May býður atkvæðagreiðslu um frestun Brexit Kjartan Kjartansson skrifar 26. febrúar 2019 13:49 May gaf þinginu skýrslu um gang útgönguferilsins í dag. Vísir/EPA Hafni breskir þingmenn breyttum útgöngusamningi Theresu May, forsætisráðherra, fá þeir að greiða atkvæði um hvort þeir vilji gangi úr Evrópusambandinu án samnings eða fresta útgöngunni. May tilkynnti þetta í skýrslu sem hún gaf þinginu í dag. Bretar ætla að ganga úr Evrópusambandinu 29. mars. Þingið hafnaði útgöngusamningi hennar í janúar og hefur hún síðan reynt að tryggja frekari tilslakanir frá sambandinu til að koma honum í gegn fyrir útgöngudaginn. May lofaði þingmönnum atkvæðagreiðslu um útgöngusamninginn fyrir 12. mars. Í þinginu í dag sagði hún að verði samningurinn felldur láti hún tvær atkvæðagreiðslur fara fram. Sú fyrri væri til að skera úr um hvort þingmenn styðji útgöngu án samnings og færi hún fram 13. mars. Verði meirihluti andsnúinn því verður þingmönnum boðið að greiða atkvæði um að fresta útgöngunni daginn eftir. „Leyfið mér að tala skýrt, ég vil ekki að 50. greinin verði framlengd. Við ættum að einbeita okkur algerlega að því að ná samningi og ganga út 29. mars,“ sagði May og vísaði til greinar Lissabonsáttmálans um útgöngu ríkja úr Evrópusambandinu. Benti hún á að yrði útgöngunni frestað fram yfir júní tækju Bretar þátt í Evrópuþingskosningum. Sagði hún það undarleg skilaboð til þeirra sem hefðu greitt atkvæði með útgöngunni í þjóðaratkvæðagreiðslunni árið 2016, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Samþykkti þingið að fresta útgöngunni yrði að vera skýrt að aðeins væri um skamma frestun að ræða, ekki lengur en út júní. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Verkamannaflokkurinn mun styðja aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, hyggst tilkynna þingmönnum flokksins í kvöld að flokkurinn muni styðja að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um Brexit fari fram. 25. febrúar 2019 19:49 Atkvæðagreiðslu þingsins um Brexit frestað Bretland mun ganga út úr Evrópusambandinu 29. mars. 24. febrúar 2019 16:49 Merkel og May ræddu um að fresta Brexit Forsætisráðherra Bretland og kanslari Þýskalands hittust á leiðtogafundi ESB og Arababandalagsins í Egyptalandi. 25. febrúar 2019 10:09 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Fleiri fréttir Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Sjá meira
Hafni breskir þingmenn breyttum útgöngusamningi Theresu May, forsætisráðherra, fá þeir að greiða atkvæði um hvort þeir vilji gangi úr Evrópusambandinu án samnings eða fresta útgöngunni. May tilkynnti þetta í skýrslu sem hún gaf þinginu í dag. Bretar ætla að ganga úr Evrópusambandinu 29. mars. Þingið hafnaði útgöngusamningi hennar í janúar og hefur hún síðan reynt að tryggja frekari tilslakanir frá sambandinu til að koma honum í gegn fyrir útgöngudaginn. May lofaði þingmönnum atkvæðagreiðslu um útgöngusamninginn fyrir 12. mars. Í þinginu í dag sagði hún að verði samningurinn felldur láti hún tvær atkvæðagreiðslur fara fram. Sú fyrri væri til að skera úr um hvort þingmenn styðji útgöngu án samnings og færi hún fram 13. mars. Verði meirihluti andsnúinn því verður þingmönnum boðið að greiða atkvæði um að fresta útgöngunni daginn eftir. „Leyfið mér að tala skýrt, ég vil ekki að 50. greinin verði framlengd. Við ættum að einbeita okkur algerlega að því að ná samningi og ganga út 29. mars,“ sagði May og vísaði til greinar Lissabonsáttmálans um útgöngu ríkja úr Evrópusambandinu. Benti hún á að yrði útgöngunni frestað fram yfir júní tækju Bretar þátt í Evrópuþingskosningum. Sagði hún það undarleg skilaboð til þeirra sem hefðu greitt atkvæði með útgöngunni í þjóðaratkvæðagreiðslunni árið 2016, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Samþykkti þingið að fresta útgöngunni yrði að vera skýrt að aðeins væri um skamma frestun að ræða, ekki lengur en út júní.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Verkamannaflokkurinn mun styðja aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, hyggst tilkynna þingmönnum flokksins í kvöld að flokkurinn muni styðja að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um Brexit fari fram. 25. febrúar 2019 19:49 Atkvæðagreiðslu þingsins um Brexit frestað Bretland mun ganga út úr Evrópusambandinu 29. mars. 24. febrúar 2019 16:49 Merkel og May ræddu um að fresta Brexit Forsætisráðherra Bretland og kanslari Þýskalands hittust á leiðtogafundi ESB og Arababandalagsins í Egyptalandi. 25. febrúar 2019 10:09 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Fleiri fréttir Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Sjá meira
Verkamannaflokkurinn mun styðja aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, hyggst tilkynna þingmönnum flokksins í kvöld að flokkurinn muni styðja að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um Brexit fari fram. 25. febrúar 2019 19:49
Atkvæðagreiðslu þingsins um Brexit frestað Bretland mun ganga út úr Evrópusambandinu 29. mars. 24. febrúar 2019 16:49
Merkel og May ræddu um að fresta Brexit Forsætisráðherra Bretland og kanslari Þýskalands hittust á leiðtogafundi ESB og Arababandalagsins í Egyptalandi. 25. febrúar 2019 10:09