„Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Valur Páll Eiríksson skrifar 2. apríl 2025 08:03 Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri KSÍ. Vísir/Sigurjón Framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands segir umfang veðmálastarfsemi í kringum fótbolta hérlendis áhyggjuefni. Nýlega var fyrirliði Bestu deildar liðs dæmdur í bann vegna veðmála. Í ljósi þess hyggst sambandið auka fræðslu. Elmar Atli Garðarsson, fyrirliði Vestra, var á dögunum dæmdur í bann vegna veðmála á leiki í Bestu deildinni og mun hann missa af hluta komandi Íslandsmóts sem hefst á laugardag. Hann er þriðji leikmaðurinn sem dæmdur er í bann fyrir slíkt á þremur árum. Erlendur eftirlitsaðili sér um að fylgjast með mögulegum brotum, sem fer í gegnum Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA. „Við erum með vöktunaraðila á öllum leikjum KSÍ og fáum ábendingu þegar eitthvað óeðlilegt er í gangi. Þá eru virkjaðir ferlar hér innandyra og það fer sína leið í kerfinu eins og fyrri dæmi hafa sýnt,“ segir Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri KSÍ, í samtali við íþróttadeild um eftirlitið. „Þetta er í gegnum UEFA, í raun og veru, og í gegnum okkar samninga við aðila úti sem vakta þessa leiki,“ segir Eysteinn og bætir við: „Við fáum alltaf inn á borð, eitthvað reglubundið. Því miður eru þannig mál sem þarf að vísa áfram. Hvert mál er einu máli og mikið í því samhengi.“ Davíð hafi rétt á sinni skoðun Veðmálaauglýsingar hafa færst í aukana í kringum hlaðvarpsþætti um fótbolta sem og á samfélagsmiðlum. Eysteinn segir veðmálastarfsemina viðfangsefni sem þurfi að nálgast frá nokkrum hliðum og endurskoða heilstætt. „Í umræðunni heyrir maður að það sé aukning og menn vilja meina. Við erum meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál. Við þurfum einhvern veginn að bregðast við því,“ segir Eysteinn. Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, sagði við Vísi, eftir að Elmar var dæmdur í bannið, að líklega önduðu margir leikmenn í Bestu deildinni léttar. Það væri vegna þess að þeir hefðu ekki náðst, þar sem töluvert meira væri um veðmál leikmanna í deildinni en þegar hefði komið í ljós. Um ummæli Davíðs segir Eysteinn: „Hann hefur rétt á sinni skoðun, þetta er skoðunin hans. Það getur vel verið að það sé meira um þetta en við áttum okkur á. Þess vegna þurfum við að efla fræðsluna. Það breytir því ekki að við náum kannski ekki öllum, lögreglan nær ekki öllum sem keyra of hratt á þjóðvegum landsins, en vonandi náum við að fyrirbyggja sem mest.“ Staðan áhyggjuefni Hlutaðeigandi aðilar, til að mynda leikmannasamtökin og hagsmunasamtökin ÍTF muni þá koma að átaki KSÍ hvað þessi mál varðar. Staðan sé áhyggjuefni. „Þetta er áhyggjuefni, myndi ég segja. Við þurfum einhvern veginn að reyna að fara meira í fræðslu og forvarnir. Við erum að fara í samtarfsverkefni með SÁÁ, varðandi veðmálafíkn, og ég veit að ÍTF er líka að taka á fræðslu og forvörnum í Bestu deildunum, sem og Leikmannasamtökin líka. Þannig að við erum að sameinast um það að reyna að sporna við þessu eins og hægt,“ segir Eysteinn. KSÍ auglýsir Lengjuna Auglýsingar veðmála eru ekki löglegar í íslenskum fjölmiðlum, að undanskildum þeim frá Lengjunni. Í hlaðvörpum og á samfélagsmiðlum má aftur á móti sjá töluvert um auglýsingar erlendra veðmálasíðna á við EpicBet og Coolbet. Vegna þess hve samofnar veðmálaauglýsingar eru orðnar íþróttaumfjöllun segir Eysteinn þurfi að móta heildræna stefnu hvað þessi mál varðar. „Ég held að íþróttahreyfingin og stjórnvöld þurfi náttúrulega bara að taka á þessu og móta stefnu. Það er eitthvað sem þarf að gerast. Það breytir því ekki að við erum með ákveðnar reglur í fótboltanum og þurfum að fara eftir þeim. Eitt af því er að allir skrifa undir leikmannasamninga, þar er skýrt að það er bannað að veðja á leiki KSÍ, þannig að það á ekki að koma neinum á óvart að sem skrifar undir leikmannasamning KSÍ,“ segir Eysteinn. Nú er KSÍ með bæði Lengjudeildina og Lengjubikarinn á sínum vegum. Orkar tvímælis að KSÍ tali gegn veðmálum en auglýsi starfsemina með þeim hætti? „Ég veit ekki hvað segja skal um það. Auðvitað þarf að taka heildstæða umræðu, í hvaða átt við viljum fara og hvernig við viljum hafa regluverkið í kringum þetta,“ segir Eysteinn. Viðtalið má sjá í heild í spilaranum að neðan. Klippa: Áhyggjuefni og samfélagslegt vandamál KSÍ Íslenski boltinn Fótbolti Besta deild karla Fjárhættuspil Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Elmar Atli Garðarsson, fyrirliði Vestra, var á dögunum dæmdur í bann vegna veðmála á leiki í Bestu deildinni og mun hann missa af hluta komandi Íslandsmóts sem hefst á laugardag. Hann er þriðji leikmaðurinn sem dæmdur er í bann fyrir slíkt á þremur árum. Erlendur eftirlitsaðili sér um að fylgjast með mögulegum brotum, sem fer í gegnum Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA. „Við erum með vöktunaraðila á öllum leikjum KSÍ og fáum ábendingu þegar eitthvað óeðlilegt er í gangi. Þá eru virkjaðir ferlar hér innandyra og það fer sína leið í kerfinu eins og fyrri dæmi hafa sýnt,“ segir Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri KSÍ, í samtali við íþróttadeild um eftirlitið. „Þetta er í gegnum UEFA, í raun og veru, og í gegnum okkar samninga við aðila úti sem vakta þessa leiki,“ segir Eysteinn og bætir við: „Við fáum alltaf inn á borð, eitthvað reglubundið. Því miður eru þannig mál sem þarf að vísa áfram. Hvert mál er einu máli og mikið í því samhengi.“ Davíð hafi rétt á sinni skoðun Veðmálaauglýsingar hafa færst í aukana í kringum hlaðvarpsþætti um fótbolta sem og á samfélagsmiðlum. Eysteinn segir veðmálastarfsemina viðfangsefni sem þurfi að nálgast frá nokkrum hliðum og endurskoða heilstætt. „Í umræðunni heyrir maður að það sé aukning og menn vilja meina. Við erum meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál. Við þurfum einhvern veginn að bregðast við því,“ segir Eysteinn. Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, sagði við Vísi, eftir að Elmar var dæmdur í bannið, að líklega önduðu margir leikmenn í Bestu deildinni léttar. Það væri vegna þess að þeir hefðu ekki náðst, þar sem töluvert meira væri um veðmál leikmanna í deildinni en þegar hefði komið í ljós. Um ummæli Davíðs segir Eysteinn: „Hann hefur rétt á sinni skoðun, þetta er skoðunin hans. Það getur vel verið að það sé meira um þetta en við áttum okkur á. Þess vegna þurfum við að efla fræðsluna. Það breytir því ekki að við náum kannski ekki öllum, lögreglan nær ekki öllum sem keyra of hratt á þjóðvegum landsins, en vonandi náum við að fyrirbyggja sem mest.“ Staðan áhyggjuefni Hlutaðeigandi aðilar, til að mynda leikmannasamtökin og hagsmunasamtökin ÍTF muni þá koma að átaki KSÍ hvað þessi mál varðar. Staðan sé áhyggjuefni. „Þetta er áhyggjuefni, myndi ég segja. Við þurfum einhvern veginn að reyna að fara meira í fræðslu og forvarnir. Við erum að fara í samtarfsverkefni með SÁÁ, varðandi veðmálafíkn, og ég veit að ÍTF er líka að taka á fræðslu og forvörnum í Bestu deildunum, sem og Leikmannasamtökin líka. Þannig að við erum að sameinast um það að reyna að sporna við þessu eins og hægt,“ segir Eysteinn. KSÍ auglýsir Lengjuna Auglýsingar veðmála eru ekki löglegar í íslenskum fjölmiðlum, að undanskildum þeim frá Lengjunni. Í hlaðvörpum og á samfélagsmiðlum má aftur á móti sjá töluvert um auglýsingar erlendra veðmálasíðna á við EpicBet og Coolbet. Vegna þess hve samofnar veðmálaauglýsingar eru orðnar íþróttaumfjöllun segir Eysteinn þurfi að móta heildræna stefnu hvað þessi mál varðar. „Ég held að íþróttahreyfingin og stjórnvöld þurfi náttúrulega bara að taka á þessu og móta stefnu. Það er eitthvað sem þarf að gerast. Það breytir því ekki að við erum með ákveðnar reglur í fótboltanum og þurfum að fara eftir þeim. Eitt af því er að allir skrifa undir leikmannasamninga, þar er skýrt að það er bannað að veðja á leiki KSÍ, þannig að það á ekki að koma neinum á óvart að sem skrifar undir leikmannasamning KSÍ,“ segir Eysteinn. Nú er KSÍ með bæði Lengjudeildina og Lengjubikarinn á sínum vegum. Orkar tvímælis að KSÍ tali gegn veðmálum en auglýsi starfsemina með þeim hætti? „Ég veit ekki hvað segja skal um það. Auðvitað þarf að taka heildstæða umræðu, í hvaða átt við viljum fara og hvernig við viljum hafa regluverkið í kringum þetta,“ segir Eysteinn. Viðtalið má sjá í heild í spilaranum að neðan. Klippa: Áhyggjuefni og samfélagslegt vandamál
KSÍ Íslenski boltinn Fótbolti Besta deild karla Fjárhættuspil Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira