Ásakanir Seðlabankastjóra á hendur Fréttablaði vart skotheldar Ole Anton Bieltvedt skrifar 5. janúar 2022 20:30 Í gær fór Seðlabankastjóri mikinn á Facebook-síðu sinni, og ásakaði hann Fréttablaðið um óvandaðan og óboðlegan fréttaflutning. Tilefnið var, að blaðið hafði greint frá því á forsíðu, að tveir aðilar, annars vegar rithöfundur og fræðimaður, sem einnig er doktor í norrænum fræðum, og, hins vegar, sagnfræðingur, báðir að því er virðist vel metnir og virtir men, höfðu sakað Seðlabankastjóra um ritstuld. Hér var um tvær fréttir að ræða, sem komu þá í tvígang. Embætti Seðlabankastjóra er eitt æðsta og þýðingarmesta embætti landins. Auðvitað voru þessar ásakanir um meintan ritstuld Seðlabankastjóra því stórfrétt.Fréttablaðið fjallaði um málið á þeim nótum. Í gær birti svo Fréttablaðið fyrir undirritaðan grein, ”Er jörðin enn flöt hjá Seðlabanka”, þar sem ég tjái þá skoðun mína, að Seðlabanki hafi gert alvarleg mistök, þegar hann hækkaði stýrivexti úr 0,5 í 2,0% á seinni hluta 2021. Það leiði fremur til þess, að herða verðbólguhnútinn, en leysa hann, enda hafi aðrir evrópskir seðlabankar forðast að hækka stýrivexti við þau skilyrði, sem voru og eru. Verðhækkanir vegna COVID séu heilsufarsvandamál, ekki efnahagsvandamál í sjálfu sér, sem heilbrigðiskerfi verði að leysa.Ég lét því í ljós þá skoðun, að fagmennsku hefði skort hjá Seðlabanka í málinu. Á ofangreindan hátt, var vegið bæði að Selabankastjóra persónulega, meintur ritstuldur, og faglega, rangar stýrivaxtaákvarðanir. Fréttablaðið birti, annars vegar, fréttir um meintan ritstuld og, hins vegar, mína grein, auðvitað sem frétta- og birtingamiðill. Fréttablaðið lagði ekkert til þessara ásakana, nema, að flytja fréttir af þeim, eins og góðum miðli sæmir. Tal Seðlabankastjóra um, að framferði Fréttablaðsins í málinu sé ekki boðlegt, er því Seðlabankastjóra vart boðlegt. Hann verður að bregðast við ásökununum, sem á hann eru bornar, með málefnalegum andsvörum og rökum, ekki með því, að fara gegn þeim, sem flytur fréttir um ásakanir eða gagnrýni eða birtir þær. Seðlabankastjóri sýnir fram á það á Facebook-síðu sinni, að ásakanir sagnfræðingsins virðast rangar. Er það vel. Á hinn bóginn eru ásakanir rithöfundarins, og um leið doktorsins, komnar til Siðanefndar Háskóla Íslands, sem vart hefði tekið við kvörtun rithöfundarins og ósk hans um umfjöllun kærunnar í siðanefndinni, hefði kæran verið bábilja. Það er því ekki rétt, að Seðlabankastjóri hafi hreinsað sig með öllu af áburði um ritstuld. Skuggi þessara ásakana hangir því yfir Seðlabankastjóra þar til siðanefndin hefur lokið störfum sínum. Vonandi fer þetta vel fyrir Seðlabanakstjóra, annað væri slæmt fyrir embættið, bankann og stjórnsýsluna í heild, en það liggur engan veginn fyrir á þessu stigi. Seðlabankastjori ætti því að ganga hægt um gleðinnar dyr, hvað varðar sjálfshreinsun af áburði um ritstuld. Hitt er svo líka mál, alla vega fyrir undirrituðum, með hvaða hætti Seðlabankastjóri vill útskýra ákvarðanir bankans um stórfellda hækkun stýrivaxta, með þeim íþyngjandi áhrifum, sem þær valda flestum eða öllum skuldurum landsins, á sama tíma og slík stýrivaxta skref virðast ekki hvarla að helztu seðlabönkum álfunnar, en sá verðþrýstingur, sem alls staðar er í gangi nú, er að mestu afleiðing af COVID-faraldrinum, sem er bæði tímabundinn og verður ekki leystur með efnahagslegum aðgerðum, heldur einvörðungu með átaki í sóttvarnar- og heilbrigðismálum. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnmálarýnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Ole Anton Bieltvedt Bergsveinn Birgisson sakar Ásgeir Jónsson um ritstuld Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Sjá meira
Í gær fór Seðlabankastjóri mikinn á Facebook-síðu sinni, og ásakaði hann Fréttablaðið um óvandaðan og óboðlegan fréttaflutning. Tilefnið var, að blaðið hafði greint frá því á forsíðu, að tveir aðilar, annars vegar rithöfundur og fræðimaður, sem einnig er doktor í norrænum fræðum, og, hins vegar, sagnfræðingur, báðir að því er virðist vel metnir og virtir men, höfðu sakað Seðlabankastjóra um ritstuld. Hér var um tvær fréttir að ræða, sem komu þá í tvígang. Embætti Seðlabankastjóra er eitt æðsta og þýðingarmesta embætti landins. Auðvitað voru þessar ásakanir um meintan ritstuld Seðlabankastjóra því stórfrétt.Fréttablaðið fjallaði um málið á þeim nótum. Í gær birti svo Fréttablaðið fyrir undirritaðan grein, ”Er jörðin enn flöt hjá Seðlabanka”, þar sem ég tjái þá skoðun mína, að Seðlabanki hafi gert alvarleg mistök, þegar hann hækkaði stýrivexti úr 0,5 í 2,0% á seinni hluta 2021. Það leiði fremur til þess, að herða verðbólguhnútinn, en leysa hann, enda hafi aðrir evrópskir seðlabankar forðast að hækka stýrivexti við þau skilyrði, sem voru og eru. Verðhækkanir vegna COVID séu heilsufarsvandamál, ekki efnahagsvandamál í sjálfu sér, sem heilbrigðiskerfi verði að leysa.Ég lét því í ljós þá skoðun, að fagmennsku hefði skort hjá Seðlabanka í málinu. Á ofangreindan hátt, var vegið bæði að Selabankastjóra persónulega, meintur ritstuldur, og faglega, rangar stýrivaxtaákvarðanir. Fréttablaðið birti, annars vegar, fréttir um meintan ritstuld og, hins vegar, mína grein, auðvitað sem frétta- og birtingamiðill. Fréttablaðið lagði ekkert til þessara ásakana, nema, að flytja fréttir af þeim, eins og góðum miðli sæmir. Tal Seðlabankastjóra um, að framferði Fréttablaðsins í málinu sé ekki boðlegt, er því Seðlabankastjóra vart boðlegt. Hann verður að bregðast við ásökununum, sem á hann eru bornar, með málefnalegum andsvörum og rökum, ekki með því, að fara gegn þeim, sem flytur fréttir um ásakanir eða gagnrýni eða birtir þær. Seðlabankastjóri sýnir fram á það á Facebook-síðu sinni, að ásakanir sagnfræðingsins virðast rangar. Er það vel. Á hinn bóginn eru ásakanir rithöfundarins, og um leið doktorsins, komnar til Siðanefndar Háskóla Íslands, sem vart hefði tekið við kvörtun rithöfundarins og ósk hans um umfjöllun kærunnar í siðanefndinni, hefði kæran verið bábilja. Það er því ekki rétt, að Seðlabankastjóri hafi hreinsað sig með öllu af áburði um ritstuld. Skuggi þessara ásakana hangir því yfir Seðlabankastjóra þar til siðanefndin hefur lokið störfum sínum. Vonandi fer þetta vel fyrir Seðlabanakstjóra, annað væri slæmt fyrir embættið, bankann og stjórnsýsluna í heild, en það liggur engan veginn fyrir á þessu stigi. Seðlabankastjori ætti því að ganga hægt um gleðinnar dyr, hvað varðar sjálfshreinsun af áburði um ritstuld. Hitt er svo líka mál, alla vega fyrir undirrituðum, með hvaða hætti Seðlabankastjóri vill útskýra ákvarðanir bankans um stórfellda hækkun stýrivaxta, með þeim íþyngjandi áhrifum, sem þær valda flestum eða öllum skuldurum landsins, á sama tíma og slík stýrivaxta skref virðast ekki hvarla að helztu seðlabönkum álfunnar, en sá verðþrýstingur, sem alls staðar er í gangi nú, er að mestu afleiðing af COVID-faraldrinum, sem er bæði tímabundinn og verður ekki leystur með efnahagslegum aðgerðum, heldur einvörðungu með átaki í sóttvarnar- og heilbrigðismálum. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnmálarýnir.
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar