Aðgerðir gegn kulnun og streitu hjá kennurum – strax! Magnús Þór Jónsson skrifar 17. október 2021 12:00 Á einni málstofu Menntakviku Háskóla Íslands var farið yfir rannsókn á algengi vinnutengdar streitu meðal leik- og grunnskólakennara og rannsókn á kulnun meðal grunnskólakennara á tímum Covid. Niðurstöður beggja rannsókna eru sláandi. Þær segja okkur m.a. að ríflega helmingu beggja starfsstétta voru yfir streituviðmiðum! Þegar við skoðum svo kulnunarrannsóknina þá sýnir hún að 23,6% grunnskólakennara eru með kulnunareinkenni sem þeir ættu að gera eitthvað í og 3,6% með það sterk einkenni að leita ættu sér tafarlaust hjálpar. Stundum segja prósentur ekki allt, meðlimir Félags Grunnskólakennara eru um 5400 talsins, af þeim eru í Reykjavík um 1630 kennarar. Yfirfærum hlutföllin í tölur og við erum að tala um að 1416 grunnskólakennara á landsvísu séu með einkenni kulnunar, sem er næstum tala allra kennara Reykjavíkur! Á sama hátt finnum við út að 214 verði að leita sér tafarlaust hjálpar vegna kulnunar. Niðurstöðurnar eru sláandi en það er hreint ekkert nóg að lesa um þær eða yfirfæra hlutföll í tölur. Hér eru á ferð atriði sem við sem samfélag VERÐUM að taka alvarlega og koma saman að því að breyta. Ég hef áður skrifað að líðan nemenda á öllum skólastigum er lykill að öllu námi og það er að sjálfsögðu mikilvægast að kennarinn sem leiðir námið búi við starfsaðstæður þar sem honum líður vel. Það þarf að skoða hvað það er sem veldur streitunni sem svo leiðir af sér kulnun í starfi, þar þarf auðvitað fyrst og síðast og heyra í kennurunum sjálfum því þannig náum við árangri. Við sem forráðamenn og samfélag þurfum líka að hugsa um það hvaða stuðning við leggjum fram til öflugs skólastarfs, hvernig við vinnum með kennurum að árangursríku námi barna okkar í uppbyggilegu samstarfi. Það er mjög mikilvægt að kennaraforystan komi að öllum þeim viðbrögðum sem verða byggð á niðurstöðum umræddra rannsókna. Þau viðbrögð verða að fela í sér aðgerðir nú þegar, fundir og starfshópar eru ekki svarið núna heldur finna leiðir til að byrgja brunn streitu áður en til kulnunar kemur. Þar þarf að koma til kynning á einkennum streitu til allra kennara og svo þarf að bjóða upp á virka handleiðslu til þeirra sem upplifa þau einkenni og viðtalsmeðferð um leið og halla fer undan fæti. Það skiptir öllu máli að bregðast við áður en kulnun er orðin staðreynd hjá einstaklingi! Streita tengist starfsumhverfi kennarans, við eigum ekkert að fela það og þessar rannsóknir verða því líka að koma á umræðu innan allra skóla. Hver skóli ber ábyrgð á sínu starfsumhverfi og það eru gríðarlega ólíkar aðstæður uppi í íslenskum skólum. Nútímasamfélagið hefur á undanförnum árum litið á sveigjanleika í störfum og styttingu vinnuvikunnar sem mikilvæga þætti fyrir líðan starfsfólks og stóra breytu fyrir starfsánægju. Það sama gildir um starf kennarans auðvitað og það verður að horfa til þessara þátta í starfi kennarans sem leið til aukinnar starfsánægju og bættrar líðanar. Viðbrögð við sláandi upplýsingum eins og þessum mega ekki bara verða til þess að skrifa fréttir um stöðuna, hér er upphafsreitur fyrir vinnu sem að bætir stöðuna, heill skólakerfisins okkar er í húfi! Höfundur er skólastjóri og í framboði til formanns Kennarasambands Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Grunnskólar Mest lesið Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg Skoðun Skoðun Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Sjá meira
Á einni málstofu Menntakviku Háskóla Íslands var farið yfir rannsókn á algengi vinnutengdar streitu meðal leik- og grunnskólakennara og rannsókn á kulnun meðal grunnskólakennara á tímum Covid. Niðurstöður beggja rannsókna eru sláandi. Þær segja okkur m.a. að ríflega helmingu beggja starfsstétta voru yfir streituviðmiðum! Þegar við skoðum svo kulnunarrannsóknina þá sýnir hún að 23,6% grunnskólakennara eru með kulnunareinkenni sem þeir ættu að gera eitthvað í og 3,6% með það sterk einkenni að leita ættu sér tafarlaust hjálpar. Stundum segja prósentur ekki allt, meðlimir Félags Grunnskólakennara eru um 5400 talsins, af þeim eru í Reykjavík um 1630 kennarar. Yfirfærum hlutföllin í tölur og við erum að tala um að 1416 grunnskólakennara á landsvísu séu með einkenni kulnunar, sem er næstum tala allra kennara Reykjavíkur! Á sama hátt finnum við út að 214 verði að leita sér tafarlaust hjálpar vegna kulnunar. Niðurstöðurnar eru sláandi en það er hreint ekkert nóg að lesa um þær eða yfirfæra hlutföll í tölur. Hér eru á ferð atriði sem við sem samfélag VERÐUM að taka alvarlega og koma saman að því að breyta. Ég hef áður skrifað að líðan nemenda á öllum skólastigum er lykill að öllu námi og það er að sjálfsögðu mikilvægast að kennarinn sem leiðir námið búi við starfsaðstæður þar sem honum líður vel. Það þarf að skoða hvað það er sem veldur streitunni sem svo leiðir af sér kulnun í starfi, þar þarf auðvitað fyrst og síðast og heyra í kennurunum sjálfum því þannig náum við árangri. Við sem forráðamenn og samfélag þurfum líka að hugsa um það hvaða stuðning við leggjum fram til öflugs skólastarfs, hvernig við vinnum með kennurum að árangursríku námi barna okkar í uppbyggilegu samstarfi. Það er mjög mikilvægt að kennaraforystan komi að öllum þeim viðbrögðum sem verða byggð á niðurstöðum umræddra rannsókna. Þau viðbrögð verða að fela í sér aðgerðir nú þegar, fundir og starfshópar eru ekki svarið núna heldur finna leiðir til að byrgja brunn streitu áður en til kulnunar kemur. Þar þarf að koma til kynning á einkennum streitu til allra kennara og svo þarf að bjóða upp á virka handleiðslu til þeirra sem upplifa þau einkenni og viðtalsmeðferð um leið og halla fer undan fæti. Það skiptir öllu máli að bregðast við áður en kulnun er orðin staðreynd hjá einstaklingi! Streita tengist starfsumhverfi kennarans, við eigum ekkert að fela það og þessar rannsóknir verða því líka að koma á umræðu innan allra skóla. Hver skóli ber ábyrgð á sínu starfsumhverfi og það eru gríðarlega ólíkar aðstæður uppi í íslenskum skólum. Nútímasamfélagið hefur á undanförnum árum litið á sveigjanleika í störfum og styttingu vinnuvikunnar sem mikilvæga þætti fyrir líðan starfsfólks og stóra breytu fyrir starfsánægju. Það sama gildir um starf kennarans auðvitað og það verður að horfa til þessara þátta í starfi kennarans sem leið til aukinnar starfsánægju og bættrar líðanar. Viðbrögð við sláandi upplýsingum eins og þessum mega ekki bara verða til þess að skrifa fréttir um stöðuna, hér er upphafsreitur fyrir vinnu sem að bætir stöðuna, heill skólakerfisins okkar er í húfi! Höfundur er skólastjóri og í framboði til formanns Kennarasambands Íslands
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun