Er ný ESB-langavitleysa íslenzkrar ríkisstjórnar í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar 17. mars 2025 06:01 Þann 16. júlí 2009 samþykkti Alþingi, að Ísland skyldi sækja um aðild að ESB. Formlegir samningar drógust þó, ekki veit ég af hverju, og hófust ekki fyrr en ári seinna, í júlí 2010. Eftir tvö og hálft ár, um áramótin 2012/2013, var svo hlé gert á viðræðunum. Þá um vorið, í apríl 2013, fóru fram Alþingiskosningar, þar sem flokkar andstæðir ESB-umsókn/aðild, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurin, fengu meirihluta. Á fundi þess nýja forsætisráðherra, sem þá tók við, Sigmundar Davíðs, með ráðamönnum ESB í júlí 2013, mun hann hafa upplýst, að framhaldsviðræður væu ekki á dagskrá nýrrar ríkisstjórnar, en ljóst virðist, að hann talaði þar svo loðið og óskýrt, að ESB skildi tal hans á þann veg, að um framhaldshlé viðræðna væri að ræða, ekki samningslok. Svo liðu nær tvö ár, án þess að ný ríkisstjórn tæki af skarið um stöðu aðildarumsóknar Íslands, en í marz 2015 skrifaði hinn líka nýi utanríkisráðherra, Gunnar Bragi, forráðamönnum stækkunardeildar ESB bréf, þar sem hann tilkynnti, að ESB skyldi ekki lengur líta á Ísland sem umsóknarríki. Aftur var hér svo ógreinilega og ófaglega skrifað og að málum staðið, að ESB lítur enn svo á, eftir öll þessi ár, að aðildarumsóknin frá 2009, sé lögleg og gild. Þetta kom fram, þegar sá utanríkisráðherra, sem nú er við völd, tók við þeim 21. desember sl., Þorgerður Katrín, heimsótti Brussel og ræddi þar við ráðamenn í janúar sl. Fyrir undirrituðum kemur eitt orð helzt upp í hugann, þegar þetta ferli allt er skoðað. Langavitleysa. Er ég þess fullviss, en sú fullvissa byggist líka á viðræðum undirritaðs við framámenn í stækkunardeildinni, sem sendiherra ESB hér ráðstafaði fyrir mig, að ESB hefur lítinn áhuga á nýrri samningalotu af svipuðu tagi. Vill enga nýja langavitleysu, enda með fullar hendur verkefna, ekki færri en 9-10 ríkja, sem sækjast eftir aðild með ráði og dáð. Ný ríkisstjórn komst, þrátt fyrir þessa stöðu, að þeirri lítt skiljanlegu og greinilega lítt grunduðu niðurstöðu, þegar flokkarnir sömdu um málefni og stefnuskrá, að kjósa skyldi um framhaldssamninga við ESB „ekki síðar en 2027“. Tala ráðamenn mest um 2027. Sá tímarammi, sem þá blasir við, er þessi: Ef þessi ríkistjórn situr allt kjörtímabilið, eins og við vonum, situr hún væntanlega fram eftir/út árið 2028. Nýjar þingkosningar þá í september/október 2028. Reikna má með, að samningaumleitanir við ESB og lyktir þeirra taki 2-3 ár. Ef kosið verður um það fyrst 2027, hvort menn vilji framhaldsviðræður, eða ekki, og, þó að þjóðin segði „Já“, þá væri ekki hægt að hefja samninga fyrr en seint á árinu 2027, eða í byrjun árs 2028. Ljóst væri þá, að útilokað væri, að ljúka samningunum á kjörtímabili þessarar ríkisstjórnar, og engin veit nú, hvaða stjórn tekur við eftir það. Með þessum hætti, væri verið að fara í mál, sem enginn vissi, hvernig endaði, eða sæi fyrir endann á. Nýja langavitleysi. Það er undirrituðum til stórs efs, að forustusveit ESB, hefði nokkurn áhuga á, að hefja framhaldssamninga við Íslendinga á grundvelli þessarar óvissu. Ætli þeir myndu þá ekki segja: Við skulum þá bíða eftir nýrri ríkistjórn. Eini uppbyggilegi og raunhæfi tímaramminn fyrir framhald og lyktir ESB mála væri þessi: Gengið væri í þjóðaratkvæði um framahaldsviðræður nú í haust, í september eða október, og, ef þjóðin staðfestir vilja sinn til framahaldssamninga, sem ég tel reyndar fullvíst, mætti hefja þá í lok ársins, eða byrjun 2025, og ljúka þeim 2027. Þá, um það sumar, 2027, lægju endanleg samningsdrög þá fyrir, landsmenn sæju svart á hvítu, hverjir skilmálar og kjör stæðu til boða við fulla mögulega inngöngu, og að lokinni nauðsynlegri þjóðfélagsumræði um kjör og skilmála, í byrjun 2028, gæti svo þjóðaratkvæði farið fram um fulla ESB-aðild, eða ekki. Aðeins með þessum hætti væri hægt að fullklára þetta verkefni, ljúka þessu ferli með fullnægjandi hætti, innan væntanlegs valdatíma þessarar ríkistjórnar. Ýmsir málsmetandi menn benda á, að breyta þurfi stjórnarká, ef til aðildar eigi að koma. Eins og lagastaðan sé nú, stæðist möguleg aðild ekki. Sé það rétt, er nóg að taka á nauðsynlegri stjórnarskrábreytingu til hliðar við þjóðaratkvæði um aðild, þegar heildar samningsdrög lægju fyrir. Önnur spurningin í því þjóðaratkvæði gæti þá verið, hvort þjóðin samþykki þá aðildarskilmála, sem þá liggja fyrir, og hin, hvort þjóðin samþykki nauðsynlega tengda stjórnarskrábreytingu. Höfundur er samfélagsrýnir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Evrópusambandið Mest lesið Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Sjá meira
Þann 16. júlí 2009 samþykkti Alþingi, að Ísland skyldi sækja um aðild að ESB. Formlegir samningar drógust þó, ekki veit ég af hverju, og hófust ekki fyrr en ári seinna, í júlí 2010. Eftir tvö og hálft ár, um áramótin 2012/2013, var svo hlé gert á viðræðunum. Þá um vorið, í apríl 2013, fóru fram Alþingiskosningar, þar sem flokkar andstæðir ESB-umsókn/aðild, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurin, fengu meirihluta. Á fundi þess nýja forsætisráðherra, sem þá tók við, Sigmundar Davíðs, með ráðamönnum ESB í júlí 2013, mun hann hafa upplýst, að framhaldsviðræður væu ekki á dagskrá nýrrar ríkisstjórnar, en ljóst virðist, að hann talaði þar svo loðið og óskýrt, að ESB skildi tal hans á þann veg, að um framhaldshlé viðræðna væri að ræða, ekki samningslok. Svo liðu nær tvö ár, án þess að ný ríkisstjórn tæki af skarið um stöðu aðildarumsóknar Íslands, en í marz 2015 skrifaði hinn líka nýi utanríkisráðherra, Gunnar Bragi, forráðamönnum stækkunardeildar ESB bréf, þar sem hann tilkynnti, að ESB skyldi ekki lengur líta á Ísland sem umsóknarríki. Aftur var hér svo ógreinilega og ófaglega skrifað og að málum staðið, að ESB lítur enn svo á, eftir öll þessi ár, að aðildarumsóknin frá 2009, sé lögleg og gild. Þetta kom fram, þegar sá utanríkisráðherra, sem nú er við völd, tók við þeim 21. desember sl., Þorgerður Katrín, heimsótti Brussel og ræddi þar við ráðamenn í janúar sl. Fyrir undirrituðum kemur eitt orð helzt upp í hugann, þegar þetta ferli allt er skoðað. Langavitleysa. Er ég þess fullviss, en sú fullvissa byggist líka á viðræðum undirritaðs við framámenn í stækkunardeildinni, sem sendiherra ESB hér ráðstafaði fyrir mig, að ESB hefur lítinn áhuga á nýrri samningalotu af svipuðu tagi. Vill enga nýja langavitleysu, enda með fullar hendur verkefna, ekki færri en 9-10 ríkja, sem sækjast eftir aðild með ráði og dáð. Ný ríkisstjórn komst, þrátt fyrir þessa stöðu, að þeirri lítt skiljanlegu og greinilega lítt grunduðu niðurstöðu, þegar flokkarnir sömdu um málefni og stefnuskrá, að kjósa skyldi um framhaldssamninga við ESB „ekki síðar en 2027“. Tala ráðamenn mest um 2027. Sá tímarammi, sem þá blasir við, er þessi: Ef þessi ríkistjórn situr allt kjörtímabilið, eins og við vonum, situr hún væntanlega fram eftir/út árið 2028. Nýjar þingkosningar þá í september/október 2028. Reikna má með, að samningaumleitanir við ESB og lyktir þeirra taki 2-3 ár. Ef kosið verður um það fyrst 2027, hvort menn vilji framhaldsviðræður, eða ekki, og, þó að þjóðin segði „Já“, þá væri ekki hægt að hefja samninga fyrr en seint á árinu 2027, eða í byrjun árs 2028. Ljóst væri þá, að útilokað væri, að ljúka samningunum á kjörtímabili þessarar ríkisstjórnar, og engin veit nú, hvaða stjórn tekur við eftir það. Með þessum hætti, væri verið að fara í mál, sem enginn vissi, hvernig endaði, eða sæi fyrir endann á. Nýja langavitleysi. Það er undirrituðum til stórs efs, að forustusveit ESB, hefði nokkurn áhuga á, að hefja framhaldssamninga við Íslendinga á grundvelli þessarar óvissu. Ætli þeir myndu þá ekki segja: Við skulum þá bíða eftir nýrri ríkistjórn. Eini uppbyggilegi og raunhæfi tímaramminn fyrir framhald og lyktir ESB mála væri þessi: Gengið væri í þjóðaratkvæði um framahaldsviðræður nú í haust, í september eða október, og, ef þjóðin staðfestir vilja sinn til framahaldssamninga, sem ég tel reyndar fullvíst, mætti hefja þá í lok ársins, eða byrjun 2025, og ljúka þeim 2027. Þá, um það sumar, 2027, lægju endanleg samningsdrög þá fyrir, landsmenn sæju svart á hvítu, hverjir skilmálar og kjör stæðu til boða við fulla mögulega inngöngu, og að lokinni nauðsynlegri þjóðfélagsumræði um kjör og skilmála, í byrjun 2028, gæti svo þjóðaratkvæði farið fram um fulla ESB-aðild, eða ekki. Aðeins með þessum hætti væri hægt að fullklára þetta verkefni, ljúka þessu ferli með fullnægjandi hætti, innan væntanlegs valdatíma þessarar ríkistjórnar. Ýmsir málsmetandi menn benda á, að breyta þurfi stjórnarká, ef til aðildar eigi að koma. Eins og lagastaðan sé nú, stæðist möguleg aðild ekki. Sé það rétt, er nóg að taka á nauðsynlegri stjórnarskrábreytingu til hliðar við þjóðaratkvæði um aðild, þegar heildar samningsdrög lægju fyrir. Önnur spurningin í því þjóðaratkvæði gæti þá verið, hvort þjóðin samþykki þá aðildarskilmála, sem þá liggja fyrir, og hin, hvort þjóðin samþykki nauðsynlega tengda stjórnarskrábreytingu. Höfundur er samfélagsrýnir
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun