Ráðdeild í ríkisrekstri Eiríkur Björn Björgvinsson og Valtýr Þór Hreiðarsson skrifa 23. september 2021 17:31 Flestir hafa einhverja hugmynd um hvað orðið ráðdeild merkir. Einföld skýring á ráðdeild er að haga starfi sínu á heimili, í fyrirtæki, stofnun eða í ríkisrekstri með aðhaldi, hagsýni, endurbótum og fyrirhyggju. Nokkuð hefur skort upp á að ríkisrekstur okkar Íslendinga í heild geti fallið undir hugtak æskilegrar ráðdeildar. Að sjálfsögðu eru mjög margar jákvæðar undantekningar á því, en því miður fellur fjöldi misgáfulegra aðgerða ríkis og stofnana ekki innan þess ramma sem telst til góðrar ráðdeildar. Í fjölmiðlum dagsins og í ótöldum greinum og úttektum má finna margar beinskeyttar athugasemdir um ómarkvisst aðhald og eftirlit, óarðbærar fjárfestingar, óhagræði í rekstri, hyglun í ráðningum og áfram mætti telja. Hvernig er hægt að bæta úr þessu, auka ráðdeild í rekstri ríkisins, auka ábyrgð stjórnmálamanna og stjórnenda í ákvarðanatöku og eftirfylgni og vera í sífelldri leit að sem hagkvæmastri notkun eða dreifingu tekna ríkissjóðs? Í því sambandi kemur hugtakið framleiðni að góðum notum, en almenn skýring á framleiðni er; hlutfall milli kostnaðar og verðmætis sem mælikvarði á afkastagetu fyrirtækis/stofnunar, þ.e. samanburður á því sem lagt er inn og fengið til baka. Ýmsir mælikvarðar eru notaðir til þess að mæla framleiðni s.s. framleiðni á vinnumarkaði (afköst á hverja vinnustund), framleiðni peninga mæld með ávöxtun (hversu mikilli ávöxtun hver króna skilar eiganda sínum), framleiðni tækja og fjárfestinga (afkastageta og nýting) og framleiðni velfarnaðar svo eitthvað sé nefnt. Ráðdeild í ríkisrekstri skýrist best af sífelldri leit að sem bestri notkun þeirra fjármuna sem renna inn í ríkiskassann, en líta má á tekjur ríkisins sem takmarkaða auðlind og ekki hægt að uppfylla allar óskir landsmanna í einu vetfangi. Skynsöm ráðstöfun útgjalda, launa og annars rekstrarkostnaðar er það sem stjórnmálamenn verða að horfa til þegar loforðum er kastað fram um að bjarga öllu. Fjárfestingar í byggingum, skólum, sjúkrahúsum, vegum og ekki síst í mannviti þurfa jafnframt að skila jákvæðu endurgjaldi. Endanlega byggist þetta allt á réttu mati og að tölulegar mælingar séu notaðar til að meta raunverulega framleiðni í ríkisrekstri. Þetta virðist frekar einfaldur boðskapur í flóknum heimi ríkisrekstrar, ráðuneyta og stofnana. Engu að síður er umgjörðin rökrétt; að fá sem mesta og besta nýtingu út úr fjármunum og auðlindum þjóðarinnar fyrir fólkið í landinu. Viðreisn er flokkur sem leggur fram skynsamlegar tillögur í útgjöldum ríkisins og að þær tillögur séu fjármagnaðar og skili framlegð til samfélagsins. Það er ráðdeild í ríkisrekstri. Eiríkur Björn Björgvinsson skipar 1. sæti Viðreisnar í Norðausturkjördæmi. Valtýr Þór Hreiðarsson skipar 17. sæti á lista Viðreisnar í Norðausturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Eiríkur Björn Björgvinsson Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Skoðun Skoðun Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Sjá meira
Flestir hafa einhverja hugmynd um hvað orðið ráðdeild merkir. Einföld skýring á ráðdeild er að haga starfi sínu á heimili, í fyrirtæki, stofnun eða í ríkisrekstri með aðhaldi, hagsýni, endurbótum og fyrirhyggju. Nokkuð hefur skort upp á að ríkisrekstur okkar Íslendinga í heild geti fallið undir hugtak æskilegrar ráðdeildar. Að sjálfsögðu eru mjög margar jákvæðar undantekningar á því, en því miður fellur fjöldi misgáfulegra aðgerða ríkis og stofnana ekki innan þess ramma sem telst til góðrar ráðdeildar. Í fjölmiðlum dagsins og í ótöldum greinum og úttektum má finna margar beinskeyttar athugasemdir um ómarkvisst aðhald og eftirlit, óarðbærar fjárfestingar, óhagræði í rekstri, hyglun í ráðningum og áfram mætti telja. Hvernig er hægt að bæta úr þessu, auka ráðdeild í rekstri ríkisins, auka ábyrgð stjórnmálamanna og stjórnenda í ákvarðanatöku og eftirfylgni og vera í sífelldri leit að sem hagkvæmastri notkun eða dreifingu tekna ríkissjóðs? Í því sambandi kemur hugtakið framleiðni að góðum notum, en almenn skýring á framleiðni er; hlutfall milli kostnaðar og verðmætis sem mælikvarði á afkastagetu fyrirtækis/stofnunar, þ.e. samanburður á því sem lagt er inn og fengið til baka. Ýmsir mælikvarðar eru notaðir til þess að mæla framleiðni s.s. framleiðni á vinnumarkaði (afköst á hverja vinnustund), framleiðni peninga mæld með ávöxtun (hversu mikilli ávöxtun hver króna skilar eiganda sínum), framleiðni tækja og fjárfestinga (afkastageta og nýting) og framleiðni velfarnaðar svo eitthvað sé nefnt. Ráðdeild í ríkisrekstri skýrist best af sífelldri leit að sem bestri notkun þeirra fjármuna sem renna inn í ríkiskassann, en líta má á tekjur ríkisins sem takmarkaða auðlind og ekki hægt að uppfylla allar óskir landsmanna í einu vetfangi. Skynsöm ráðstöfun útgjalda, launa og annars rekstrarkostnaðar er það sem stjórnmálamenn verða að horfa til þegar loforðum er kastað fram um að bjarga öllu. Fjárfestingar í byggingum, skólum, sjúkrahúsum, vegum og ekki síst í mannviti þurfa jafnframt að skila jákvæðu endurgjaldi. Endanlega byggist þetta allt á réttu mati og að tölulegar mælingar séu notaðar til að meta raunverulega framleiðni í ríkisrekstri. Þetta virðist frekar einfaldur boðskapur í flóknum heimi ríkisrekstrar, ráðuneyta og stofnana. Engu að síður er umgjörðin rökrétt; að fá sem mesta og besta nýtingu út úr fjármunum og auðlindum þjóðarinnar fyrir fólkið í landinu. Viðreisn er flokkur sem leggur fram skynsamlegar tillögur í útgjöldum ríkisins og að þær tillögur séu fjármagnaðar og skili framlegð til samfélagsins. Það er ráðdeild í ríkisrekstri. Eiríkur Björn Björgvinsson skipar 1. sæti Viðreisnar í Norðausturkjördæmi. Valtýr Þór Hreiðarsson skipar 17. sæti á lista Viðreisnar í Norðausturkjördæmi
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun