Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar 30. janúar 2025 10:01 Í byrjun vikunnar áttu báðar sjónvarpsstöðvarnar viðtöl við Ingu Sæland um þá styrki, sem Flokkur fólksins hafði fengið úr ríkissjóði, 240 milljónir króna, en rétt form vantaði á. Var Inga spurð, hvað gerðist, ef ríkissjóður krefðist endurgreiðslu fjárins, þar sem flokkurinn hefði vanrækt að ganga formlega frá skráningu sinni sem stjórnmálaflokkur skv. síðustu lögum. Inga brást þá við að mér fannst af full miklum sjálfbirgingshætti. Sagði, að flokkurinn væri þá bara gjaldþrota. Eins og það væri ekkert mál. Gjaldþrot stjórnmálaflokks, stjórnarflokks, er auðvitað stórmál. Væri skandall. Það er mál til komið, að Inga fari að gæta síns tungutaks. Derringur er sjaldnast af hinu góða, og, þegar fólk er komið í háa valdastöðu, spilar verulega rullu í þjóðfélaginu, verður það að reyna að halda sér á mottunni. Það, sem er efnislega rétt í þessu máli, og það, sem Inga hefði átt að segja, er, að auðvitað sé Flokkur fólksins stjórnmálaflokkur, hvernig gæti hann verið á þingi með 10 þingmenn og með 3 ráðherra, ef hann væri ekki stjórnmálaflokkur, og, að þessir ríkisstyrkir væru einmitt ætlaðir stjórnmálaflokkum. Þetta væri því í grunninn allt rétt. Það eina, sem vantaði upp á þennan styrkjafrágang, væri smávægilegt leiðrétting á formi skráningar. Hún hefði líka getað bætt því við, að auðvitað hefði fjármálaráðuneytið (sem verið hefði í höndum andstæðra flokka) ekki borgað út styrkina, hvorki til Flokks fólgsins né annarra flokka, nema þeir uppfylltu í eðli sínu grunnskilyrði um að vera stjórnmálaflokkar. Þar með hefði þetta mál verið frá. Inga okkar blessunin, með sitt stóra hjarta fyrir menn og málleysingja - hún er líka klár á margan hátt, væri varla þar, sem hún er, ella - verður, alla vega svo lengi sem hún er ráðherra, að temja sér hófstillingu í tali og framkomu og alveg sérstaklega það, að hugsa vel áður en hún talar og/eða framkvæmir. Óvarlegt tal og framkoma, svo að ekki sé talað um derring, líka á öðrum og persónulegri nótum, gætu ekki aðeins komið Ingu og Flokki fólksins, heldur líka báðum hinum ríkisstjórnarflokkunum, stjórn landsins, í bobba, jafnvel allsherjar þrot. Höfundur er samfélagsrýnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Í byrjun vikunnar áttu báðar sjónvarpsstöðvarnar viðtöl við Ingu Sæland um þá styrki, sem Flokkur fólksins hafði fengið úr ríkissjóði, 240 milljónir króna, en rétt form vantaði á. Var Inga spurð, hvað gerðist, ef ríkissjóður krefðist endurgreiðslu fjárins, þar sem flokkurinn hefði vanrækt að ganga formlega frá skráningu sinni sem stjórnmálaflokkur skv. síðustu lögum. Inga brást þá við að mér fannst af full miklum sjálfbirgingshætti. Sagði, að flokkurinn væri þá bara gjaldþrota. Eins og það væri ekkert mál. Gjaldþrot stjórnmálaflokks, stjórnarflokks, er auðvitað stórmál. Væri skandall. Það er mál til komið, að Inga fari að gæta síns tungutaks. Derringur er sjaldnast af hinu góða, og, þegar fólk er komið í háa valdastöðu, spilar verulega rullu í þjóðfélaginu, verður það að reyna að halda sér á mottunni. Það, sem er efnislega rétt í þessu máli, og það, sem Inga hefði átt að segja, er, að auðvitað sé Flokkur fólksins stjórnmálaflokkur, hvernig gæti hann verið á þingi með 10 þingmenn og með 3 ráðherra, ef hann væri ekki stjórnmálaflokkur, og, að þessir ríkisstyrkir væru einmitt ætlaðir stjórnmálaflokkum. Þetta væri því í grunninn allt rétt. Það eina, sem vantaði upp á þennan styrkjafrágang, væri smávægilegt leiðrétting á formi skráningar. Hún hefði líka getað bætt því við, að auðvitað hefði fjármálaráðuneytið (sem verið hefði í höndum andstæðra flokka) ekki borgað út styrkina, hvorki til Flokks fólgsins né annarra flokka, nema þeir uppfylltu í eðli sínu grunnskilyrði um að vera stjórnmálaflokkar. Þar með hefði þetta mál verið frá. Inga okkar blessunin, með sitt stóra hjarta fyrir menn og málleysingja - hún er líka klár á margan hátt, væri varla þar, sem hún er, ella - verður, alla vega svo lengi sem hún er ráðherra, að temja sér hófstillingu í tali og framkomu og alveg sérstaklega það, að hugsa vel áður en hún talar og/eða framkvæmir. Óvarlegt tal og framkoma, svo að ekki sé talað um derring, líka á öðrum og persónulegri nótum, gætu ekki aðeins komið Ingu og Flokki fólksins, heldur líka báðum hinum ríkisstjórnarflokkunum, stjórn landsins, í bobba, jafnvel allsherjar þrot. Höfundur er samfélagsrýnir.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun