega, meintur ritstuldur, og faglega, rangar stýrivaxtaákvarðanir. Fréttablaðið birti, annars vegar, fréttir um meintan ritstuld og, hins vegar, mína grein, auðvitað sem frétta- og birtingamiðill. Fréttablaðið lagði ekkert til þessara ásakana, nema, að flytja fréttir af þeim, eins og góðum miðli sæmir. Tal Seðlabankastjóra um, að framferði Fréttablaðsins í málinu sé ekki boðlegt, er því Seðlabankastjóra vart boðlegt. Hann verður að bregðast við ásökununum, sem á hann eru bornar, með málefnalegum andsvörum og rökum, ekki með því, að fara gegn þeim, sem flytur fréttir um ásakanir eða gagnrýni eða birtir þær. Seðlabankastjóri sýnir fram á það á Facebook-síðu sinni, að ásakanir sagnfræðingsins virðast rangar. Er það vel. Á hinn bóginn eru ásakanir rithöfundarins, og um leið doktorsins, komnar til Siðanefndar Háskóla Íslands, sem vart hefði tekið við kvörtun rithöfundarins og ósk hans um umfjöllun kærunnar í siðanefndinni, hefði kæran verið bábilja. Það er því ekki rétt, að Seðlabankastjóri hafi hreinsað sig með öllu af áburði um ritstuld. Skuggi þessara ásakana hangir því yfir Seðlabankastjóra þar til siðanefndin hefur lokið störfum sínum. Vonandi fer þetta vel fyrir Seðlabanakstjóra, annað væri slæmt fyrir embættið, bankann og stjórnsýsluna í heild, en það liggur engan veginn fyrir á þessu stigi. Seðlabankastjori ætti því að ganga hægt um gleðinnar dyr, hvað varðar sjálfshreinsun af áburði um ritstuld. Hitt er svo líka mál, alla vega fyrir undirrituðum, með hvaða hætti Seðlabankastjóri vill útskýra ákvarðanir bankans um stórfellda hækkun stýrivaxta, með þeim íþyngjandi áhrifum, sem þær valda flestum eða öllum skuldurum landsins, á sama tíma og slík stýrivaxta skref virðast ekki hvarla að helztu seðlabönkum álfunnar, en sá verðþrýstingur, sem alls staðar er í gangi nú, er að mestu afleiðing af COVID-faraldrinum, sem er bæði tímabundinn og verður ekki leystur með efnahagslegum aðgerðum, heldur einvörðungu með átaki í sóttvarnar- og heilbrigðismálum. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnmálarýnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Ole Anton Bieltvedt Bergsveinn Birgisson sakar Ásgeir Jónsson um ritstuld Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Sjá meira
Í gær fór Seðlabankastjóri mikinn á Facebook-síðu sinni, og ásakaði hann Fréttablaðið um óvandaðan og óboðlegan fréttaflutning. Tilefnið var, að blaðið hafði greint frá því á forsíðu, að tveir aðilar, annars vegar rithöfundur og fræðimaður, sem einnig er doktor í norrænum fræðum, og, hins vegar, sagnfræðingur, báðir að því er virðist vel metnir og virtir men, höfðu sakað Seðlabankastjóra um ritstuld. Hér var um tvær fréttir að ræða, sem komu þá í tvígang. Embætti Seðlabankastjóra er eitt æðsta og þýðingarmesta embætti landins. Auðvitað voru þessar ásakanir um meintan ritstuld Seðlabankastjóra því stórfrétt.Fréttablaðið fjallaði um málið á þeim nótum. Í gær birti svo Fréttablaðið fyrir undirritaðan grein, ”Er jörðin enn flöt hjá Seðlabanka”, þar sem ég tjái þá skoðun mína, að Seðlabanki hafi gert alvarleg mistök, þegar hann hækkaði stýrivexti úr 0,5 í 2,0% á seinni hluta 2021. Það leiði fremur til þess, að herða verðbólguhnútinn, en leysa hann, enda hafi aðrir evrópskir seðlabankar forðast að hækka stýrivexti við þau skilyrði, sem voru og eru. Verðhækkanir vegna COVID séu heilsufarsvandamál, ekki efnahagsvandamál í sjálfu sér, sem heilbrigðiskerfi verði að leysa.Ég lét því í ljós þá skoðun, að fagmennsku hefði skort hjá Seðlabanka í málinu. Á ofangreindan hátt, var vegið bæði að Selabankastjóra persónulega, meintur ritstuldur, og faglega, rangar stýrivaxtaákvarðanir. Fréttablaðið birti, annars vegar, fréttir um meintan ritstuld og, hins vegar, mína grein, auðvitað sem frétta- og birtingamiðill. Fréttablaðið lagði ekkert til þessara ásakana, nema, að flytja fréttir af þeim, eins og góðum miðli sæmir. Tal Seðlabankastjóra um, að framferði Fréttablaðsins í málinu sé ekki boðlegt, er því Seðlabankastjóra vart boðlegt. Hann verður að bregðast við ásökununum, sem á hann eru bornar, með málefnalegum andsvörum og rökum, ekki með því, að fara gegn þeim, sem flytur fréttir um ásakanir eða gagnrýni eða birtir þær. Seðlabankastjóri sýnir fram á það á Facebook-síðu sinni, að ásakanir sagnfræðingsins virðast rangar. Er það vel. Á hinn bóginn eru ásakanir rithöfundarins, og um leið doktorsins, komnar til Siðanefndar Háskóla Íslands, sem vart hefði tekið við kvörtun rithöfundarins og ósk hans um umfjöllun kærunnar í siðanefndinni, hefði kæran verið bábilja. Það er því ekki rétt, að Seðlabankastjóri hafi hreinsað sig með öllu af áburði um ritstuld. Skuggi þessara ásakana hangir því yfir Seðlabankastjóra þar til siðanefndin hefur lokið störfum sínum. Vonandi fer þetta vel fyrir Seðlabanakstjóra, annað væri slæmt fyrir embættið, bankann og stjórnsýsluna í heild, en það liggur engan veginn fyrir á þessu stigi. Seðlabankastjori ætti því að ganga hægt um gleðinnar dyr, hvað varðar sjálfshreinsun af áburði um ritstuld. Hitt er svo líka mál, alla vega fyrir undirrituðum, með hvaða hætti Seðlabankastjóri vill útskýra ákvarðanir bankans um stórfellda hækkun stýrivaxta, með þeim íþyngjandi áhrifum, sem þær valda flestum eða öllum skuldurum landsins, á sama tíma og slík stýrivaxta skref virðast ekki hvarla að helztu seðlabönkum álfunnar, en sá verðþrýstingur, sem alls staðar er í gangi nú, er að mestu afleiðing af COVID-faraldrinum, sem er bæði tímabundinn og verður ekki leystur með efnahagslegum aðgerðum, heldur einvörðungu með átaki í sóttvarnar- og heilbrigðismálum. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnmálarýnir.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun