Aðgerðir gegn kulnun og streitu hjá kennurum – strax! Magnús Þór Jónsson skrifar 17. október 2021 12:00 Á einni málstofu Menntakviku Háskóla Íslands var farið yfir rannsókn á algengi vinnutengdar streitu meðal leik- og grunnskólakennara og rannsókn á kulnun meðal grunnskólakennara á tímum Covid. Niðurstöður beggja rannsókna eru sláandi. Þær segja okkur m.a. að ríflega helmingu beggja starfsstétta voru yfir streituviðmiðum! Þegar við skoðum svo kulnunarrannsóknina þá sýnir hún að 23,6% grunnskólakennara eru með kulnunareinkenni sem þeir ættu að gera eitthvað í og 3,6% með það sterk einkenni að leita ættu sér tafarlaust hjálpar. Stundum segja prósentur ekki allt, meðlimir Félags Grunnskólakennara eru um 5400 talsins, af þeim eru í Reykjavík um 1630 kennarar. Yfirfærum hlutföllin í tölur og við erum að tala um að 1416 grunnskólakennara á landsvísu séu með einkenni kulnunar, sem er næstum tala allra kennara Reykjavíkur! Á sama hátt finnum við út að 214 verði að leita sér tafarlaust hjálpar vegna kulnunar. Niðurstöðurnar eru sláandi en það er hreint ekkert nóg að lesa um þær eða yfirfæra hlutföll í tölur. Hér eru á ferð atriði sem við sem samfélag VERÐUM að taka alvarlega og koma saman að því að breyta. Ég hef áður skrifað að líðan nemenda á öllum skólastigum er lykill að öllu námi og það er að sjálfsögðu mikilvægast að kennarinn sem leiðir námið búi við starfsaðstæður þar sem honum líður vel. Það þarf að skoða hvað það er sem veldur streitunni sem svo leiðir af sér kulnun í starfi, þar þarf auðvitað fyrst og síðast og heyra í kennurunum sjálfum því þannig náum við árangri. Við sem forráðamenn og samfélag þurfum líka að hugsa um það hvaða stuðning við leggjum fram til öflugs skólastarfs, hvernig við vinnum með kennurum að árangursríku námi barna okkar í uppbyggilegu samstarfi. Það er mjög mikilvægt að kennaraforystan komi að öllum þeim viðbrögðum sem verða byggð á niðurstöðum umræddra rannsókna. Þau viðbrögð verða að fela í sér aðgerðir nú þegar, fundir og starfshópar eru ekki svarið núna heldur finna leiðir til að byrgja brunn streitu áður en til kulnunar kemur. Þar þarf að koma til kynning á einkennum streitu til allra kennara og svo þarf að bjóða upp á virka handleiðslu til þeirra sem upplifa þau einkenni og viðtalsmeðferð um leið og halla fer undan fæti. Það skiptir öllu máli að bregðast við áður en kulnun er orðin staðreynd hjá einstaklingi! Streita tengist starfsumhverfi kennarans, við eigum ekkert að fela það og þessar rannsóknir verða því líka að koma á umræðu innan allra skóla. Hver skóli ber ábyrgð á sínu starfsumhverfi og það eru gríðarlega ólíkar aðstæður uppi í íslenskum skólum. Nútímasamfélagið hefur á undanförnum árum litið á sveigjanleika í störfum og styttingu vinnuvikunnar sem mikilvæga þætti fyrir líðan starfsfólks og stóra breytu fyrir starfsánægju. Það sama gildir um starf kennarans auðvitað og það verður að horfa til þessara þátta í starfi kennarans sem leið til aukinnar starfsánægju og bættrar líðanar. Viðbrögð við sláandi upplýsingum eins og þessum mega ekki bara verða til þess að skrifa fréttir um stöðuna, hér er upphafsreitur fyrir vinnu sem að bætir stöðuna, heill skólakerfisins okkar er í húfi! Höfundur er skólastjóri og í framboði til formanns Kennarasambands Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Grunnskólar Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Á einni málstofu Menntakviku Háskóla Íslands var farið yfir rannsókn á algengi vinnutengdar streitu meðal leik- og grunnskólakennara og rannsókn á kulnun meðal grunnskólakennara á tímum Covid. Niðurstöður beggja rannsókna eru sláandi. Þær segja okkur m.a. að ríflega helmingu beggja starfsstétta voru yfir streituviðmiðum! Þegar við skoðum svo kulnunarrannsóknina þá sýnir hún að 23,6% grunnskólakennara eru með kulnunareinkenni sem þeir ættu að gera eitthvað í og 3,6% með það sterk einkenni að leita ættu sér tafarlaust hjálpar. Stundum segja prósentur ekki allt, meðlimir Félags Grunnskólakennara eru um 5400 talsins, af þeim eru í Reykjavík um 1630 kennarar. Yfirfærum hlutföllin í tölur og við erum að tala um að 1416 grunnskólakennara á landsvísu séu með einkenni kulnunar, sem er næstum tala allra kennara Reykjavíkur! Á sama hátt finnum við út að 214 verði að leita sér tafarlaust hjálpar vegna kulnunar. Niðurstöðurnar eru sláandi en það er hreint ekkert nóg að lesa um þær eða yfirfæra hlutföll í tölur. Hér eru á ferð atriði sem við sem samfélag VERÐUM að taka alvarlega og koma saman að því að breyta. Ég hef áður skrifað að líðan nemenda á öllum skólastigum er lykill að öllu námi og það er að sjálfsögðu mikilvægast að kennarinn sem leiðir námið búi við starfsaðstæður þar sem honum líður vel. Það þarf að skoða hvað það er sem veldur streitunni sem svo leiðir af sér kulnun í starfi, þar þarf auðvitað fyrst og síðast og heyra í kennurunum sjálfum því þannig náum við árangri. Við sem forráðamenn og samfélag þurfum líka að hugsa um það hvaða stuðning við leggjum fram til öflugs skólastarfs, hvernig við vinnum með kennurum að árangursríku námi barna okkar í uppbyggilegu samstarfi. Það er mjög mikilvægt að kennaraforystan komi að öllum þeim viðbrögðum sem verða byggð á niðurstöðum umræddra rannsókna. Þau viðbrögð verða að fela í sér aðgerðir nú þegar, fundir og starfshópar eru ekki svarið núna heldur finna leiðir til að byrgja brunn streitu áður en til kulnunar kemur. Þar þarf að koma til kynning á einkennum streitu til allra kennara og svo þarf að bjóða upp á virka handleiðslu til þeirra sem upplifa þau einkenni og viðtalsmeðferð um leið og halla fer undan fæti. Það skiptir öllu máli að bregðast við áður en kulnun er orðin staðreynd hjá einstaklingi! Streita tengist starfsumhverfi kennarans, við eigum ekkert að fela það og þessar rannsóknir verða því líka að koma á umræðu innan allra skóla. Hver skóli ber ábyrgð á sínu starfsumhverfi og það eru gríðarlega ólíkar aðstæður uppi í íslenskum skólum. Nútímasamfélagið hefur á undanförnum árum litið á sveigjanleika í störfum og styttingu vinnuvikunnar sem mikilvæga þætti fyrir líðan starfsfólks og stóra breytu fyrir starfsánægju. Það sama gildir um starf kennarans auðvitað og það verður að horfa til þessara þátta í starfi kennarans sem leið til aukinnar starfsánægju og bættrar líðanar. Viðbrögð við sláandi upplýsingum eins og þessum mega ekki bara verða til þess að skrifa fréttir um stöðuna, hér er upphafsreitur fyrir vinnu sem að bætir stöðuna, heill skólakerfisins okkar er í húfi! Höfundur er skólastjóri og í framboði til formanns Kennarasambands Íslands
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun