Ole Anton Bieltvedt

Ole Anton Bieltvedt

Greinar eftir Ole Anton Bieltvedt, formann ÍslandiAllt, félagasamtaka um samfélagsmál og betra jarðlíf.

Fréttamynd

Á­lits­gerð um hval­veiðar, sögu og stöðu þeirra, mis­ferli, lög­brot og veiði­leyfi, sem ekki stenzt

Reglugerð um hreinlæti við verkun virt að vettugi í 8 ár – Líka brot á EES-samningi:2009 setti Jón Bjarnason, þá sjávarútvegsráðherra, reglugerð nr. 489/2009, sem kvað á um það, að verka skyldi hval undir þaki, í lokuðu rými, til að tryggja hreinlæti við vinnslu og matvælaöryggi, en frá 1949 hafði þessi verkun farið fram úti, undir berum himni.

Skoðun

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Gerræðis­leg og hjarta­laus leyfis­veiting, sem stöðva verður!

Bjarni Benediktsson og nokkrir aðrir framámenn Sjálfstæðisflokksins, ekki sízt Jón Gunnarsson, hafa verið nátengdir Kristjáni Loftssyni í Hval. Hafa þeir stutt hann og hans hvalveiðar með ráðum og dáð. Reyndar hefur allur þingflokkurinn stutt þær, eftir því, sem bezt verður séð.

Skoðun
Fréttamynd

Heims­sýn úr músar­holu – Gengur það?

Ég hef kynnst ýmsum ágætum mönnum, vel menntuðum og skynsömum í sumu, sem svo hafa verið alveg úti að aka í öðru. Vantar þar oft í þá heila brú. Þetta gæti t.a.m. átt við um veðurfræðinginn Harald Ólafssson, formann Heimssýnar.

Skoðun
Fréttamynd

Mikill má máttur Við­reisnar og á­hrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera

Fyrr í dag birti Hjörtur J. grein hér á Vísi undir fyrirsögninni „Verðbólga í boði Viðreisnar“. Hjörtur hefur ýmislegt frá sér sent, sem illa stenzt það, sem satt er og rétt, og heggur hann hér í sama knérunn. Illþyrmilega. Í raun er með ólíkindum, hvað drengurinn leyfir sér að bera á borð fyrir ágæta lesendur Vísis og nú kjósendur. Hvar er virðingin við lesendur, svo að ekki sé talað um sjálfsvirðinguna?

Skoðun
Fréttamynd

Rang­færslu­vaðall Hjartar J.

Hjörtur J. Guðmundsson, sem hefur skrifað hér tugi pistla gegn ESB, Evru og Evrópu, og virðist nánast vera á mála einhverra hægri-hægri afla í því, má auðvitað hafa sínar skoðanir, eða vera boðberi skoðana annarra, gegn greiðslu eða án, þar hefur hann auðvitað sama rétt og ég og við hin, til að boða þessar skoðanir, eftir föngum, og reyna að koma þeim á framfæri.

Skoðun
Fréttamynd

Sann­leikurinn um Evrópu­sam­bandið V: 26 þjóðir hafa hafnað eigin gjald­miðli, líka Þýzkaland með sitt ofursterka Mark

Fyrir nokkrum árum, á tíma fyrri ríkisstjórnar, tjáði þáverandi fjármálaráðherra, Benedikt Jóhannesson, sig um þörf þess, að við tækjum upp stöðugan gjaldmiðil, helzt Evruna, til að tryggja trausta afkomu og stöðugleika – svo menn gætu gert áætlanir og byggt sín áform og plön á traustum grunni, hefðu fyrirsjáanleika – og, ekki sízt, til að tryggja lága vexti, réttlátara þjóðfélag og meiri velferð.

Skoðun