Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Sindri Sverrisson skrifar 19. mars 2025 08:31 Abdukodir Khusanov brosti þegar hann fékk lyklana að jeppanum. Skjáskot/Twitter Abdukodir Khusanov er hetja í heimalandi sínu Úsbekistan eftir að hafa orðið fyrstur sinnar þjóðar til að spila í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Hann fékk höfðinglegar móttökur við komuna heim til Úsbekistan í vikunni. Khusanov sneri heim til Úsbekistan vegna komandi leikja í undankeppni HM. Þessi 21 árs gamli miðvörður var varla stiginn út úr flugvélinni þegar hann fékk rándýran Mercedes Benz jeppa að gjöf sem Daily Mail segir að kosti á þriðja tug milljóna króna. Khusanov fékk bíllyklana afhenta frá fyrsta þjálfara sínum, Ulugbek Asonboev, og virtist hrærður yfir móttökunum áður en hann settist upp í bílinn og ók af stað. 🇰🇿Kazakh football official Ulugbek Asonboev gifted Mercedes-Benz G-class to Manchester City defender Abdukodir Khusanov 🇺🇿 pic.twitter.com/2SxWgm91iZ— Jalol Akhmedov🇺🇿 (@JalolAkhmedov) March 17, 2025 Manchester City keypti Khusanov frá Lens í Frakklandi fyrir 34 milljónir punda í janúar. Pep Guardiola henti honum strax út í djúpu laugina og hefur Khusanov þegar spilað átta leiki fyrir Englandsmeistarana. Hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir City í 2-1 sigrinum gegn Leyton Orient í enska bikarnum. Ljóst er að Khusanov er algjör lykilmaður í landsliði Úsbekistan sem berst um að komast í lokakeppni HM í fyrsta sinn. Liðið er í 2. sæti í sínum riðli eftir sex umferðir af tíu, með 13 stig, en tvö efstu liðin komast beint á HM. Sameinuðu arabísku furstadæmin eru í 3. sæti með 10 stig og Katar í 4. sæti með sjö stig en Íran er efst með 16 stig. Úsbekistan tekur á móti Kirgistan á morgun og á svo útileik við Íran fimm dögum síðar. Enski boltinn Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Fleiri fréttir Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Sjá meira
Khusanov sneri heim til Úsbekistan vegna komandi leikja í undankeppni HM. Þessi 21 árs gamli miðvörður var varla stiginn út úr flugvélinni þegar hann fékk rándýran Mercedes Benz jeppa að gjöf sem Daily Mail segir að kosti á þriðja tug milljóna króna. Khusanov fékk bíllyklana afhenta frá fyrsta þjálfara sínum, Ulugbek Asonboev, og virtist hrærður yfir móttökunum áður en hann settist upp í bílinn og ók af stað. 🇰🇿Kazakh football official Ulugbek Asonboev gifted Mercedes-Benz G-class to Manchester City defender Abdukodir Khusanov 🇺🇿 pic.twitter.com/2SxWgm91iZ— Jalol Akhmedov🇺🇿 (@JalolAkhmedov) March 17, 2025 Manchester City keypti Khusanov frá Lens í Frakklandi fyrir 34 milljónir punda í janúar. Pep Guardiola henti honum strax út í djúpu laugina og hefur Khusanov þegar spilað átta leiki fyrir Englandsmeistarana. Hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir City í 2-1 sigrinum gegn Leyton Orient í enska bikarnum. Ljóst er að Khusanov er algjör lykilmaður í landsliði Úsbekistan sem berst um að komast í lokakeppni HM í fyrsta sinn. Liðið er í 2. sæti í sínum riðli eftir sex umferðir af tíu, með 13 stig, en tvö efstu liðin komast beint á HM. Sameinuðu arabísku furstadæmin eru í 3. sæti með 10 stig og Katar í 4. sæti með sjö stig en Íran er efst með 16 stig. Úsbekistan tekur á móti Kirgistan á morgun og á svo útileik við Íran fimm dögum síðar.
Enski boltinn Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Fleiri fréttir Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Sjá meira