Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar 14. maí 2025 06:02 Það liggur fyrir, hefur gert það mörg síðustu misseri, að afgerandi meirihluti þjóðarinnar vill þjóðaratkvæði um framahaldsviðræður við ESB. Í skoðanakönnun Gallups, sem fram fór 27. marz - 8. apríl síðastliðinn, reyndust 72% landsmann, 80% þeirra, sem afstöðu tóku, hlynnt því, að framhaldsviðræður við ESB færu fram. Slíkar viðræður eru auðvitað með öllu óskuldbindandi og áhætta af þeim engin. Hverjir komu svo ríkisstjórninni til valda? Á sama hátt er það ljóst, að þessi sami hópur - skýr meirhluti landsmanna, sem vill þjóðaratkvæði um framhaldsviððræður, auðvitað strax, eða sem allra fyrst, ekki einhvern tíma seint og síðar meir - kom þessari ríkisstjórn til valda. Í ljósi þess, er það með ólíkindum, að ríkisstjórnin skuli hafa leyft sér, við stjórnarmyndun í desember 2024, að setja þjóðaratkvæði um framhaldssamninga fyrst á dagskrá 2027, eða ekki síðar, en valdatími ríkisstjórnarinnar rennur út í síðasta lagi 2028. Þessi síðbúna tímasetning er vanviðing, eða ótti, við lýðræðið, og blaut tuska í andlit þeirra, sem ríkisstjórnina kusu Fyrir undirrituðum var og er tilkynningin um, að þjóðaratkvæði um framhaldssamninga skyldi fyrst fara fram 2027, jafnvel þó eitthvað fyrr væri, ekkert annað en vanvirðing, eða ótti, nema hvorttveggja sé, við vilja fólksins í landinu og lýðræðið, og, þá um leið blaut tuska í andlit þeirra, sem stjórnarflokkana kusu. Það, sem gerir málið ennþá verra, er það, að mögulegt þjóðaratkvæði um framhaldssaminga fyrst 2027, er hvorki fugl né fiskur, í raun bara tilgangslaus fyrirsláttur. Ef kosið yrði fyrst þá um framhaldssamninga, og, ef „Já“ fengist, sem ljóst virðist, gætu aðildarsamningar fyrst hafizt 2027/2028, en valdatími ríkisstjórnarinnar rennur, sem sagt, út 2028, ef hún heldur út kjörtímabilið, sem við þrátt fyrir allt auðvitað vonum. Þar sem þessir samningar taka minst 2 ár, kannske 3, væri þá engan veginn hægt að ljúka málinu í hennar valdatíð, og væri þá í reynd til einskis af stað farið, því enginn veit hér, hvað tekur við eftir 2028. Evrópusambandið hefi heldur enginn áhuga á, að hefja framhaldssamninga við ríkisstjórn, hverrar valdatími væri að enda. Hver ber hér ábyrgð? - Ingu blessuninni Sæland er kennt um Þegar gengið er á stjórnarliða með þessa broguðu afstöðu og glórulausu tímasetningu, stefnusvik fyrir undirrituðum, er helzt að heyra á mönnum, að Inga Sæland og Flokkur fólksins beri hér alla ábyrgð. Samfylking og Viðrfeisn hafi viljað halda þjóðaratkvæði um framhaldssamninga strax, alla vega miklu fyrr, í samræmi við vilja stuðningsmanna og meirihluta þjóðarinnar. Inga Sæland lýsti því ítrekað yfir fyrir kosningar, að hún væri algjörlega hlynnt því, að kosið yrði um framhaldssamninga, það væri réttur landsmanna, að tjá sig um það, af eða á, en hún lýsti því jafnframt yfir, að óvíst væri, hvort hún sjálf styddi aðild, eða ekki, þegar að slíkri síðari atkvæðagreiðslu kæmi. Þetta tel ég góða og rétta afstöðu hjá Ingu, og trúi ég því, að hún hafi staðið og standi við hana. Staðreyndin er nefnilega sú, að hvorki Inga né aðrir geta á þessu stigi vegið og metið, tekið málefnalega afstöðu til þess, hvort aðild sé æskileg, eða ekki, þar sem þá fyrst, þegar búið er að semja, 2-3 árum eftir að framhaldssamningar hefjast aftur, geta Inga og aðrir vitað, hver býtin eru; hver kjör og skilmála ESB muni í lok dags bjóða okkur eða fallast á. Skv. nefndri skoðanakönnun Gallups, eru 92% fylgjenda Flokks fólksins líka hlynnt þjóðaratkvæði um framahaldssamninga, og þá auðvitað strax, svo ekki stoppar sú hlið málsins þjóðaratkvæði án tafar. Sunnudagurinn 28. september góður dagur Undirritaður skorar hér með á forsætisráðherra og ríkisstjórnina, í nafni þess afgerandi þjóðarmeirihluta, sem skv. þessari nýjustu skoðanakönnun er til staðar - 80% þeirra, sem afstöðu tóku - að endurskoða nú og leiðrétta sína stefnu í þessu þjóðaratkvæðismáli; stofna til þess eins fljótt og verða má. Væri sunnudagurinn 28. september þar ekki illa tilfallinn. Þannig mætti framhalda samningaumleitunum við ESB, um möguleg kjör og skilmála, í lok þessa árs, 2025, og ljúka þeim um áramótin 2027/2028. Þjóðaratkvæði um aðild, eða ekki, gæti svo farið fram sumarið 2028, eftir hálfs árs öfluga umræðu um kosti og galla mögulegrar aðildar, en allar hliðar málsins, kjör og skilmálar, lægju þá, og þá fyrst, fyrir. Ótti forsætisráðherra um að kljúfa þjóðina er ótti við lýðræðið - Tvær fylkingar ríkjandi víðast Margar þjóðir heims eru nú klofnar í tvær fylkingar. Annars vegar fara þeir, sem til vinstri standa, ásamt með græningjum, miðjufólki og frjálslyndum, hins vegar standa hægri menn, þjóðernissinnar, hægri-hægri öfgamenn og fasistar. Það undarlega er, að þessar flykingar eru oft ámóta stórar og öflugar. Meirihlutar verða þá oft naumir og minnihlutar líka, en minnihlutar verða þó að una því. Enginn getur breytt þessari þróun eða stöðu, sameinað eða samstillt ólíkar fylkingar, oft ráða hér tilfinngar og kenndir meira en skynsemi og rök, og er það ekki á valdi neins, að gera úr þessum fylkingum bræður og systur, ekki heldur forsætisráðaherra landsins, þó hún gjarnan vilji og henni gangi gott eitt til. Höfundur er samfélagsrýnir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Evrópusambandið Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Það liggur fyrir, hefur gert það mörg síðustu misseri, að afgerandi meirihluti þjóðarinnar vill þjóðaratkvæði um framahaldsviðræður við ESB. Í skoðanakönnun Gallups, sem fram fór 27. marz - 8. apríl síðastliðinn, reyndust 72% landsmann, 80% þeirra, sem afstöðu tóku, hlynnt því, að framhaldsviðræður við ESB færu fram. Slíkar viðræður eru auðvitað með öllu óskuldbindandi og áhætta af þeim engin. Hverjir komu svo ríkisstjórninni til valda? Á sama hátt er það ljóst, að þessi sami hópur - skýr meirhluti landsmanna, sem vill þjóðaratkvæði um framhaldsviððræður, auðvitað strax, eða sem allra fyrst, ekki einhvern tíma seint og síðar meir - kom þessari ríkisstjórn til valda. Í ljósi þess, er það með ólíkindum, að ríkisstjórnin skuli hafa leyft sér, við stjórnarmyndun í desember 2024, að setja þjóðaratkvæði um framhaldssamninga fyrst á dagskrá 2027, eða ekki síðar, en valdatími ríkisstjórnarinnar rennur út í síðasta lagi 2028. Þessi síðbúna tímasetning er vanviðing, eða ótti, við lýðræðið, og blaut tuska í andlit þeirra, sem ríkisstjórnina kusu Fyrir undirrituðum var og er tilkynningin um, að þjóðaratkvæði um framhaldssamninga skyldi fyrst fara fram 2027, jafnvel þó eitthvað fyrr væri, ekkert annað en vanvirðing, eða ótti, nema hvorttveggja sé, við vilja fólksins í landinu og lýðræðið, og, þá um leið blaut tuska í andlit þeirra, sem stjórnarflokkana kusu. Það, sem gerir málið ennþá verra, er það, að mögulegt þjóðaratkvæði um framhaldssaminga fyrst 2027, er hvorki fugl né fiskur, í raun bara tilgangslaus fyrirsláttur. Ef kosið yrði fyrst þá um framhaldssamninga, og, ef „Já“ fengist, sem ljóst virðist, gætu aðildarsamningar fyrst hafizt 2027/2028, en valdatími ríkisstjórnarinnar rennur, sem sagt, út 2028, ef hún heldur út kjörtímabilið, sem við þrátt fyrir allt auðvitað vonum. Þar sem þessir samningar taka minst 2 ár, kannske 3, væri þá engan veginn hægt að ljúka málinu í hennar valdatíð, og væri þá í reynd til einskis af stað farið, því enginn veit hér, hvað tekur við eftir 2028. Evrópusambandið hefi heldur enginn áhuga á, að hefja framhaldssamninga við ríkisstjórn, hverrar valdatími væri að enda. Hver ber hér ábyrgð? - Ingu blessuninni Sæland er kennt um Þegar gengið er á stjórnarliða með þessa broguðu afstöðu og glórulausu tímasetningu, stefnusvik fyrir undirrituðum, er helzt að heyra á mönnum, að Inga Sæland og Flokkur fólksins beri hér alla ábyrgð. Samfylking og Viðrfeisn hafi viljað halda þjóðaratkvæði um framhaldssamninga strax, alla vega miklu fyrr, í samræmi við vilja stuðningsmanna og meirihluta þjóðarinnar. Inga Sæland lýsti því ítrekað yfir fyrir kosningar, að hún væri algjörlega hlynnt því, að kosið yrði um framhaldssamninga, það væri réttur landsmanna, að tjá sig um það, af eða á, en hún lýsti því jafnframt yfir, að óvíst væri, hvort hún sjálf styddi aðild, eða ekki, þegar að slíkri síðari atkvæðagreiðslu kæmi. Þetta tel ég góða og rétta afstöðu hjá Ingu, og trúi ég því, að hún hafi staðið og standi við hana. Staðreyndin er nefnilega sú, að hvorki Inga né aðrir geta á þessu stigi vegið og metið, tekið málefnalega afstöðu til þess, hvort aðild sé æskileg, eða ekki, þar sem þá fyrst, þegar búið er að semja, 2-3 árum eftir að framhaldssamningar hefjast aftur, geta Inga og aðrir vitað, hver býtin eru; hver kjör og skilmála ESB muni í lok dags bjóða okkur eða fallast á. Skv. nefndri skoðanakönnun Gallups, eru 92% fylgjenda Flokks fólksins líka hlynnt þjóðaratkvæði um framahaldssamninga, og þá auðvitað strax, svo ekki stoppar sú hlið málsins þjóðaratkvæði án tafar. Sunnudagurinn 28. september góður dagur Undirritaður skorar hér með á forsætisráðherra og ríkisstjórnina, í nafni þess afgerandi þjóðarmeirihluta, sem skv. þessari nýjustu skoðanakönnun er til staðar - 80% þeirra, sem afstöðu tóku - að endurskoða nú og leiðrétta sína stefnu í þessu þjóðaratkvæðismáli; stofna til þess eins fljótt og verða má. Væri sunnudagurinn 28. september þar ekki illa tilfallinn. Þannig mætti framhalda samningaumleitunum við ESB, um möguleg kjör og skilmála, í lok þessa árs, 2025, og ljúka þeim um áramótin 2027/2028. Þjóðaratkvæði um aðild, eða ekki, gæti svo farið fram sumarið 2028, eftir hálfs árs öfluga umræðu um kosti og galla mögulegrar aðildar, en allar hliðar málsins, kjör og skilmálar, lægju þá, og þá fyrst, fyrir. Ótti forsætisráðherra um að kljúfa þjóðina er ótti við lýðræðið - Tvær fylkingar ríkjandi víðast Margar þjóðir heims eru nú klofnar í tvær fylkingar. Annars vegar fara þeir, sem til vinstri standa, ásamt með græningjum, miðjufólki og frjálslyndum, hins vegar standa hægri menn, þjóðernissinnar, hægri-hægri öfgamenn og fasistar. Það undarlega er, að þessar flykingar eru oft ámóta stórar og öflugar. Meirihlutar verða þá oft naumir og minnihlutar líka, en minnihlutar verða þó að una því. Enginn getur breytt þessari þróun eða stöðu, sameinað eða samstillt ólíkar fylkingar, oft ráða hér tilfinngar og kenndir meira en skynsemi og rök, og er það ekki á valdi neins, að gera úr þessum fylkingum bræður og systur, ekki heldur forsætisráðaherra landsins, þó hún gjarnan vilji og henni gangi gott eitt til. Höfundur er samfélagsrýnir
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun