Þegar bændur bregðast dýrum sínum – Valda þeim þjáningu og skelfilegum dauðdaga Ole Anton Bieltvedt skrifar 4. júní 2025 13:01 17. desember 2019 skrifaði ég grein hér á Vísi, sem byrjaði svona: „„Vitjaði hestanna eftir að eitthvað ólýsanlegt hnippti í hann“ var fyrirsögnin á frétt í Vísi 12. desember sl. (2019). Í fréttinni segir bóndinn, sem í hlut á: „Það hnippti einhver í mig. Ég veit ekki hver gerði það.“ Þegar hann vitjaði svo hestanna, voru 10 fastir í fönn og snoppan á hryssunni Freyju stóð rétt upp úr snjónum. Er spurning, hvort hún er enn á lífi, en allt að 100 hestar munu hafa farizt, bara á þessu svæði, í aftakaveðrinu á dögunum.Svo, hvað skyldi „það ólýsanlega“ hafa verið, sem hnippti í hrossabóndann? Var það kannske það, sem almennt er kallað sektarkennd eða samvizka?“ Í þeim veðurskelli, sem gekk yfir landið í desember 2019, fórust um 100 hestar, mikið folöld. Margir höfðu samúð með bændunum, svona upp á gamlan og góðan íslenzkan máta. Aumingjans þeir. Ég hafði samúð með dýrunum. Punkturinn var og er fyrir mér; ef bændur geta ekki haldið dýrin sín af ábyrgð og fagmennsku, tryggt velferð þeirra og öryggi, ættu þeir ekki að koma nálægt dýrahaldi. Í gær, 3. júní, var svo aftur dýrafrétt, fyrst á Stöð 2, svo á Vísi, þar sem fyrirsögnin var þessi: „ Kindur aðstoðuðu björgunarfólk að finna afkvæmi sín“. Í texta er fjallað um veðurskellinn, sem gekk yfir landið síðustu 2 daga, sem reyndar var búið að vara við dögum saman, og allir, sem eitthvað fylgjast með og vita í sinn haus, vissu full vel, frá því í síðustu viku, að væra að skella á. Í texta fréttarinnar segir svo m.a. þetta:“ „Einna verst var veðrið á Hnjúki í Skíðadal þar sem bændur ásamt björgunarsveitafólki frá Dalvík stóðu í ströngu við að bjarga um 100 kindum og lömbum. „Þær voru sumar bara komnar undir snjó og voru fenntar, lömbin líka. Það var alveg þannig að sumar kindur gátu vísað á hvar lömbin voru í snjónum og þannig fundust þau. Það var mjög mikill snjór í morgun og þetta er aðeins að minnka núna, maður sér að hann er að taka upp“, sagði bóndinn. Svo afsakaði hún sig með þessu orðum: „Þau eru bara að hlýja sér núna. En auðvitað sér maður að þetta hefur farið mjög illa í sumar ærnar sérstaklega. Auðvitað er alltaf hætta á því þegar það þarf að loka þetta svona inni. Kindurnar geta fengið júgurbólgu ef lömbin hanga mikið á þeim og auðvitað geta komið afturkippir í einhver lömbin.“ Var það nú afsökun, að kindurnar fengju júgurbólgu, ef þær og lömbin hefðu verið hýstar í nokkra daga, meða óveðrið gekk yfir? Var, sem sé, betra, að láta þær bara verða úti, kveljast og jafnel drepast í kvalræði og hörmungum? Í fréttinni segir svo þetta: „Um 30 lömb og kindur eru enn ófundin. Reiknað er með að leit verði haldið áfram fram eftir kvöldi“. Skyldi hún hafa borið árangur. Ég efast um það. Frétt um sama mál í Morgunblaðinu í dag, 4. júní: „Víða á Norðurlandi þurfti að koma sauðfé í skjól vegna snjókomunnar og sinntu björgunarsveitir því verkefni. „Dagurinn er bara búinn að vera erfiður, hreint út sagt. Þetta voru krefjandi aðstæður. Það var mikill snjór í bökkum, gildrögum og börðum og eitthvað af því fé sem við fundum var fennt,“ sagði Björn Már Björnsson úr Björgunarsveitinni Dalvík í samtali við blaðamann mbl.is í gær. Svo kom millifyrirsögn: „Forðast hefði mátt útkallið“ og þessi texti: „Hann (Björn Már) talaði um að erfitt hefði verið að reka féð heim í hús, meðal annars vegna þess að féð var kleprað og þá sérstaklega lömbin, sem mörg hver báru á sér snjó köggla sem björgunarsveitarmenn þurftu að kroppa af með nokkurra metra millibili sökum þess að lömbin gátu ekki lengur hreyft fram- eða afturlappirnar. Þá bætti Björn við að forðast hefði mátt þetta erfiða útkall ef bændur hefðu fylgst betur með veðurspá og brugðist fyrr við. „Það sem vakir líka fyrir okkur er að ef beðið hefði verið um aðstoð í gær hefði þetta tekið tvo tíma. Þetta hefði ekkert þurft að fara svona og ég vil bara hreinlega að það komi fram“. Það er ekki miklu við þetta að bæta. Skyldu margir vorkenna bóndanum? Ég vorkenni blessuðum saklausum og varnarlausum dýrunum. Skyldi þessi bóndi vera hæfur, og ætti hann að hafa til þess leyfi, að halda dýr!? Hvað finnst þér, lesandi góður? Höfundur er stofnandi og formaður Jarðarvina, félagasamtaka um dýra-, náttúru- og umhverfisvernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
17. desember 2019 skrifaði ég grein hér á Vísi, sem byrjaði svona: „„Vitjaði hestanna eftir að eitthvað ólýsanlegt hnippti í hann“ var fyrirsögnin á frétt í Vísi 12. desember sl. (2019). Í fréttinni segir bóndinn, sem í hlut á: „Það hnippti einhver í mig. Ég veit ekki hver gerði það.“ Þegar hann vitjaði svo hestanna, voru 10 fastir í fönn og snoppan á hryssunni Freyju stóð rétt upp úr snjónum. Er spurning, hvort hún er enn á lífi, en allt að 100 hestar munu hafa farizt, bara á þessu svæði, í aftakaveðrinu á dögunum.Svo, hvað skyldi „það ólýsanlega“ hafa verið, sem hnippti í hrossabóndann? Var það kannske það, sem almennt er kallað sektarkennd eða samvizka?“ Í þeim veðurskelli, sem gekk yfir landið í desember 2019, fórust um 100 hestar, mikið folöld. Margir höfðu samúð með bændunum, svona upp á gamlan og góðan íslenzkan máta. Aumingjans þeir. Ég hafði samúð með dýrunum. Punkturinn var og er fyrir mér; ef bændur geta ekki haldið dýrin sín af ábyrgð og fagmennsku, tryggt velferð þeirra og öryggi, ættu þeir ekki að koma nálægt dýrahaldi. Í gær, 3. júní, var svo aftur dýrafrétt, fyrst á Stöð 2, svo á Vísi, þar sem fyrirsögnin var þessi: „ Kindur aðstoðuðu björgunarfólk að finna afkvæmi sín“. Í texta er fjallað um veðurskellinn, sem gekk yfir landið síðustu 2 daga, sem reyndar var búið að vara við dögum saman, og allir, sem eitthvað fylgjast með og vita í sinn haus, vissu full vel, frá því í síðustu viku, að væra að skella á. Í texta fréttarinnar segir svo m.a. þetta:“ „Einna verst var veðrið á Hnjúki í Skíðadal þar sem bændur ásamt björgunarsveitafólki frá Dalvík stóðu í ströngu við að bjarga um 100 kindum og lömbum. „Þær voru sumar bara komnar undir snjó og voru fenntar, lömbin líka. Það var alveg þannig að sumar kindur gátu vísað á hvar lömbin voru í snjónum og þannig fundust þau. Það var mjög mikill snjór í morgun og þetta er aðeins að minnka núna, maður sér að hann er að taka upp“, sagði bóndinn. Svo afsakaði hún sig með þessu orðum: „Þau eru bara að hlýja sér núna. En auðvitað sér maður að þetta hefur farið mjög illa í sumar ærnar sérstaklega. Auðvitað er alltaf hætta á því þegar það þarf að loka þetta svona inni. Kindurnar geta fengið júgurbólgu ef lömbin hanga mikið á þeim og auðvitað geta komið afturkippir í einhver lömbin.“ Var það nú afsökun, að kindurnar fengju júgurbólgu, ef þær og lömbin hefðu verið hýstar í nokkra daga, meða óveðrið gekk yfir? Var, sem sé, betra, að láta þær bara verða úti, kveljast og jafnel drepast í kvalræði og hörmungum? Í fréttinni segir svo þetta: „Um 30 lömb og kindur eru enn ófundin. Reiknað er með að leit verði haldið áfram fram eftir kvöldi“. Skyldi hún hafa borið árangur. Ég efast um það. Frétt um sama mál í Morgunblaðinu í dag, 4. júní: „Víða á Norðurlandi þurfti að koma sauðfé í skjól vegna snjókomunnar og sinntu björgunarsveitir því verkefni. „Dagurinn er bara búinn að vera erfiður, hreint út sagt. Þetta voru krefjandi aðstæður. Það var mikill snjór í bökkum, gildrögum og börðum og eitthvað af því fé sem við fundum var fennt,“ sagði Björn Már Björnsson úr Björgunarsveitinni Dalvík í samtali við blaðamann mbl.is í gær. Svo kom millifyrirsögn: „Forðast hefði mátt útkallið“ og þessi texti: „Hann (Björn Már) talaði um að erfitt hefði verið að reka féð heim í hús, meðal annars vegna þess að féð var kleprað og þá sérstaklega lömbin, sem mörg hver báru á sér snjó köggla sem björgunarsveitarmenn þurftu að kroppa af með nokkurra metra millibili sökum þess að lömbin gátu ekki lengur hreyft fram- eða afturlappirnar. Þá bætti Björn við að forðast hefði mátt þetta erfiða útkall ef bændur hefðu fylgst betur með veðurspá og brugðist fyrr við. „Það sem vakir líka fyrir okkur er að ef beðið hefði verið um aðstoð í gær hefði þetta tekið tvo tíma. Þetta hefði ekkert þurft að fara svona og ég vil bara hreinlega að það komi fram“. Það er ekki miklu við þetta að bæta. Skyldu margir vorkenna bóndanum? Ég vorkenni blessuðum saklausum og varnarlausum dýrunum. Skyldi þessi bóndi vera hæfur, og ætti hann að hafa til þess leyfi, að halda dýr!? Hvað finnst þér, lesandi góður? Höfundur er stofnandi og formaður Jarðarvina, félagasamtaka um dýra-, náttúru- og umhverfisvernd.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun