Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. apríl 2025 09:31 Nikola Jokic hugsar Russell Westbrook eflaust þegjandi þörfina eftir svakalegt klúður hans gegn Minnesota Timberwolves í nótt. getty/Dustin Bradford Nikola Jokic átti stórkostlegan leik fyrir Denver Nuggets gegn Minnesota Timberwolves í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Samherji hans, Russell Westbrook, eyðilagði hins vegar allt. Jokic skoraði 61 stig, tók tíu fráköst og gaf tíu stoðsendingar í leiknum sem var tvíframlengdur. Aldrei hefur leikmaður í sögu NBA verið með þrefalda tvennu og skorað jafn mörg stig í einum leik. Jokic spilaði 53 af 58 mínútum í leiknum. 🃏 NIKOLA JOKIĆ, A GAME FOR THE HISTORY BOOKS 🃏🤯 61 PTS🤯 10 REB🤯 10 AST🤯 6 3PM🤯 2 STLAn all-time showing from an all-time player! pic.twitter.com/fdFyl2RyHU— NBA (@NBA) April 2, 2025 Westbrook tókst hins vegar að stela fyrirsögnunum með ótrúlegu klúðri undir lok leiks. Þegar tæpar fjórtán sekúndur voru eftir, í stöðunni 139-138 fyrir Denver, stal Westbrook boltanum og brunaði fram völlinn. Hann klúðraði hins vegar sniðsskoti og Minnesota fékk tækifæri til að tryggja sér sigurinn. Nickeil Alexander-Walker fékk boltann úti í horninu þegar tæp sekúnda var eftir. Westbrook hljóp í átt að honum og braut á honum þegar hann skaut boltanum fyrir utan þriggja stiga línuna. Þá var 0,1 sekúnda á klukkunni. Alexander-Walker setti fyrstu tvö vítaskotin niður en brenndi viljandi af því þriðja. Hann tryggði Úlfunum því ótrúlegan sigur, 139-140. AN INSTANT CLASSIC DESERVES A WILD FINISH 🚨Timberwolves get the rebound, push it down court, and draw the foul on the 3PA!Nickeil Alexander-Walker drills two CLUTCH free throws to secure the win for the Timberwolves 🤯🤯 pic.twitter.com/CSkEnU1rj9— NBA (@NBA) April 2, 2025 Michael Malone, þjálfari Denver, neitaði að kenna Westbrook um tapið. „Hann hatar að tapa. Svo hann vill eflaust ekki heyra neitt af þessu því hann er fullkomnunarsinni og keppnismaður. Og þekkjandi hann mun hann eflaust kenna sér að miklu leyti um þetta. En við töpuðum í kvöld. Denver Nuggets, við sem lið töpuðum leiknum, ekki einn leikmaður,“ sagði Malone. Westbrook spilaði í 38 mínútur í leiknum; skoraði ellefu stig, tók sex fráköst, gaf sjö stoðsendingar og tapaði boltanum fimm sinnum. Denver lék án Jamals Murray og Michaels Porter yngri í nótt. Liðið er í 3. sæti Vesturdeildarinnar. Þetta var þriðji sigur Minnesota í röð en liðið er í 7. sæti Vesturdeildarinnar. Anthony Edwards skoraði 34 stig fyrir liðið, tók tíu fráköst og gaf átta stoðsendingar. Julius Randle og hetjan Alexander-Walker skoruðu 26 stig hvor. NBA Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Sjá meira
Jokic skoraði 61 stig, tók tíu fráköst og gaf tíu stoðsendingar í leiknum sem var tvíframlengdur. Aldrei hefur leikmaður í sögu NBA verið með þrefalda tvennu og skorað jafn mörg stig í einum leik. Jokic spilaði 53 af 58 mínútum í leiknum. 🃏 NIKOLA JOKIĆ, A GAME FOR THE HISTORY BOOKS 🃏🤯 61 PTS🤯 10 REB🤯 10 AST🤯 6 3PM🤯 2 STLAn all-time showing from an all-time player! pic.twitter.com/fdFyl2RyHU— NBA (@NBA) April 2, 2025 Westbrook tókst hins vegar að stela fyrirsögnunum með ótrúlegu klúðri undir lok leiks. Þegar tæpar fjórtán sekúndur voru eftir, í stöðunni 139-138 fyrir Denver, stal Westbrook boltanum og brunaði fram völlinn. Hann klúðraði hins vegar sniðsskoti og Minnesota fékk tækifæri til að tryggja sér sigurinn. Nickeil Alexander-Walker fékk boltann úti í horninu þegar tæp sekúnda var eftir. Westbrook hljóp í átt að honum og braut á honum þegar hann skaut boltanum fyrir utan þriggja stiga línuna. Þá var 0,1 sekúnda á klukkunni. Alexander-Walker setti fyrstu tvö vítaskotin niður en brenndi viljandi af því þriðja. Hann tryggði Úlfunum því ótrúlegan sigur, 139-140. AN INSTANT CLASSIC DESERVES A WILD FINISH 🚨Timberwolves get the rebound, push it down court, and draw the foul on the 3PA!Nickeil Alexander-Walker drills two CLUTCH free throws to secure the win for the Timberwolves 🤯🤯 pic.twitter.com/CSkEnU1rj9— NBA (@NBA) April 2, 2025 Michael Malone, þjálfari Denver, neitaði að kenna Westbrook um tapið. „Hann hatar að tapa. Svo hann vill eflaust ekki heyra neitt af þessu því hann er fullkomnunarsinni og keppnismaður. Og þekkjandi hann mun hann eflaust kenna sér að miklu leyti um þetta. En við töpuðum í kvöld. Denver Nuggets, við sem lið töpuðum leiknum, ekki einn leikmaður,“ sagði Malone. Westbrook spilaði í 38 mínútur í leiknum; skoraði ellefu stig, tók sex fráköst, gaf sjö stoðsendingar og tapaði boltanum fimm sinnum. Denver lék án Jamals Murray og Michaels Porter yngri í nótt. Liðið er í 3. sæti Vesturdeildarinnar. Þetta var þriðji sigur Minnesota í röð en liðið er í 7. sæti Vesturdeildarinnar. Anthony Edwards skoraði 34 stig fyrir liðið, tók tíu fráköst og gaf átta stoðsendingar. Julius Randle og hetjan Alexander-Walker skoruðu 26 stig hvor.
NBA Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Sjá meira