Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. apríl 2025 09:02 Arnar Gunnlaugsson í viðtali fyrir leik KR og ÍA sumarið 1997. Hann á ekki góðar minningar frá þeim leik eða þessum tíma. stöð 2 sport Arnar Gunnlaugsson sneri heim til Íslands með stæl sumarið 1995. Heimkoman tveimur árum seinna var hins vegar ekki jafn eftirminnileg og Arnar segir að hann hafi verið langt niðri á þeim tíma. Tvíburabræðurnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir eru til umfjöllunar í þáttaröðinni A&B. Tímabilið í fyrsta þætti er frá fæðingu þeirra 1973 til 1997. Þá sneri Arnar aftur heim í skamman tíma. Tveimur sumrum áður hafði Arnar komið til ÍA, skoraði fimmtán mörk í sjö leikjum og var áberandi í dægurmenningu líkt og Bjarki. Arnar lék meðal annars í auglýsingum og byrjaði með ungfrú Ísland, Hrafnhildi Hafsteinsdóttur. Draumaheimkoman 1995 skilaði Arnari hins vegar ekki þeim tækifærum sem hann vonaðist eftir og sumarið 1997 kom hann aftur heim á Akranes. „Þegar ég kem heim '97 er ég í mjög dimmum dal. Ég er langt frá því sem má teljast ásættanlegt líkamlegt ástand. Mitt andlega ástand er langt frá því sem telst ásættanlegt til að ná árangri í íþróttum, eða í lífinu almennt. Ég kom heim og er að mæta á æfingar með Skaganum. Það má ekki gleyma því að þetta er tveimur árum eftir að ég var að skora fimmtán mörk í sjö leikjum og er kóngurinn,“ sagði Arnar þegar hann rifjaði upp heimkomuna 1997 í A&B. Úr hæstu hæðum í dýpstu dali „Menn héldu að ég myndi taka upp þráðinn þar sem frá var horfið. Það var leikur á móti KR sem var algjör „disaster“. Við töpuðum 4-0 og ég átti algjöran „stinker“. Get ekki neitt. Það er erfitt að fara í gegnum svona miklar hæðir sem þú varst í '95-árið og fara svo niður í dýpsta dalinn '97; bara algjörlega á botninum. Þú varst eiginlega á leiðinni að sigra heiminn og nú ertu allt í einu kominn heim til mömmu og pabba og hættur í atvinnumennsku.“ Þótt hann hafi ekki gert sér grein fyrir því á þeim tíma glímdi Arnar eflaust við þunglyndi í heimkomunni erfiðu 1997. Heimurinn að hrynja „Þetta reyndi gríðarlega mikið á andlega þáttinn. Sjálfstraust mitt var í molum. Maður svaf lengi frameftir. Þú varst hálfgert þunglyndur má segja alveg eins og er. Mamma og pabbi og mínir nánustu hafa örugglega séð að það var þungt, dökkt ský yfir mér. Stuttu áður hafði samband mitt og Hrafnhildar runnið á enda þannig að heimurinn var svolítið að hrynja,“ sagði Arnar. „Það var ekki til þessi vitneskja sem er í dag né almenn þekking á þunglyndi, sérstaklega ekki hjá ungum karlmönnum. Þetta var bara tabú. Ungur maður með miklar tilfinningar og þú kannt ekki alveg að tjá þig og leita þér hjálpar, þá var þetta eftir á að hyggja eitt af mínum erfiðustu tímabilum í lífinu.“ Klippa: A&B - Martraðarheimkoman 1997 Arnar lék tvo leiki með ÍA í efstu deild sumarið 1997. Áðurnefndan leik gegn KR og svo leik gegn Keflavík þar sem hann skoraði úr vítaspyrnu. Bolton til bjargar Skömmu eftir þann leik barst Arnari símtal frá Englandi. Umboðsmaður hans, Kenny Moyes, sagði honum að Bolton Wanderers vildi fá hann til reynslu. Fyrst í stað var Arnar ekki spenntur en lét þó til leiðast að fara út, ekki síst fyrir áeggjan föður síns. „Hann nánast hendir mér upp í flugvél,“ sagði Arnar sem fékk samning hjá Bolton, gekk vel þar og fór þaðan til Leicester City. Innslagið úr A&B má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Þættirnir A&B verða sýndir á sunnudagskvöldum á Stöð 2 og Stöð 2 Sport. Íslenski boltinn ÍA A&B Besta deild karla Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Fleiri fréttir Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Sjá meira
Tvíburabræðurnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir eru til umfjöllunar í þáttaröðinni A&B. Tímabilið í fyrsta þætti er frá fæðingu þeirra 1973 til 1997. Þá sneri Arnar aftur heim í skamman tíma. Tveimur sumrum áður hafði Arnar komið til ÍA, skoraði fimmtán mörk í sjö leikjum og var áberandi í dægurmenningu líkt og Bjarki. Arnar lék meðal annars í auglýsingum og byrjaði með ungfrú Ísland, Hrafnhildi Hafsteinsdóttur. Draumaheimkoman 1995 skilaði Arnari hins vegar ekki þeim tækifærum sem hann vonaðist eftir og sumarið 1997 kom hann aftur heim á Akranes. „Þegar ég kem heim '97 er ég í mjög dimmum dal. Ég er langt frá því sem má teljast ásættanlegt líkamlegt ástand. Mitt andlega ástand er langt frá því sem telst ásættanlegt til að ná árangri í íþróttum, eða í lífinu almennt. Ég kom heim og er að mæta á æfingar með Skaganum. Það má ekki gleyma því að þetta er tveimur árum eftir að ég var að skora fimmtán mörk í sjö leikjum og er kóngurinn,“ sagði Arnar þegar hann rifjaði upp heimkomuna 1997 í A&B. Úr hæstu hæðum í dýpstu dali „Menn héldu að ég myndi taka upp þráðinn þar sem frá var horfið. Það var leikur á móti KR sem var algjör „disaster“. Við töpuðum 4-0 og ég átti algjöran „stinker“. Get ekki neitt. Það er erfitt að fara í gegnum svona miklar hæðir sem þú varst í '95-árið og fara svo niður í dýpsta dalinn '97; bara algjörlega á botninum. Þú varst eiginlega á leiðinni að sigra heiminn og nú ertu allt í einu kominn heim til mömmu og pabba og hættur í atvinnumennsku.“ Þótt hann hafi ekki gert sér grein fyrir því á þeim tíma glímdi Arnar eflaust við þunglyndi í heimkomunni erfiðu 1997. Heimurinn að hrynja „Þetta reyndi gríðarlega mikið á andlega þáttinn. Sjálfstraust mitt var í molum. Maður svaf lengi frameftir. Þú varst hálfgert þunglyndur má segja alveg eins og er. Mamma og pabbi og mínir nánustu hafa örugglega séð að það var þungt, dökkt ský yfir mér. Stuttu áður hafði samband mitt og Hrafnhildar runnið á enda þannig að heimurinn var svolítið að hrynja,“ sagði Arnar. „Það var ekki til þessi vitneskja sem er í dag né almenn þekking á þunglyndi, sérstaklega ekki hjá ungum karlmönnum. Þetta var bara tabú. Ungur maður með miklar tilfinningar og þú kannt ekki alveg að tjá þig og leita þér hjálpar, þá var þetta eftir á að hyggja eitt af mínum erfiðustu tímabilum í lífinu.“ Klippa: A&B - Martraðarheimkoman 1997 Arnar lék tvo leiki með ÍA í efstu deild sumarið 1997. Áðurnefndan leik gegn KR og svo leik gegn Keflavík þar sem hann skoraði úr vítaspyrnu. Bolton til bjargar Skömmu eftir þann leik barst Arnari símtal frá Englandi. Umboðsmaður hans, Kenny Moyes, sagði honum að Bolton Wanderers vildi fá hann til reynslu. Fyrst í stað var Arnar ekki spenntur en lét þó til leiðast að fara út, ekki síst fyrir áeggjan föður síns. „Hann nánast hendir mér upp í flugvél,“ sagði Arnar sem fékk samning hjá Bolton, gekk vel þar og fór þaðan til Leicester City. Innslagið úr A&B má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Þættirnir A&B verða sýndir á sunnudagskvöldum á Stöð 2 og Stöð 2 Sport.
Íslenski boltinn ÍA A&B Besta deild karla Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Fleiri fréttir Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Sjá meira