Silva líkti Mendy við súkkulaði-fígúruna Conguitos.
The FA is reportedly looking into a tweet by Man City's Bernardo Silva which has been described as discriminatory towards teammate, Benjamin Mendy. The tweet has since been deleted. pic.twitter.com/xMzmkkKiTX
— oluwaseun (@iam_shzy) September 23, 2019
Enska knattspyrnusambandið var með færsluna til rannsóknar og hefur nú dæmt Silva í eins leiks bann.
Hann missir af næsta leik City sem er gegn Chelsea laugardaginn 23. nóvember. Silva fékk einnig 50.000 punda sekt.
Portúgalinn hélt því fram að um saklaust grín væri að ræða og Pep Guardiola, knattspyrnustjóri City, hefur stutt þétt við bakið á Silva.