Lífeyrissjóðir en ekki lífeyrissjóður? Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 12. október 2020 10:00 Lífeyrissjóðirnir eru gjarnan í umræðunni og af góðri ástæðu enda mjög stórir fjárfestar á íslenskum markaði og þær stofnanir sem þorri landsmanna fær bróðurpart eftirlauna sinna frá. Það sem ég hef gjarnan velt fyrir mér en hef ekki rekist á mikla umfjöllun um er hvers vegna hér séu margir lífeyrissjóðir en ekki einn lífeyrissjóður? M.ö.o. þá velti ég fyrir mér hvers vegna við sem þjóð höfum ákveðið að eftirlaun launafólks séu að miklu leiti í höndum mismunandi lífeyrissjóða allt eftir því við hvað viðkomandi starfaði eða hvert hann kaus að greiða. Svo er það, séð frá bæjardyrum hins almenna launamanns, hending ein hvort sjóðurinn sem hann greiddi í ávaxtaði lífeyrinn vel eða illa. Það þýðir að tveir einstaklingar með jafnar tekjur og jafn háar greiðslur í lífeyrissjóði kunna að fá mismunandi lífeyrisgreiðslur í ellinni allt eftir því hvert þeir greiddu. Það fyrsta sem ég velti fyrir mér varðandi núverandi fyrirkomulag er hvers vegna við kjósum að hafa einn sameiginlegan atvinnuleysisbótasjóð rekinn af ríkinu, hvers vegna við kjósum að samtryggja okkur með sameiginlegu kerfi fyrir spítala og heilsugæslu, tryggja öllum sama aðgang að grunnskólum og sömu gæði kennslu í gegnum mest allt menntakerfið auk þess að samtryggja okkur á fleiri sviðum en þegar kemur að ellilífeyri þá sé það einstaklingsbundið. Að á þessu sviði, sem við höfum þó ákveðið í sameiningu að sé svo mikilvægt að þátttaka sé ekki bara æskileg heldur lögbundin skilda enda öllum ljóst að yfirgnæfandi meirihluti landsmanna mun þurfa að nýta sér þennan ellilífeyri, þá sé skynsamlegt að hafa dreift kerfi og fjöldi minni stofnana með mismunandi fjárfestingaráherslum og auknum umsýslukostnaði við reksturinn. Annað sem kemur upp í huga mér þegar ég hugsa um núverandi fyrirkomulag er hvort að hinn almenni launamaður hafi nægilega sterkan skilning á fjármálum og aðgengi að skýrum upplýsingum til þess að getað borið saman þá fjárfestingarkosti sem honum bjóðast í hinum ýmsu lífeyrissjóðum, af því gefnu að hann hafi val og geti þar með tekið upplýsta ákvörðun um svo stórt mál? Er það hinum almenna launamanni til hagsbóta að sjá um þessi mál sjálfur í stað þess að falla sjálfkrafa inn í lífeyrissjóð sem ríkið myndi annast? Ég get persónulega ekki séð hvers vegna það sé skynsamlegt að hafa lífeyriskerfið svo dreift og áhættusamt fyrir launamenn. Mér þætti eðlilegra að eftirlaun kæmu úr eftirlaunasjóði frá ríkinu og hver og einn þyrfti ekki að vona það besta um hvort hann hafi valið góðan eða lakan sjóð við upphaf starfsævinnar. Greiðslur yrðu áfram út frá iðgjöldum en kæmu einfaldlega úr einum sjóði, sjóði sem væri ódýrari í rekstri en að hafa yfir tuttugu minni starfandi sjóði eins og nú er, sjóði sem ætti stórt og dreift eignasafn og hefði tök á að ráða til sín færustu sérfræðinga. Og þess má geta að af þeim lífeyrissjóðum sem starfa á Íslandi hafa þeir sjóðir sem eru á opinbera markaðnum verið með hærri meðalávöxtun síðustu áratugi en þeir sem eru á almenna markaðnum auk þess að tryggja sjóðsfélögum sínum umtalsvert hærri lífeyrisréttindi (hlutfall af meðallaunum) en þeir á almenna markaðnum. Höfundur er viðskiptafræðingur og doktorsnemi í hagfræði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lífeyrissjóðir Haukur V. Alfreðsson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Lífeyrissjóðirnir eru gjarnan í umræðunni og af góðri ástæðu enda mjög stórir fjárfestar á íslenskum markaði og þær stofnanir sem þorri landsmanna fær bróðurpart eftirlauna sinna frá. Það sem ég hef gjarnan velt fyrir mér en hef ekki rekist á mikla umfjöllun um er hvers vegna hér séu margir lífeyrissjóðir en ekki einn lífeyrissjóður? M.ö.o. þá velti ég fyrir mér hvers vegna við sem þjóð höfum ákveðið að eftirlaun launafólks séu að miklu leiti í höndum mismunandi lífeyrissjóða allt eftir því við hvað viðkomandi starfaði eða hvert hann kaus að greiða. Svo er það, séð frá bæjardyrum hins almenna launamanns, hending ein hvort sjóðurinn sem hann greiddi í ávaxtaði lífeyrinn vel eða illa. Það þýðir að tveir einstaklingar með jafnar tekjur og jafn háar greiðslur í lífeyrissjóði kunna að fá mismunandi lífeyrisgreiðslur í ellinni allt eftir því hvert þeir greiddu. Það fyrsta sem ég velti fyrir mér varðandi núverandi fyrirkomulag er hvers vegna við kjósum að hafa einn sameiginlegan atvinnuleysisbótasjóð rekinn af ríkinu, hvers vegna við kjósum að samtryggja okkur með sameiginlegu kerfi fyrir spítala og heilsugæslu, tryggja öllum sama aðgang að grunnskólum og sömu gæði kennslu í gegnum mest allt menntakerfið auk þess að samtryggja okkur á fleiri sviðum en þegar kemur að ellilífeyri þá sé það einstaklingsbundið. Að á þessu sviði, sem við höfum þó ákveðið í sameiningu að sé svo mikilvægt að þátttaka sé ekki bara æskileg heldur lögbundin skilda enda öllum ljóst að yfirgnæfandi meirihluti landsmanna mun þurfa að nýta sér þennan ellilífeyri, þá sé skynsamlegt að hafa dreift kerfi og fjöldi minni stofnana með mismunandi fjárfestingaráherslum og auknum umsýslukostnaði við reksturinn. Annað sem kemur upp í huga mér þegar ég hugsa um núverandi fyrirkomulag er hvort að hinn almenni launamaður hafi nægilega sterkan skilning á fjármálum og aðgengi að skýrum upplýsingum til þess að getað borið saman þá fjárfestingarkosti sem honum bjóðast í hinum ýmsu lífeyrissjóðum, af því gefnu að hann hafi val og geti þar með tekið upplýsta ákvörðun um svo stórt mál? Er það hinum almenna launamanni til hagsbóta að sjá um þessi mál sjálfur í stað þess að falla sjálfkrafa inn í lífeyrissjóð sem ríkið myndi annast? Ég get persónulega ekki séð hvers vegna það sé skynsamlegt að hafa lífeyriskerfið svo dreift og áhættusamt fyrir launamenn. Mér þætti eðlilegra að eftirlaun kæmu úr eftirlaunasjóði frá ríkinu og hver og einn þyrfti ekki að vona það besta um hvort hann hafi valið góðan eða lakan sjóð við upphaf starfsævinnar. Greiðslur yrðu áfram út frá iðgjöldum en kæmu einfaldlega úr einum sjóði, sjóði sem væri ódýrari í rekstri en að hafa yfir tuttugu minni starfandi sjóði eins og nú er, sjóði sem ætti stórt og dreift eignasafn og hefði tök á að ráða til sín færustu sérfræðinga. Og þess má geta að af þeim lífeyrissjóðum sem starfa á Íslandi hafa þeir sjóðir sem eru á opinbera markaðnum verið með hærri meðalávöxtun síðustu áratugi en þeir sem eru á almenna markaðnum auk þess að tryggja sjóðsfélögum sínum umtalsvert hærri lífeyrisréttindi (hlutfall af meðallaunum) en þeir á almenna markaðnum. Höfundur er viðskiptafræðingur og doktorsnemi í hagfræði
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun