Taktu tvær Arnar I. Jónsson og Heiðrún Björk Gísladóttir skrifa 29. nóvember 2021 12:31 Nú fer í hönd einn stærsti netverslunardagur ársins þegar stafrænn mánudagur rennur upp með tilheyrandi glæsiboðum fyrir neytendur. Alnetið sefur aldrei og er alltaf opið. Sífellt fleiri nýta sér vefverslanir til þess að gera góð kaup og sér í lagi í aðdraganda jólahátíðarinnar. Heimsfaraldurinn sem ekkert lát virðist vera á hefur flýtt þróun stafrænnar verslunar og má segja að flestir taki nýjungunum fagnandi. Hvimleiður fylgifiskur aukinnar stafrænnar verslunar og þjónustu er fjölgun stafrænna glæpamanna. Umfang og fjölbreytni stafrænna glæpa er mikið og fer vaxandi dag frá degi. Mikill fjöldi Íslendinga fellur fyrir brellibrögðum þeirra á ári hverju og stórum fjárhæðum er tapað í hendur glæpona. Erfitt að koma í veg fyrir alla glæpi Fjármálafyrirtæki, greiðslumiðlunarfyrirtæki, opinberar stofnanir, lögreglan og einkaaðilar eyða miklum tíma og fjármunum í að reyna að koma í veg fyrir stafræna glæpi, hvort sem um er að ræða smávægilegar upphæðir sem stolið er af grunlausum neytendum eða stærri árásir á grunnkerfi og upplýsingar almennings. Það er því miður þannig að ekki er hægt að koma í veg fyrir alla stafræna glæpi því þróunin er mjög hröð hjá þeim sem starfa við svik. Því er í raun eitt mikilvægasta vopnið sem neytendur geta beitt að taka sér smá tíma og láta ekki upplýsingar af hendi sem hægt er að nota til að svíkja af þeim fjármuni. Netglæpamenn birtast yfirleitt ekki í tölvum og tækjum almennings og láta greipar sópa. Það þarf að veita þeim upplýsingar til dæmis um bankareikninga, leyninúmer, kortaupplýsingar eða veita þeim aðgang að tækjum í gegnum sýkt viðhengi. Það er því grundvallaratriði fyrir neytandann að vera á varðbergi þegar hann er beðinn um upplýsingar. Traust er mikilvægt í viðskiptum. Ef svindl fær að grassera getur það dregið úr vilja fólks til að nýta sér stafrænar lausnir. Neytendur vilja netverslun og glæpamenn vilja svindla á neytendum. Því betur sem við erum upplýst um aðferðir stafrænna glæpamanna því minni ávinningur verður af því að herja á landsmenn. Baráttan hefst því heimavið. Stórir verslunardagar fram undan Það er sérstaklega mikilvægt fyrir neytendur núna á stærstu vikum netverslunar að hafa augun opin og ekki gefa frá sér viðkvæmar upplýsingar umhugsunarlaust. Ef þú færð óvænt boð um að þrýsta á tengil og slá inn greiðslukortaupplýsingar þá eru miklar líkur á að um svindl sé að ræða og því brýnt að ganga úr skugga um að réttur aðili sé að falast eftir upplýsingum. Því miður eru glæpamenn færir í sínu fagi og oft getur verið erfitt að greina á milli svindls og réttmætra upplýsingabeiðna.. Til þess að lágmarka hættuna á því að lenda í klónum á þessum glæpamönnum er hægt er að nálgast upplýsingar og ráð m.a. á vefsíðum bankanna, netöryggissveit fjarskiptastofu og lögreglunnar. Samtök atvinnulífsins og Samtök fjármálafyrirtækja telja að stafrænt öryggi fyrirtækja og neytenda sé eitt mikilvægasta hagsmunamál komandi ára. Samtökin ætla að leggja sitt af mörkum og setja fókusinn á þessi málefni á komandi misserum undir yfirskriftinni Taktu tvær. Mikilvægi þess að upplýsa fyrirtæki og neytendur um aðferðir til að lágmarka hættuna á því að lenda í klónum á stafrænum glæpamönnum hefur aldrei verið meiri. Sem neytandi er mikilvægt að staldra við þegar beiðni um upplýsingar berst. Þá getur reynst vel að taka sér tvær mínútur og kanna málið betur í stað þess að bregðast strax við. Vefverslun er mikil búbót fyrir neytendur en mikilvægt er að vera á verði og taka sér tíma til að hugsa hvort allt sé með felldu. Arnar I. Jónsson er Sérfræðingur hjá Samtökum fjármálafyrirtækja og Heiðrún Björk Gísladóttir er verkefnastjóri á samkeppnishæfnisviði Samtaka atvinnulífsins. Hér er til dæmis hægt að nálgast fróðleik um netsvik: https://netoryggi.is/ https://www.logreglan.is/fraedsla/internetid/netsvindl/ https://www.islandsbanki.is/is/grein/netoryggi https://www.landsbankinn.is/umraedan/netoryggi/hvernig-get-eg-varist-kortasvikum https://www.arionbanki.is/bankinn/fleira/oryggismal/#netsvik Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Netglæpir Netöryggi Verslun Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Sjá meira
Nú fer í hönd einn stærsti netverslunardagur ársins þegar stafrænn mánudagur rennur upp með tilheyrandi glæsiboðum fyrir neytendur. Alnetið sefur aldrei og er alltaf opið. Sífellt fleiri nýta sér vefverslanir til þess að gera góð kaup og sér í lagi í aðdraganda jólahátíðarinnar. Heimsfaraldurinn sem ekkert lát virðist vera á hefur flýtt þróun stafrænnar verslunar og má segja að flestir taki nýjungunum fagnandi. Hvimleiður fylgifiskur aukinnar stafrænnar verslunar og þjónustu er fjölgun stafrænna glæpamanna. Umfang og fjölbreytni stafrænna glæpa er mikið og fer vaxandi dag frá degi. Mikill fjöldi Íslendinga fellur fyrir brellibrögðum þeirra á ári hverju og stórum fjárhæðum er tapað í hendur glæpona. Erfitt að koma í veg fyrir alla glæpi Fjármálafyrirtæki, greiðslumiðlunarfyrirtæki, opinberar stofnanir, lögreglan og einkaaðilar eyða miklum tíma og fjármunum í að reyna að koma í veg fyrir stafræna glæpi, hvort sem um er að ræða smávægilegar upphæðir sem stolið er af grunlausum neytendum eða stærri árásir á grunnkerfi og upplýsingar almennings. Það er því miður þannig að ekki er hægt að koma í veg fyrir alla stafræna glæpi því þróunin er mjög hröð hjá þeim sem starfa við svik. Því er í raun eitt mikilvægasta vopnið sem neytendur geta beitt að taka sér smá tíma og láta ekki upplýsingar af hendi sem hægt er að nota til að svíkja af þeim fjármuni. Netglæpamenn birtast yfirleitt ekki í tölvum og tækjum almennings og láta greipar sópa. Það þarf að veita þeim upplýsingar til dæmis um bankareikninga, leyninúmer, kortaupplýsingar eða veita þeim aðgang að tækjum í gegnum sýkt viðhengi. Það er því grundvallaratriði fyrir neytandann að vera á varðbergi þegar hann er beðinn um upplýsingar. Traust er mikilvægt í viðskiptum. Ef svindl fær að grassera getur það dregið úr vilja fólks til að nýta sér stafrænar lausnir. Neytendur vilja netverslun og glæpamenn vilja svindla á neytendum. Því betur sem við erum upplýst um aðferðir stafrænna glæpamanna því minni ávinningur verður af því að herja á landsmenn. Baráttan hefst því heimavið. Stórir verslunardagar fram undan Það er sérstaklega mikilvægt fyrir neytendur núna á stærstu vikum netverslunar að hafa augun opin og ekki gefa frá sér viðkvæmar upplýsingar umhugsunarlaust. Ef þú færð óvænt boð um að þrýsta á tengil og slá inn greiðslukortaupplýsingar þá eru miklar líkur á að um svindl sé að ræða og því brýnt að ganga úr skugga um að réttur aðili sé að falast eftir upplýsingum. Því miður eru glæpamenn færir í sínu fagi og oft getur verið erfitt að greina á milli svindls og réttmætra upplýsingabeiðna.. Til þess að lágmarka hættuna á því að lenda í klónum á þessum glæpamönnum er hægt er að nálgast upplýsingar og ráð m.a. á vefsíðum bankanna, netöryggissveit fjarskiptastofu og lögreglunnar. Samtök atvinnulífsins og Samtök fjármálafyrirtækja telja að stafrænt öryggi fyrirtækja og neytenda sé eitt mikilvægasta hagsmunamál komandi ára. Samtökin ætla að leggja sitt af mörkum og setja fókusinn á þessi málefni á komandi misserum undir yfirskriftinni Taktu tvær. Mikilvægi þess að upplýsa fyrirtæki og neytendur um aðferðir til að lágmarka hættuna á því að lenda í klónum á stafrænum glæpamönnum hefur aldrei verið meiri. Sem neytandi er mikilvægt að staldra við þegar beiðni um upplýsingar berst. Þá getur reynst vel að taka sér tvær mínútur og kanna málið betur í stað þess að bregðast strax við. Vefverslun er mikil búbót fyrir neytendur en mikilvægt er að vera á verði og taka sér tíma til að hugsa hvort allt sé með felldu. Arnar I. Jónsson er Sérfræðingur hjá Samtökum fjármálafyrirtækja og Heiðrún Björk Gísladóttir er verkefnastjóri á samkeppnishæfnisviði Samtaka atvinnulífsins. Hér er til dæmis hægt að nálgast fróðleik um netsvik: https://netoryggi.is/ https://www.logreglan.is/fraedsla/internetid/netsvindl/ https://www.islandsbanki.is/is/grein/netoryggi https://www.landsbankinn.is/umraedan/netoryggi/hvernig-get-eg-varist-kortasvikum https://www.arionbanki.is/bankinn/fleira/oryggismal/#netsvik
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun