Þau vita, þau geta en ekkert gerist Ragnar Þór Ingólfsson skrifar 25. janúar 2021 09:30 Síðustu mánuði höfum við í VR brýnt fyrir stjórnvöldum mikilvægi þess að fara í aðgerðir til að bregðast við tekjufalli þeirra sem misst hafa atvinnu. Við höfum ítrekað gert grein fyrir alvarleika málsins og hvaða langvarandi afleiðingar það mun hafa á 26.473 einstaklinga, og fjölskyldur þeirra, sem nú eru án atvinnu að hluta eða öllu leyti, ef ekkert verður gert. Það blasir við að strípaðar atvinnuleysisbætur duga ekki fyrir þeim skuldbindingum sem venjuleg heimili og fjölskyldur þurfa að standa undir, það er að segja fasteignalán eða húsaleiga, bílalán, námslán, hiti og rafmagn, skólamáltíðir, meðlag eða hverjar þær skuldbindingar og kostnaður sem fellur til í rekstri heimilis. Til lengri tíma endar það dæmi aðeins á einn veg. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir okkar og kynningar á fullmótuðum tillögum fyrir ríkisstjórninni og öðrum hagsmunaaðilum hefur ekkert gerst. Jú, annars. Varnir fyrir heimilin voru sett í nefnd. Nefnd er sá sem þetta skrifar á að sitja í fyrir hönd ASÍ. Nefnd sem hefur enn ekki komið saman. Að setja svo lífsnauðsynlegt mál í nefnd á þessum tímapunkti sýnir svo ekki verður um villst að stjórnvöld hafa lítinn áhuga á frekari aðgerðum fyrir fólkið. Fólkið sem þarf að taka ákvörðun um það hvort kaupa eigi mat eða greiða reikninga. Fólkinu sem lifað hefur af sparnaði sínum eða skuldsett sig fyrir nauðsynjum og öðrum útgjöldum heimilis mánuðum saman. Þegar sértækar aðgerðir stjórnvalda vegna Covid eru skoðaðar kemur í ljós að ríkið hefur fengið hærri upphæð í tekjuskatt af séreignasparnaði en það sem greitt hefur verið út í stuðningi til heimila. Hversu glatað er það? Ég vona að þeir 26.473 kjósendur og fjölskyldur þeirra hafi þetta í huga þegar við göngum til kosninga í haust. Sitjandi ríkisstjórn er sama. Sama um ykkur. Á meðan styrkir og stuðningur, úrræði og ábyrgðir eru afgreidd til fyrirtækja yfir og undir borðið eru heimilin sett í nefnd. Nefnd sem ekki er líkleg til að skila af sér fyrr en það er um seinan, fyrir tíma sem er ekki til stefnu. Þegar nefndir skila af sér geta málin þvælst í völundarhúsum ráðuneyta mánuðum saman eða endað ofan í skúffu, eins og það er kallað. Yfirfullum skúffum af vanefndum og útþynntun kosningaloforðum. Nú hljóta stjórnvöld að auglýsa eftir störfum hjá umboðsmanni skuldara því víst þykir að langar biðraðir muni myndast þar eins og gerðist eftir hrun. Eða ekki þar sem umboðsmaður skuldara varð eiginlega meira eins og umboðsmaður kröfuhafa. Dapurlegast af öllu er áhugaleysið, virðingarleysið gagnvart fólki og fjölskyldum þeirra sem nú vita að sitjandi ríkisstjórn hafi vitað af stöðu þeirra allan tímann og haft undir höndum frábæra, einfalda og skynsamlega lausn. Ódýra lausn sem mun borga sig margfalt. Lausn sem kostar brot af einstökum stuðningsaðgerðum til atvinnulífsins, með fullri virðingu fyrir atvinnulífinu, og gerum ekki lítið úr mikilvægum stuðningi til þeirra. En hafa ber í huga að venjulegt fólk getur ekki skipt um kennitölu og byrjað upp á nýtt með skuldlausan heimilisrekstur. Þau vita, þau geta en ekkert gerist. Er þetta veganestið sem sitjandi ríkisstjórn mun taka með sér inn í kosningaárið? Er þetta endurreisnin, uppbyggingin, viðspyrnan og framtíðarsýn stjórnvalda að tugþúsundir einstaklinga og heimila fari aftur út á vinnumarkaðinn með óvinnandi skuldahala og vanskil á bakinu? Sú viðspyrna endar því miður á einn veg. Veg sem við fórum eftir hrun. Veg sem við erum enn að vinda ofan af í gegnum sjúkrasjóði stéttarfélaganna og VIRK starfsendurhæfingu. Viðspyrna með því að setja öll hestöflin í annað afturhjólið drífur ekki langt, eða vindur sem fer allur í eitt seglið kemur þjóðarskútunni varla á flot. Það verður fróðlegt að sjá hvað kemur út úr nefndinni góðu. Nefnd sem tók lengri tíma að skipa en það tók að smíða, samþykkja og FRAMKVÆMA öll þau fjölmörgu úrræði sem standa atvinnulífinu til boða, engar nefndir þar. Við krefjumst aðgerða fyrir heimilin tafarlaust. Við hljótum að vera sammála um það. Höfundur er formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Ingólfsson Vinnumarkaður Mest lesið Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Síðustu mánuði höfum við í VR brýnt fyrir stjórnvöldum mikilvægi þess að fara í aðgerðir til að bregðast við tekjufalli þeirra sem misst hafa atvinnu. Við höfum ítrekað gert grein fyrir alvarleika málsins og hvaða langvarandi afleiðingar það mun hafa á 26.473 einstaklinga, og fjölskyldur þeirra, sem nú eru án atvinnu að hluta eða öllu leyti, ef ekkert verður gert. Það blasir við að strípaðar atvinnuleysisbætur duga ekki fyrir þeim skuldbindingum sem venjuleg heimili og fjölskyldur þurfa að standa undir, það er að segja fasteignalán eða húsaleiga, bílalán, námslán, hiti og rafmagn, skólamáltíðir, meðlag eða hverjar þær skuldbindingar og kostnaður sem fellur til í rekstri heimilis. Til lengri tíma endar það dæmi aðeins á einn veg. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir okkar og kynningar á fullmótuðum tillögum fyrir ríkisstjórninni og öðrum hagsmunaaðilum hefur ekkert gerst. Jú, annars. Varnir fyrir heimilin voru sett í nefnd. Nefnd er sá sem þetta skrifar á að sitja í fyrir hönd ASÍ. Nefnd sem hefur enn ekki komið saman. Að setja svo lífsnauðsynlegt mál í nefnd á þessum tímapunkti sýnir svo ekki verður um villst að stjórnvöld hafa lítinn áhuga á frekari aðgerðum fyrir fólkið. Fólkið sem þarf að taka ákvörðun um það hvort kaupa eigi mat eða greiða reikninga. Fólkinu sem lifað hefur af sparnaði sínum eða skuldsett sig fyrir nauðsynjum og öðrum útgjöldum heimilis mánuðum saman. Þegar sértækar aðgerðir stjórnvalda vegna Covid eru skoðaðar kemur í ljós að ríkið hefur fengið hærri upphæð í tekjuskatt af séreignasparnaði en það sem greitt hefur verið út í stuðningi til heimila. Hversu glatað er það? Ég vona að þeir 26.473 kjósendur og fjölskyldur þeirra hafi þetta í huga þegar við göngum til kosninga í haust. Sitjandi ríkisstjórn er sama. Sama um ykkur. Á meðan styrkir og stuðningur, úrræði og ábyrgðir eru afgreidd til fyrirtækja yfir og undir borðið eru heimilin sett í nefnd. Nefnd sem ekki er líkleg til að skila af sér fyrr en það er um seinan, fyrir tíma sem er ekki til stefnu. Þegar nefndir skila af sér geta málin þvælst í völundarhúsum ráðuneyta mánuðum saman eða endað ofan í skúffu, eins og það er kallað. Yfirfullum skúffum af vanefndum og útþynntun kosningaloforðum. Nú hljóta stjórnvöld að auglýsa eftir störfum hjá umboðsmanni skuldara því víst þykir að langar biðraðir muni myndast þar eins og gerðist eftir hrun. Eða ekki þar sem umboðsmaður skuldara varð eiginlega meira eins og umboðsmaður kröfuhafa. Dapurlegast af öllu er áhugaleysið, virðingarleysið gagnvart fólki og fjölskyldum þeirra sem nú vita að sitjandi ríkisstjórn hafi vitað af stöðu þeirra allan tímann og haft undir höndum frábæra, einfalda og skynsamlega lausn. Ódýra lausn sem mun borga sig margfalt. Lausn sem kostar brot af einstökum stuðningsaðgerðum til atvinnulífsins, með fullri virðingu fyrir atvinnulífinu, og gerum ekki lítið úr mikilvægum stuðningi til þeirra. En hafa ber í huga að venjulegt fólk getur ekki skipt um kennitölu og byrjað upp á nýtt með skuldlausan heimilisrekstur. Þau vita, þau geta en ekkert gerist. Er þetta veganestið sem sitjandi ríkisstjórn mun taka með sér inn í kosningaárið? Er þetta endurreisnin, uppbyggingin, viðspyrnan og framtíðarsýn stjórnvalda að tugþúsundir einstaklinga og heimila fari aftur út á vinnumarkaðinn með óvinnandi skuldahala og vanskil á bakinu? Sú viðspyrna endar því miður á einn veg. Veg sem við fórum eftir hrun. Veg sem við erum enn að vinda ofan af í gegnum sjúkrasjóði stéttarfélaganna og VIRK starfsendurhæfingu. Viðspyrna með því að setja öll hestöflin í annað afturhjólið drífur ekki langt, eða vindur sem fer allur í eitt seglið kemur þjóðarskútunni varla á flot. Það verður fróðlegt að sjá hvað kemur út úr nefndinni góðu. Nefnd sem tók lengri tíma að skipa en það tók að smíða, samþykkja og FRAMKVÆMA öll þau fjölmörgu úrræði sem standa atvinnulífinu til boða, engar nefndir þar. Við krefjumst aðgerða fyrir heimilin tafarlaust. Við hljótum að vera sammála um það. Höfundur er formaður VR.
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar