Þegar illfyglin fá að grassera - með góðum stuðningi fjölmiðla Ole Anton Bieltvedt skrifar 21. mars 2025 11:00 Öfund og illgirni, ásamt með sjálfselsku, græðgi og grimmd, mega sennilega teljast meðal verstu eiginda mannskepnunnar. Ónáttúra. En, af henni er nóg, og stundum grasserar hún meir en ella. Kúlmínerar. Oft með fullum stuðningi fjölmiðla. Líka þeirra, sem reknir eru af og á kostnað fólksins í landinu. Líka miðils, sem ætti að gæta sérstakrar varkárni, nærgætni og hlutleysis, jafnvel umfram aðra miðla. Kynna sér sérstaklega viðkvæm persónuleg mál feikivel, áður en vaðið er með þau í fréttir og mannorði, lífshamingju og velferð manneskju stefnt í voða eða lagt í rúst. Líka með neikvæðar bylgjur og áhrif langt út fyrir það. Skyldu fréttamenn RÚV, sem eru á launum hjá almenningi og bera skyldur til hans skv. því, allir hafa tandurhreinan skjöld í sínum einkamálum, frá blautu barnsbeini, eða leynist þar eitthvað, sem betur má hvíla í skugga, eða bak við tjöld? Skyldi nokkur meðal okkar vera allur tandurhreinn með öll sín mál? Ég þekki engan, held ég, sem gæti státað sig af því. Það er með ólíkindum, að RÚV skuli leyfa sér að velta upp og vaða fram með 35 ára einkamál, milli tveggja unglinga, sem enga þýðingu hefur fyrir neinn, nú í dag, nema fyrir þau sjálf og þeirra fjölskyldur, og ekki á því í raun neitt erindi til almennings, þó að ekki væri nema vegna aldurs málsins. Fyrir 35 árum, og þó að skemur væri farið aftur í tímann, lifðum við í öðrum heim. Við, sem þá vorum til, vorum líka öll allt aðrar manneskjur, en við erum nú í dag. Við breytumst eiginlega eitthvað á hverjum einasta degi, þegar við vöknum upp að morgni, er ekki aðeins heimurinn orðinn nýr og annar, heldur við sjálf líka. Ekki veit ég, hvað þeim kvennmanni gekk til, sem sendi uplýsingarnar um Ásthildi Lóu og hennar ástarævintýni fyrir 35 árum til forsætisráðherra á dögunum, en ekki var það neitt gott, og hvað átti forsætisráðherra að varða um það. Ég segi bara svei! Og enn meira og sterkara svei verð ég að segja um og til þeirra fréttamanna RÚV, sem í þetta mál óðu, eins og um stórfrétt væri að ræða, sem varðaði alla landsmenn. Fyrir mér varðaði alls engan, nema þá, sem áttu hlut að máli, um þetta. Hvorki fyrr né síðar. Ef ég man rétt, var Ásthildur Lóa kjörinn þingmaður Suðurkjördæmis með flestum atkvæðum allra þar 30. nóvember sl. Ég hygg, að sú góða kosning hafi byggst á verðleikum Ásthildar og því góða orðspori, sem hún hafi byggt upp með stöfum sínum og framferði síðustu áratugi. Ég hygg, að sú glæsilega kosning og hennar skipan í ráðherramebætti hafi verið makleg. Jafn ómakleg er framkoma þeirrar konu, sem sendi þetta eldgamla einkamál á forsætisráðaherra, og, þá um leið, ómannúðleg og ljót aðkoma RÚV að málinu. Ég var að vona, að ljót meðferð á Þórði Snæ, nú nýlega, hefði dugað öfundar- og illgirnisöflunum í bili, en leitina að ljótu og leiðinlegu, því sem veldur fólki þjáningu og óhamingju, eyðileggur líf, virðist grassera meir og betur en nokkru sinni og aldrei ætla að enda. Hödundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Barnamálaráðherra segir af sér Mest lesið Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Öfund og illgirni, ásamt með sjálfselsku, græðgi og grimmd, mega sennilega teljast meðal verstu eiginda mannskepnunnar. Ónáttúra. En, af henni er nóg, og stundum grasserar hún meir en ella. Kúlmínerar. Oft með fullum stuðningi fjölmiðla. Líka þeirra, sem reknir eru af og á kostnað fólksins í landinu. Líka miðils, sem ætti að gæta sérstakrar varkárni, nærgætni og hlutleysis, jafnvel umfram aðra miðla. Kynna sér sérstaklega viðkvæm persónuleg mál feikivel, áður en vaðið er með þau í fréttir og mannorði, lífshamingju og velferð manneskju stefnt í voða eða lagt í rúst. Líka með neikvæðar bylgjur og áhrif langt út fyrir það. Skyldu fréttamenn RÚV, sem eru á launum hjá almenningi og bera skyldur til hans skv. því, allir hafa tandurhreinan skjöld í sínum einkamálum, frá blautu barnsbeini, eða leynist þar eitthvað, sem betur má hvíla í skugga, eða bak við tjöld? Skyldi nokkur meðal okkar vera allur tandurhreinn með öll sín mál? Ég þekki engan, held ég, sem gæti státað sig af því. Það er með ólíkindum, að RÚV skuli leyfa sér að velta upp og vaða fram með 35 ára einkamál, milli tveggja unglinga, sem enga þýðingu hefur fyrir neinn, nú í dag, nema fyrir þau sjálf og þeirra fjölskyldur, og ekki á því í raun neitt erindi til almennings, þó að ekki væri nema vegna aldurs málsins. Fyrir 35 árum, og þó að skemur væri farið aftur í tímann, lifðum við í öðrum heim. Við, sem þá vorum til, vorum líka öll allt aðrar manneskjur, en við erum nú í dag. Við breytumst eiginlega eitthvað á hverjum einasta degi, þegar við vöknum upp að morgni, er ekki aðeins heimurinn orðinn nýr og annar, heldur við sjálf líka. Ekki veit ég, hvað þeim kvennmanni gekk til, sem sendi uplýsingarnar um Ásthildi Lóu og hennar ástarævintýni fyrir 35 árum til forsætisráðherra á dögunum, en ekki var það neitt gott, og hvað átti forsætisráðherra að varða um það. Ég segi bara svei! Og enn meira og sterkara svei verð ég að segja um og til þeirra fréttamanna RÚV, sem í þetta mál óðu, eins og um stórfrétt væri að ræða, sem varðaði alla landsmenn. Fyrir mér varðaði alls engan, nema þá, sem áttu hlut að máli, um þetta. Hvorki fyrr né síðar. Ef ég man rétt, var Ásthildur Lóa kjörinn þingmaður Suðurkjördæmis með flestum atkvæðum allra þar 30. nóvember sl. Ég hygg, að sú góða kosning hafi byggst á verðleikum Ásthildar og því góða orðspori, sem hún hafi byggt upp með stöfum sínum og framferði síðustu áratugi. Ég hygg, að sú glæsilega kosning og hennar skipan í ráðherramebætti hafi verið makleg. Jafn ómakleg er framkoma þeirrar konu, sem sendi þetta eldgamla einkamál á forsætisráðaherra, og, þá um leið, ómannúðleg og ljót aðkoma RÚV að málinu. Ég var að vona, að ljót meðferð á Þórði Snæ, nú nýlega, hefði dugað öfundar- og illgirnisöflunum í bili, en leitina að ljótu og leiðinlegu, því sem veldur fólki þjáningu og óhamingju, eyðileggur líf, virðist grassera meir og betur en nokkru sinni og aldrei ætla að enda. Hödundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni.
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun