Sagði Fernandes að hann færi hvergi Sindri Sverrisson skrifar 1. apríl 2025 09:31 Ruben Amorim er búinn að gefa landa sínum Bruno Fernandes skýr skilaboð. Getty/Marc Atkins Ruben Amorim, stjóri Manchester United, segir ekki koma til greina að fyrirliðinn Bruno Fernandes fari frá félaginu í sumar. Hann ræddi einnig um þá Antony og Marcus Rashford sem verið hafa að gera það gott sem lánsmenn í burtu frá United. United mætir Nottingham Forest í kvöld þegar enska úrvalsdeildin hefst loks að nýju eftir landsleikja- og bikarhlé. Þar verður Fernandes væntanlega á ferðinni eins og vanalega enda missir þessi þrítugi miðjumaður varla úr leik með United. Hann var um helgina orðaður við Real Madrid sem sagt var íhuga að greiða 80-90 milljónir punda fyrir Portúgalann en samkvæmt Amorim er sala ekki inni í myndinni. „Nei, það mun ekki gerast. Hann er ekki að fara neitt vegna þess að ég er þegar búinn að segja honum það,“ sagði Amorim á blaðamannafundi í gær og brosti, við hlátur viðstaddra. "He's not going anywhere, because I already told him" 🤝Ruben Amorim on Bruno Fernandes leaving the club this summer 🔴 pic.twitter.com/pnnQ16G44t— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 1, 2025 Fernandes hefur skorað sextán mörk í öllum keppnum á þessu tímabili og er eini leikmaður United sem náð hefur tveggja stafa tölu í þeim efnum. Hann skoraði fimm mörk, þar á meðal þrennu gegn Real Sociedad, í síðustu vikunni fyrir landsleikjahléið. Látbragðið sýni hve mikið hann þrái árangur Aðeins Mohamed Salah (54) og Erling Haaland (33) eru með fleiri samanlögð mörk og stoðsendingar en Fernandes (31) í ensku úrvalsdeildinni í vetur. United er hins vegar aðeins í 13. sæti. „Við viljum vinna úrvalsdeildina eftur svo við viljum að bestu leikmennirnir séu áfram hjá okkur. Hann er þrítugur en hann er enn ungur því hann spilar 55 leiki á tímabili og hefur komið að minnst 30 mörkum. Við höfum stjórn á stöðunni en ég tel að hann sé mjög ánægður hérna því hann skilur hvað við ætlum okkur. Hann er líka stuðningsmaður Manchester United svo hann hefur tilfinningarnar. Stundum þegar hann sýnir vonbrigði sín, sem allir sjá og segja kannski að hæfi ekki fyrirliða, þá sést bara hvað hann vill þetta mikið. Svona leikmann viljum við hafa,“ sagði Amorim. Rashford toppleikmaður ef hann vill Hann var einnig spurður út í Marcus Rashford sem um helgina skoraði sín fyrstu mörk fyrir Aston Villa þegar liðið komst áfram í undanúrslit enska bikarsins. Rashford var einnig valinn í enska landsliðið á dögunum vegna frammistöðu sinnar með Villa eftir að hann kom að láni frá United í janúar. „Ég þekki Rashford mjög vel og allir þekkja hæfileikana sem hann hefur. Ég hef rætt um það áður. Hann er toppleikmaður, ef hann vill það. Ég er því ekki hissa. Það er gott fyrir okkur að sjá að honum gangi vel í lánsdvölinni,“ sagði Amorim. Hann vildi hins vegar lítið tjá sig um Antony sem er að gera það góða hluti með Real Betis að liðsfélagi hans, Isco, kallaði eftir hópfjármögnun svo að hann yrði áfram hjá spænska félaginu eftir að lánstíminn rennur út í sumar. „Að Antony snúi aftur? Ég er með áætlanir fyrir framtíðina en ég vil ekki ræða framtíðina núna. Ég vil bara einbeita mér að komandi leikjum,“ sagði Amorim. Enski boltinn Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Fleiri fréttir Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Sjá meira
United mætir Nottingham Forest í kvöld þegar enska úrvalsdeildin hefst loks að nýju eftir landsleikja- og bikarhlé. Þar verður Fernandes væntanlega á ferðinni eins og vanalega enda missir þessi þrítugi miðjumaður varla úr leik með United. Hann var um helgina orðaður við Real Madrid sem sagt var íhuga að greiða 80-90 milljónir punda fyrir Portúgalann en samkvæmt Amorim er sala ekki inni í myndinni. „Nei, það mun ekki gerast. Hann er ekki að fara neitt vegna þess að ég er þegar búinn að segja honum það,“ sagði Amorim á blaðamannafundi í gær og brosti, við hlátur viðstaddra. "He's not going anywhere, because I already told him" 🤝Ruben Amorim on Bruno Fernandes leaving the club this summer 🔴 pic.twitter.com/pnnQ16G44t— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 1, 2025 Fernandes hefur skorað sextán mörk í öllum keppnum á þessu tímabili og er eini leikmaður United sem náð hefur tveggja stafa tölu í þeim efnum. Hann skoraði fimm mörk, þar á meðal þrennu gegn Real Sociedad, í síðustu vikunni fyrir landsleikjahléið. Látbragðið sýni hve mikið hann þrái árangur Aðeins Mohamed Salah (54) og Erling Haaland (33) eru með fleiri samanlögð mörk og stoðsendingar en Fernandes (31) í ensku úrvalsdeildinni í vetur. United er hins vegar aðeins í 13. sæti. „Við viljum vinna úrvalsdeildina eftur svo við viljum að bestu leikmennirnir séu áfram hjá okkur. Hann er þrítugur en hann er enn ungur því hann spilar 55 leiki á tímabili og hefur komið að minnst 30 mörkum. Við höfum stjórn á stöðunni en ég tel að hann sé mjög ánægður hérna því hann skilur hvað við ætlum okkur. Hann er líka stuðningsmaður Manchester United svo hann hefur tilfinningarnar. Stundum þegar hann sýnir vonbrigði sín, sem allir sjá og segja kannski að hæfi ekki fyrirliða, þá sést bara hvað hann vill þetta mikið. Svona leikmann viljum við hafa,“ sagði Amorim. Rashford toppleikmaður ef hann vill Hann var einnig spurður út í Marcus Rashford sem um helgina skoraði sín fyrstu mörk fyrir Aston Villa þegar liðið komst áfram í undanúrslit enska bikarsins. Rashford var einnig valinn í enska landsliðið á dögunum vegna frammistöðu sinnar með Villa eftir að hann kom að láni frá United í janúar. „Ég þekki Rashford mjög vel og allir þekkja hæfileikana sem hann hefur. Ég hef rætt um það áður. Hann er toppleikmaður, ef hann vill það. Ég er því ekki hissa. Það er gott fyrir okkur að sjá að honum gangi vel í lánsdvölinni,“ sagði Amorim. Hann vildi hins vegar lítið tjá sig um Antony sem er að gera það góða hluti með Real Betis að liðsfélagi hans, Isco, kallaði eftir hópfjármögnun svo að hann yrði áfram hjá spænska félaginu eftir að lánstíminn rennur út í sumar. „Að Antony snúi aftur? Ég er með áætlanir fyrir framtíðina en ég vil ekki ræða framtíðina núna. Ég vil bara einbeita mér að komandi leikjum,“ sagði Amorim.
Enski boltinn Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Fleiri fréttir Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Sjá meira