Ráðdeild í ríkisrekstri Eiríkur Björn Björgvinsson og Valtýr Þór Hreiðarsson skrifa 23. september 2021 17:31 Flestir hafa einhverja hugmynd um hvað orðið ráðdeild merkir. Einföld skýring á ráðdeild er að haga starfi sínu á heimili, í fyrirtæki, stofnun eða í ríkisrekstri með aðhaldi, hagsýni, endurbótum og fyrirhyggju. Nokkuð hefur skort upp á að ríkisrekstur okkar Íslendinga í heild geti fallið undir hugtak æskilegrar ráðdeildar. Að sjálfsögðu eru mjög margar jákvæðar undantekningar á því, en því miður fellur fjöldi misgáfulegra aðgerða ríkis og stofnana ekki innan þess ramma sem telst til góðrar ráðdeildar. Í fjölmiðlum dagsins og í ótöldum greinum og úttektum má finna margar beinskeyttar athugasemdir um ómarkvisst aðhald og eftirlit, óarðbærar fjárfestingar, óhagræði í rekstri, hyglun í ráðningum og áfram mætti telja. Hvernig er hægt að bæta úr þessu, auka ráðdeild í rekstri ríkisins, auka ábyrgð stjórnmálamanna og stjórnenda í ákvarðanatöku og eftirfylgni og vera í sífelldri leit að sem hagkvæmastri notkun eða dreifingu tekna ríkissjóðs? Í því sambandi kemur hugtakið framleiðni að góðum notum, en almenn skýring á framleiðni er; hlutfall milli kostnaðar og verðmætis sem mælikvarði á afkastagetu fyrirtækis/stofnunar, þ.e. samanburður á því sem lagt er inn og fengið til baka. Ýmsir mælikvarðar eru notaðir til þess að mæla framleiðni s.s. framleiðni á vinnumarkaði (afköst á hverja vinnustund), framleiðni peninga mæld með ávöxtun (hversu mikilli ávöxtun hver króna skilar eiganda sínum), framleiðni tækja og fjárfestinga (afkastageta og nýting) og framleiðni velfarnaðar svo eitthvað sé nefnt. Ráðdeild í ríkisrekstri skýrist best af sífelldri leit að sem bestri notkun þeirra fjármuna sem renna inn í ríkiskassann, en líta má á tekjur ríkisins sem takmarkaða auðlind og ekki hægt að uppfylla allar óskir landsmanna í einu vetfangi. Skynsöm ráðstöfun útgjalda, launa og annars rekstrarkostnaðar er það sem stjórnmálamenn verða að horfa til þegar loforðum er kastað fram um að bjarga öllu. Fjárfestingar í byggingum, skólum, sjúkrahúsum, vegum og ekki síst í mannviti þurfa jafnframt að skila jákvæðu endurgjaldi. Endanlega byggist þetta allt á réttu mati og að tölulegar mælingar séu notaðar til að meta raunverulega framleiðni í ríkisrekstri. Þetta virðist frekar einfaldur boðskapur í flóknum heimi ríkisrekstrar, ráðuneyta og stofnana. Engu að síður er umgjörðin rökrétt; að fá sem mesta og besta nýtingu út úr fjármunum og auðlindum þjóðarinnar fyrir fólkið í landinu. Viðreisn er flokkur sem leggur fram skynsamlegar tillögur í útgjöldum ríkisins og að þær tillögur séu fjármagnaðar og skili framlegð til samfélagsins. Það er ráðdeild í ríkisrekstri. Eiríkur Björn Björgvinsson skipar 1. sæti Viðreisnar í Norðausturkjördæmi. Valtýr Þór Hreiðarsson skipar 17. sæti á lista Viðreisnar í Norðausturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Eiríkur Björn Björgvinsson Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Flestir hafa einhverja hugmynd um hvað orðið ráðdeild merkir. Einföld skýring á ráðdeild er að haga starfi sínu á heimili, í fyrirtæki, stofnun eða í ríkisrekstri með aðhaldi, hagsýni, endurbótum og fyrirhyggju. Nokkuð hefur skort upp á að ríkisrekstur okkar Íslendinga í heild geti fallið undir hugtak æskilegrar ráðdeildar. Að sjálfsögðu eru mjög margar jákvæðar undantekningar á því, en því miður fellur fjöldi misgáfulegra aðgerða ríkis og stofnana ekki innan þess ramma sem telst til góðrar ráðdeildar. Í fjölmiðlum dagsins og í ótöldum greinum og úttektum má finna margar beinskeyttar athugasemdir um ómarkvisst aðhald og eftirlit, óarðbærar fjárfestingar, óhagræði í rekstri, hyglun í ráðningum og áfram mætti telja. Hvernig er hægt að bæta úr þessu, auka ráðdeild í rekstri ríkisins, auka ábyrgð stjórnmálamanna og stjórnenda í ákvarðanatöku og eftirfylgni og vera í sífelldri leit að sem hagkvæmastri notkun eða dreifingu tekna ríkissjóðs? Í því sambandi kemur hugtakið framleiðni að góðum notum, en almenn skýring á framleiðni er; hlutfall milli kostnaðar og verðmætis sem mælikvarði á afkastagetu fyrirtækis/stofnunar, þ.e. samanburður á því sem lagt er inn og fengið til baka. Ýmsir mælikvarðar eru notaðir til þess að mæla framleiðni s.s. framleiðni á vinnumarkaði (afköst á hverja vinnustund), framleiðni peninga mæld með ávöxtun (hversu mikilli ávöxtun hver króna skilar eiganda sínum), framleiðni tækja og fjárfestinga (afkastageta og nýting) og framleiðni velfarnaðar svo eitthvað sé nefnt. Ráðdeild í ríkisrekstri skýrist best af sífelldri leit að sem bestri notkun þeirra fjármuna sem renna inn í ríkiskassann, en líta má á tekjur ríkisins sem takmarkaða auðlind og ekki hægt að uppfylla allar óskir landsmanna í einu vetfangi. Skynsöm ráðstöfun útgjalda, launa og annars rekstrarkostnaðar er það sem stjórnmálamenn verða að horfa til þegar loforðum er kastað fram um að bjarga öllu. Fjárfestingar í byggingum, skólum, sjúkrahúsum, vegum og ekki síst í mannviti þurfa jafnframt að skila jákvæðu endurgjaldi. Endanlega byggist þetta allt á réttu mati og að tölulegar mælingar séu notaðar til að meta raunverulega framleiðni í ríkisrekstri. Þetta virðist frekar einfaldur boðskapur í flóknum heimi ríkisrekstrar, ráðuneyta og stofnana. Engu að síður er umgjörðin rökrétt; að fá sem mesta og besta nýtingu út úr fjármunum og auðlindum þjóðarinnar fyrir fólkið í landinu. Viðreisn er flokkur sem leggur fram skynsamlegar tillögur í útgjöldum ríkisins og að þær tillögur séu fjármagnaðar og skili framlegð til samfélagsins. Það er ráðdeild í ríkisrekstri. Eiríkur Björn Björgvinsson skipar 1. sæti Viðreisnar í Norðausturkjördæmi. Valtýr Þór Hreiðarsson skipar 17. sæti á lista Viðreisnar í Norðausturkjördæmi
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar