Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. mars 2025 11:31 Hugað að Jean-Philippe Mateta eftir brot Liams Roberts. afp/Glyn KIRK Jean-Philippe Mateta, framherji Crystal Palace, hefur komið markverði Millwall, Liam Roberts, sem fékk rautt spjald fyrir ljótt brot á honum í bikarleik á dögunum til varnar. Þann 1. mars tók Palace á móti Millwall í sextán liða úrslitum ensku bikarkeppninnar. Heimamenn unnu leikinn, 3-1, en brot Roberts á Mateta var helsta umræðuefnið eftir hann. Snemma leiks sparkaði Roberts í andlit Matetas og var rekinn af velli, þó ekki fyrr en VAR-dómarinn blandaði sér í málið. Sauma þurfti 25 spor í vinstra eyra Matetas og hann hefur ekki spilað frá leiknum í byrjun mánaðarins. Mateta ber þó engan kala til Roberts. „Liam sendi mér skilaboð meðan ég var á spítalanum og ég sagði honum að þetta væri í lagi, þetta væri fótbolti. Hann baðst afsökunar. Hann var áhyggjufullur,“ sagði Mateta. Roberts fékk sex leikja bann fyrir brotið á Mateta. Franski framherjinn segir að illur ásetningur hafi þó ekki búið að baki brotinu. „Ég held að hann hafi ekki vaknað og hugsað: Ég vil taka hausinn af JP. Það er mikil pressa. Hann vildi gera vel en of miklar tilfinningar geta látið þig gera klikkaða hluti. Þetta voru bara mistök. Þú lærir af þessu,“ sagði Mateta sem þarf að spila með grímu, allavega fyrst um sinn, þegar hann snýr aftur á völlinn. Næsti leikur Palace er gegn Fulham í átta liða úrslitum ensku bikarkeppninnar 29. mars. Enski boltinn Tengdar fréttir Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Jean-Philippe Mateta, leikmaður Crystal Palace, sagði í viðtali við Sky Sports að hann hafi viljað halda leik áfram eftir að Liam Roberts, markvörður Millwall, gerði sitt besta til að gata andlit franska framherjans. 19. mars 2025 07:00 Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Liam Roberts, markvörður enska B-deildarliðsins Millwall, hefur verið úrskurðaður í sex leikja bann fyrir brotið grófa á Jean-Philippe Mateta, framherja Crystal Palace, í bikarleik liðanna um síðustu helgi. 7. mars 2025 16:15 Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Dómarinn Michael Oliver mun ekkert dæma í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Hann gerði sig sekan um mistök í bikarleik Crystal Palace og Millwall um helgina. 5. mars 2025 16:46 Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Jean-Philippe Mateta, framherji Crystal Palace, er á batavegi eftir að enda upp á spítala eftir stórundarlega tæklingu markvarðarins Liam Roberts þegar Palace lagði Millwall í enska bikarnum í dag. Tæklingin hefði getað stórslasað framherjann og jafnvel endað feril hans. 1. mars 2025 22:47 Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Crystal Palace er komið áfram í átta liða úrslit ensku bikarkeppninnar eftir 3-1 sigur á Milwall í dag. Markvörður gestanna var rekinn af velli snemma leiks fyrir fáránlegt brot. 1. mars 2025 14:25 Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Fleiri fréttir Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Sjá meira
Þann 1. mars tók Palace á móti Millwall í sextán liða úrslitum ensku bikarkeppninnar. Heimamenn unnu leikinn, 3-1, en brot Roberts á Mateta var helsta umræðuefnið eftir hann. Snemma leiks sparkaði Roberts í andlit Matetas og var rekinn af velli, þó ekki fyrr en VAR-dómarinn blandaði sér í málið. Sauma þurfti 25 spor í vinstra eyra Matetas og hann hefur ekki spilað frá leiknum í byrjun mánaðarins. Mateta ber þó engan kala til Roberts. „Liam sendi mér skilaboð meðan ég var á spítalanum og ég sagði honum að þetta væri í lagi, þetta væri fótbolti. Hann baðst afsökunar. Hann var áhyggjufullur,“ sagði Mateta. Roberts fékk sex leikja bann fyrir brotið á Mateta. Franski framherjinn segir að illur ásetningur hafi þó ekki búið að baki brotinu. „Ég held að hann hafi ekki vaknað og hugsað: Ég vil taka hausinn af JP. Það er mikil pressa. Hann vildi gera vel en of miklar tilfinningar geta látið þig gera klikkaða hluti. Þetta voru bara mistök. Þú lærir af þessu,“ sagði Mateta sem þarf að spila með grímu, allavega fyrst um sinn, þegar hann snýr aftur á völlinn. Næsti leikur Palace er gegn Fulham í átta liða úrslitum ensku bikarkeppninnar 29. mars.
Enski boltinn Tengdar fréttir Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Jean-Philippe Mateta, leikmaður Crystal Palace, sagði í viðtali við Sky Sports að hann hafi viljað halda leik áfram eftir að Liam Roberts, markvörður Millwall, gerði sitt besta til að gata andlit franska framherjans. 19. mars 2025 07:00 Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Liam Roberts, markvörður enska B-deildarliðsins Millwall, hefur verið úrskurðaður í sex leikja bann fyrir brotið grófa á Jean-Philippe Mateta, framherja Crystal Palace, í bikarleik liðanna um síðustu helgi. 7. mars 2025 16:15 Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Dómarinn Michael Oliver mun ekkert dæma í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Hann gerði sig sekan um mistök í bikarleik Crystal Palace og Millwall um helgina. 5. mars 2025 16:46 Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Jean-Philippe Mateta, framherji Crystal Palace, er á batavegi eftir að enda upp á spítala eftir stórundarlega tæklingu markvarðarins Liam Roberts þegar Palace lagði Millwall í enska bikarnum í dag. Tæklingin hefði getað stórslasað framherjann og jafnvel endað feril hans. 1. mars 2025 22:47 Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Crystal Palace er komið áfram í átta liða úrslit ensku bikarkeppninnar eftir 3-1 sigur á Milwall í dag. Markvörður gestanna var rekinn af velli snemma leiks fyrir fáránlegt brot. 1. mars 2025 14:25 Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Fleiri fréttir Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Sjá meira
Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Jean-Philippe Mateta, leikmaður Crystal Palace, sagði í viðtali við Sky Sports að hann hafi viljað halda leik áfram eftir að Liam Roberts, markvörður Millwall, gerði sitt besta til að gata andlit franska framherjans. 19. mars 2025 07:00
Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Liam Roberts, markvörður enska B-deildarliðsins Millwall, hefur verið úrskurðaður í sex leikja bann fyrir brotið grófa á Jean-Philippe Mateta, framherja Crystal Palace, í bikarleik liðanna um síðustu helgi. 7. mars 2025 16:15
Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Dómarinn Michael Oliver mun ekkert dæma í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Hann gerði sig sekan um mistök í bikarleik Crystal Palace og Millwall um helgina. 5. mars 2025 16:46
Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Jean-Philippe Mateta, framherji Crystal Palace, er á batavegi eftir að enda upp á spítala eftir stórundarlega tæklingu markvarðarins Liam Roberts þegar Palace lagði Millwall í enska bikarnum í dag. Tæklingin hefði getað stórslasað framherjann og jafnvel endað feril hans. 1. mars 2025 22:47
Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Crystal Palace er komið áfram í átta liða úrslit ensku bikarkeppninnar eftir 3-1 sigur á Milwall í dag. Markvörður gestanna var rekinn af velli snemma leiks fyrir fáránlegt brot. 1. mars 2025 14:25