Hugleiðingar og skoðanaskipti um rasisma og útlendingahatur Ole Anton Bieltvedt skrifar 1. júní 2025 13:31 Ágætur maður og góðkunningi sendi í morgun þessa spurningu inn í umræðuhóp á netinu, sem undirritaður er líka í: „Ég hef fylgst með fréttum af mótmælafundi kynþáttahatara sem fóru fram hér í bænum í dag. Það veldur mér miklum áhyggjum hversu margt fólk virðist hafa mætt. En það sem veldur mér enn meiri áhyggjum er að mér sýnist fréttaflutningur af þessu bera þess nokkuð glögg merki að verið sé að “normalisera” kynþáttahatrið. Það er þó vissulega ekki gert í þessari frétt DV. https://www.dv.is/frettir/2025/5/31/rynt-raedu-brynjars-sem-hjoladi-enn-ny-muslima-samsaeriskenningar-tyrkjaranid-vistarbandid-sjoraeningjar-og-islensk-menning/ Við sjáum þetta hins vegar í fréttum Vísis og Morgunblaðsins. Ég veit að á þessum þræði er mikið af góðu og velviljuðu fólki sem lætur sig málefni samfélagsins varða. Ég spyr, hvað getum við gert til að vinna gegn uppgangi rasisma og útlendingahaturs í okkar góða samfélagi? Oft var þörf, en nú er nauðsyn. Kveðja, Þorsteinn“. Undirritaður velti fyrir sér spurningunni, hefur reyndar gert það oft áður, og sendi þetta svar inn í umræðuhópinn: „Sæll, Þorsteinn, og sælt veri fólkið. Góð hugleiðing og spurning hjá Þorsteini. Á bak við rasisma stendur fyrst og fremst þjóðerniskennd. Hún byggir mikið á tilfinningum. Á sjálfselsku og eigingirni. Þeim vilja, að halda sem mestu af lífsgæðum fyrir sjálfa sig, ekki deila með öðrum, hvað þá gefa. Þeirra vandi er þeirra mál. Trumpismi. Þetta er mest tilfinning, eðli þessa fólks, ekki skynsemi eða yfirveguð afstaða. Það er erfitt að rökræða við tilfinningalíf manna og þeirra eigingirni eða egóisma. Baráttan gegn rasisma verður í mínum huga að fara fram með því, annars vegar, að sýnt sé fram á, að þessi jörð okkar sé one place, einn staðar, sem við verðum nauðugviljug að deila með okkur, og, hins vegar, að það leynist gott og uppbyggilegt víðar en hjá okkur, og, að skipuleg samvinna geti gagnast okkur öllum og bætt líf og velferð allra. Að annað fólk, útlendingar, gagnist okkur, fylli eyður í okkar samfélagi og lífi, auðgi það, tryggi okkur velferð, sem við hefðum ekki án þeirra. Hvar stæði fiskiðnaður, byggingastarfsemi, heilbrigðisþjónusta og ferðaþjónusta, ef við nytum ekki útlendinga við? Góðar kveðjur á alla góða menn, OAB“. Ágætur lesandi Vísis, hvað finnst þér? Þetta er afar brýn og þýðingarmikil hugleiðing, spurning og umræða. Brýnt að allir velti henni vel fyrir sér og taki afstöðu. Höfundur er samfélagsrýnir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Innflytjendamál Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Ágætur maður og góðkunningi sendi í morgun þessa spurningu inn í umræðuhóp á netinu, sem undirritaður er líka í: „Ég hef fylgst með fréttum af mótmælafundi kynþáttahatara sem fóru fram hér í bænum í dag. Það veldur mér miklum áhyggjum hversu margt fólk virðist hafa mætt. En það sem veldur mér enn meiri áhyggjum er að mér sýnist fréttaflutningur af þessu bera þess nokkuð glögg merki að verið sé að “normalisera” kynþáttahatrið. Það er þó vissulega ekki gert í þessari frétt DV. https://www.dv.is/frettir/2025/5/31/rynt-raedu-brynjars-sem-hjoladi-enn-ny-muslima-samsaeriskenningar-tyrkjaranid-vistarbandid-sjoraeningjar-og-islensk-menning/ Við sjáum þetta hins vegar í fréttum Vísis og Morgunblaðsins. Ég veit að á þessum þræði er mikið af góðu og velviljuðu fólki sem lætur sig málefni samfélagsins varða. Ég spyr, hvað getum við gert til að vinna gegn uppgangi rasisma og útlendingahaturs í okkar góða samfélagi? Oft var þörf, en nú er nauðsyn. Kveðja, Þorsteinn“. Undirritaður velti fyrir sér spurningunni, hefur reyndar gert það oft áður, og sendi þetta svar inn í umræðuhópinn: „Sæll, Þorsteinn, og sælt veri fólkið. Góð hugleiðing og spurning hjá Þorsteini. Á bak við rasisma stendur fyrst og fremst þjóðerniskennd. Hún byggir mikið á tilfinningum. Á sjálfselsku og eigingirni. Þeim vilja, að halda sem mestu af lífsgæðum fyrir sjálfa sig, ekki deila með öðrum, hvað þá gefa. Þeirra vandi er þeirra mál. Trumpismi. Þetta er mest tilfinning, eðli þessa fólks, ekki skynsemi eða yfirveguð afstaða. Það er erfitt að rökræða við tilfinningalíf manna og þeirra eigingirni eða egóisma. Baráttan gegn rasisma verður í mínum huga að fara fram með því, annars vegar, að sýnt sé fram á, að þessi jörð okkar sé one place, einn staðar, sem við verðum nauðugviljug að deila með okkur, og, hins vegar, að það leynist gott og uppbyggilegt víðar en hjá okkur, og, að skipuleg samvinna geti gagnast okkur öllum og bætt líf og velferð allra. Að annað fólk, útlendingar, gagnist okkur, fylli eyður í okkar samfélagi og lífi, auðgi það, tryggi okkur velferð, sem við hefðum ekki án þeirra. Hvar stæði fiskiðnaður, byggingastarfsemi, heilbrigðisþjónusta og ferðaþjónusta, ef við nytum ekki útlendinga við? Góðar kveðjur á alla góða menn, OAB“. Ágætur lesandi Vísis, hvað finnst þér? Þetta er afar brýn og þýðingarmikil hugleiðing, spurning og umræða. Brýnt að allir velti henni vel fyrir sér og taki afstöðu. Höfundur er samfélagsrýnir
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar