Frelsið er yndislegt en það má alltaf gera betur Bryndís Haraldsdóttir skrifar 9. júlí 2019 09:00 Frelsið er yndislegt. Á Íslandi er gott að búa og hér er frelsi einstaklingsins virt í öllum alþjóðlegum samanburði. En það má svo sannarlega gera betur. Endalaust eru sett ný lög og nýjar reglur, en minna gert af því að afnema lög og reglur. Við eigum að fá að gera það sem við viljum, eins og skáldið orti um frelsið, á meðan við brjótum ekki á frelsi annarra.Að ráðstafa leifunum Þegar ég kveð þetta jarðneska líf standa mér fáir valkostir til boða um hvernig farið verður með líkamsleifar mínar. Skrifræðið getur verið höfuðandstæðingur frelsisins, og hið opinbera hefur skoðanir á ýmsu. Valið stendur á milli þess að láta grafa mig í lögmætum kirkjugarði, eða að brenna mig í viðurkenndri bálstofu. Kjósi ég brennsluna þarf að hafa kistu undir líkið og viðurkennt duftker undir brenndu líkamsleifarnar. Duftkerið skal svo grafið í löggildum kirkjugarði. Hægt er að sækja um undanþágu til sýslumanns frá þessum reglum, og fá leyfi til að dreifa öskunni yfir öræfi eða sjó, en aðeins að því skilyrði uppfylltu að duftkerinu sé skilað aftur og stífar reglur gilda um að dreifingin fari aðeins fram á þeim stað sem leyfið er veitt. Alls ekki má merkja staðinn með neinum hætti. Aðkoma ríkisins Þarf ríkið að hafa á þessu sterkar skoðanir? Mun aukið frelsi mitt og annarra í þessum efnum skaða aðra? Við eigum að hafa val um hvort við kjósum að láta dreifa jarðneskum leifum okkar í garðinum heima, eða bara þar sem okkur hugnast. Þessu er tímabært að breyta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bryndís Haraldsdóttir Mest lesið Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir Skoðun Skjótfenginn gróði í boði íslensks almennings Kristrún Frostadóttir Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Frelsið er yndislegt. Á Íslandi er gott að búa og hér er frelsi einstaklingsins virt í öllum alþjóðlegum samanburði. En það má svo sannarlega gera betur. Endalaust eru sett ný lög og nýjar reglur, en minna gert af því að afnema lög og reglur. Við eigum að fá að gera það sem við viljum, eins og skáldið orti um frelsið, á meðan við brjótum ekki á frelsi annarra.Að ráðstafa leifunum Þegar ég kveð þetta jarðneska líf standa mér fáir valkostir til boða um hvernig farið verður með líkamsleifar mínar. Skrifræðið getur verið höfuðandstæðingur frelsisins, og hið opinbera hefur skoðanir á ýmsu. Valið stendur á milli þess að láta grafa mig í lögmætum kirkjugarði, eða að brenna mig í viðurkenndri bálstofu. Kjósi ég brennsluna þarf að hafa kistu undir líkið og viðurkennt duftker undir brenndu líkamsleifarnar. Duftkerið skal svo grafið í löggildum kirkjugarði. Hægt er að sækja um undanþágu til sýslumanns frá þessum reglum, og fá leyfi til að dreifa öskunni yfir öræfi eða sjó, en aðeins að því skilyrði uppfylltu að duftkerinu sé skilað aftur og stífar reglur gilda um að dreifingin fari aðeins fram á þeim stað sem leyfið er veitt. Alls ekki má merkja staðinn með neinum hætti. Aðkoma ríkisins Þarf ríkið að hafa á þessu sterkar skoðanir? Mun aukið frelsi mitt og annarra í þessum efnum skaða aðra? Við eigum að hafa val um hvort við kjósum að láta dreifa jarðneskum leifum okkar í garðinum heima, eða bara þar sem okkur hugnast. Þessu er tímabært að breyta.
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar