Ráðdeild í ríkisrekstri Eiríkur Björn Björgvinsson og Valtýr Þór Hreiðarsson skrifa 23. september 2021 17:31 Flestir hafa einhverja hugmynd um hvað orðið ráðdeild merkir. Einföld skýring á ráðdeild er að haga starfi sínu á heimili, í fyrirtæki, stofnun eða í ríkisrekstri með aðhaldi, hagsýni, endurbótum og fyrirhyggju. Nokkuð hefur skort upp á að ríkisrekstur okkar Íslendinga í heild geti fallið undir hugtak æskilegrar ráðdeildar. Að sjálfsögðu eru mjög margar jákvæðar undantekningar á því, en því miður fellur fjöldi misgáfulegra aðgerða ríkis og stofnana ekki innan þess ramma sem telst til góðrar ráðdeildar. Í fjölmiðlum dagsins og í ótöldum greinum og úttektum má finna margar beinskeyttar athugasemdir um ómarkvisst aðhald og eftirlit, óarðbærar fjárfestingar, óhagræði í rekstri, hyglun í ráðningum og áfram mætti telja. Hvernig er hægt að bæta úr þessu, auka ráðdeild í rekstri ríkisins, auka ábyrgð stjórnmálamanna og stjórnenda í ákvarðanatöku og eftirfylgni og vera í sífelldri leit að sem hagkvæmastri notkun eða dreifingu tekna ríkissjóðs? Í því sambandi kemur hugtakið framleiðni að góðum notum, en almenn skýring á framleiðni er; hlutfall milli kostnaðar og verðmætis sem mælikvarði á afkastagetu fyrirtækis/stofnunar, þ.e. samanburður á því sem lagt er inn og fengið til baka. Ýmsir mælikvarðar eru notaðir til þess að mæla framleiðni s.s. framleiðni á vinnumarkaði (afköst á hverja vinnustund), framleiðni peninga mæld með ávöxtun (hversu mikilli ávöxtun hver króna skilar eiganda sínum), framleiðni tækja og fjárfestinga (afkastageta og nýting) og framleiðni velfarnaðar svo eitthvað sé nefnt. Ráðdeild í ríkisrekstri skýrist best af sífelldri leit að sem bestri notkun þeirra fjármuna sem renna inn í ríkiskassann, en líta má á tekjur ríkisins sem takmarkaða auðlind og ekki hægt að uppfylla allar óskir landsmanna í einu vetfangi. Skynsöm ráðstöfun útgjalda, launa og annars rekstrarkostnaðar er það sem stjórnmálamenn verða að horfa til þegar loforðum er kastað fram um að bjarga öllu. Fjárfestingar í byggingum, skólum, sjúkrahúsum, vegum og ekki síst í mannviti þurfa jafnframt að skila jákvæðu endurgjaldi. Endanlega byggist þetta allt á réttu mati og að tölulegar mælingar séu notaðar til að meta raunverulega framleiðni í ríkisrekstri. Þetta virðist frekar einfaldur boðskapur í flóknum heimi ríkisrekstrar, ráðuneyta og stofnana. Engu að síður er umgjörðin rökrétt; að fá sem mesta og besta nýtingu út úr fjármunum og auðlindum þjóðarinnar fyrir fólkið í landinu. Viðreisn er flokkur sem leggur fram skynsamlegar tillögur í útgjöldum ríkisins og að þær tillögur séu fjármagnaðar og skili framlegð til samfélagsins. Það er ráðdeild í ríkisrekstri. Eiríkur Björn Björgvinsson skipar 1. sæti Viðreisnar í Norðausturkjördæmi. Valtýr Þór Hreiðarsson skipar 17. sæti á lista Viðreisnar í Norðausturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Eiríkur Björn Björgvinsson Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Flestir hafa einhverja hugmynd um hvað orðið ráðdeild merkir. Einföld skýring á ráðdeild er að haga starfi sínu á heimili, í fyrirtæki, stofnun eða í ríkisrekstri með aðhaldi, hagsýni, endurbótum og fyrirhyggju. Nokkuð hefur skort upp á að ríkisrekstur okkar Íslendinga í heild geti fallið undir hugtak æskilegrar ráðdeildar. Að sjálfsögðu eru mjög margar jákvæðar undantekningar á því, en því miður fellur fjöldi misgáfulegra aðgerða ríkis og stofnana ekki innan þess ramma sem telst til góðrar ráðdeildar. Í fjölmiðlum dagsins og í ótöldum greinum og úttektum má finna margar beinskeyttar athugasemdir um ómarkvisst aðhald og eftirlit, óarðbærar fjárfestingar, óhagræði í rekstri, hyglun í ráðningum og áfram mætti telja. Hvernig er hægt að bæta úr þessu, auka ráðdeild í rekstri ríkisins, auka ábyrgð stjórnmálamanna og stjórnenda í ákvarðanatöku og eftirfylgni og vera í sífelldri leit að sem hagkvæmastri notkun eða dreifingu tekna ríkissjóðs? Í því sambandi kemur hugtakið framleiðni að góðum notum, en almenn skýring á framleiðni er; hlutfall milli kostnaðar og verðmætis sem mælikvarði á afkastagetu fyrirtækis/stofnunar, þ.e. samanburður á því sem lagt er inn og fengið til baka. Ýmsir mælikvarðar eru notaðir til þess að mæla framleiðni s.s. framleiðni á vinnumarkaði (afköst á hverja vinnustund), framleiðni peninga mæld með ávöxtun (hversu mikilli ávöxtun hver króna skilar eiganda sínum), framleiðni tækja og fjárfestinga (afkastageta og nýting) og framleiðni velfarnaðar svo eitthvað sé nefnt. Ráðdeild í ríkisrekstri skýrist best af sífelldri leit að sem bestri notkun þeirra fjármuna sem renna inn í ríkiskassann, en líta má á tekjur ríkisins sem takmarkaða auðlind og ekki hægt að uppfylla allar óskir landsmanna í einu vetfangi. Skynsöm ráðstöfun útgjalda, launa og annars rekstrarkostnaðar er það sem stjórnmálamenn verða að horfa til þegar loforðum er kastað fram um að bjarga öllu. Fjárfestingar í byggingum, skólum, sjúkrahúsum, vegum og ekki síst í mannviti þurfa jafnframt að skila jákvæðu endurgjaldi. Endanlega byggist þetta allt á réttu mati og að tölulegar mælingar séu notaðar til að meta raunverulega framleiðni í ríkisrekstri. Þetta virðist frekar einfaldur boðskapur í flóknum heimi ríkisrekstrar, ráðuneyta og stofnana. Engu að síður er umgjörðin rökrétt; að fá sem mesta og besta nýtingu út úr fjármunum og auðlindum þjóðarinnar fyrir fólkið í landinu. Viðreisn er flokkur sem leggur fram skynsamlegar tillögur í útgjöldum ríkisins og að þær tillögur séu fjármagnaðar og skili framlegð til samfélagsins. Það er ráðdeild í ríkisrekstri. Eiríkur Björn Björgvinsson skipar 1. sæti Viðreisnar í Norðausturkjördæmi. Valtýr Þór Hreiðarsson skipar 17. sæti á lista Viðreisnar í Norðausturkjördæmi
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun