May býður atkvæðagreiðslu um frestun Brexit Kjartan Kjartansson skrifar 26. febrúar 2019 13:49 May gaf þinginu skýrslu um gang útgönguferilsins í dag. Vísir/EPA Hafni breskir þingmenn breyttum útgöngusamningi Theresu May, forsætisráðherra, fá þeir að greiða atkvæði um hvort þeir vilji gangi úr Evrópusambandinu án samnings eða fresta útgöngunni. May tilkynnti þetta í skýrslu sem hún gaf þinginu í dag. Bretar ætla að ganga úr Evrópusambandinu 29. mars. Þingið hafnaði útgöngusamningi hennar í janúar og hefur hún síðan reynt að tryggja frekari tilslakanir frá sambandinu til að koma honum í gegn fyrir útgöngudaginn. May lofaði þingmönnum atkvæðagreiðslu um útgöngusamninginn fyrir 12. mars. Í þinginu í dag sagði hún að verði samningurinn felldur láti hún tvær atkvæðagreiðslur fara fram. Sú fyrri væri til að skera úr um hvort þingmenn styðji útgöngu án samnings og færi hún fram 13. mars. Verði meirihluti andsnúinn því verður þingmönnum boðið að greiða atkvæði um að fresta útgöngunni daginn eftir. „Leyfið mér að tala skýrt, ég vil ekki að 50. greinin verði framlengd. Við ættum að einbeita okkur algerlega að því að ná samningi og ganga út 29. mars,“ sagði May og vísaði til greinar Lissabonsáttmálans um útgöngu ríkja úr Evrópusambandinu. Benti hún á að yrði útgöngunni frestað fram yfir júní tækju Bretar þátt í Evrópuþingskosningum. Sagði hún það undarleg skilaboð til þeirra sem hefðu greitt atkvæði með útgöngunni í þjóðaratkvæðagreiðslunni árið 2016, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Samþykkti þingið að fresta útgöngunni yrði að vera skýrt að aðeins væri um skamma frestun að ræða, ekki lengur en út júní. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Verkamannaflokkurinn mun styðja aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, hyggst tilkynna þingmönnum flokksins í kvöld að flokkurinn muni styðja að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um Brexit fari fram. 25. febrúar 2019 19:49 Atkvæðagreiðslu þingsins um Brexit frestað Bretland mun ganga út úr Evrópusambandinu 29. mars. 24. febrúar 2019 16:49 Merkel og May ræddu um að fresta Brexit Forsætisráðherra Bretland og kanslari Þýskalands hittust á leiðtogafundi ESB og Arababandalagsins í Egyptalandi. 25. febrúar 2019 10:09 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Sjá meira
Hafni breskir þingmenn breyttum útgöngusamningi Theresu May, forsætisráðherra, fá þeir að greiða atkvæði um hvort þeir vilji gangi úr Evrópusambandinu án samnings eða fresta útgöngunni. May tilkynnti þetta í skýrslu sem hún gaf þinginu í dag. Bretar ætla að ganga úr Evrópusambandinu 29. mars. Þingið hafnaði útgöngusamningi hennar í janúar og hefur hún síðan reynt að tryggja frekari tilslakanir frá sambandinu til að koma honum í gegn fyrir útgöngudaginn. May lofaði þingmönnum atkvæðagreiðslu um útgöngusamninginn fyrir 12. mars. Í þinginu í dag sagði hún að verði samningurinn felldur láti hún tvær atkvæðagreiðslur fara fram. Sú fyrri væri til að skera úr um hvort þingmenn styðji útgöngu án samnings og færi hún fram 13. mars. Verði meirihluti andsnúinn því verður þingmönnum boðið að greiða atkvæði um að fresta útgöngunni daginn eftir. „Leyfið mér að tala skýrt, ég vil ekki að 50. greinin verði framlengd. Við ættum að einbeita okkur algerlega að því að ná samningi og ganga út 29. mars,“ sagði May og vísaði til greinar Lissabonsáttmálans um útgöngu ríkja úr Evrópusambandinu. Benti hún á að yrði útgöngunni frestað fram yfir júní tækju Bretar þátt í Evrópuþingskosningum. Sagði hún það undarleg skilaboð til þeirra sem hefðu greitt atkvæði með útgöngunni í þjóðaratkvæðagreiðslunni árið 2016, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Samþykkti þingið að fresta útgöngunni yrði að vera skýrt að aðeins væri um skamma frestun að ræða, ekki lengur en út júní.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Verkamannaflokkurinn mun styðja aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, hyggst tilkynna þingmönnum flokksins í kvöld að flokkurinn muni styðja að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um Brexit fari fram. 25. febrúar 2019 19:49 Atkvæðagreiðslu þingsins um Brexit frestað Bretland mun ganga út úr Evrópusambandinu 29. mars. 24. febrúar 2019 16:49 Merkel og May ræddu um að fresta Brexit Forsætisráðherra Bretland og kanslari Þýskalands hittust á leiðtogafundi ESB og Arababandalagsins í Egyptalandi. 25. febrúar 2019 10:09 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Sjá meira
Verkamannaflokkurinn mun styðja aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, hyggst tilkynna þingmönnum flokksins í kvöld að flokkurinn muni styðja að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um Brexit fari fram. 25. febrúar 2019 19:49
Atkvæðagreiðslu þingsins um Brexit frestað Bretland mun ganga út úr Evrópusambandinu 29. mars. 24. febrúar 2019 16:49
Merkel og May ræddu um að fresta Brexit Forsætisráðherra Bretland og kanslari Þýskalands hittust á leiðtogafundi ESB og Arababandalagsins í Egyptalandi. 25. febrúar 2019 10:09