Þingforseti vekur aðdáun í Evrópu í miðju Brexit-ölduróti Kjartan Kjartansson skrifar 17. janúar 2019 12:05 Bercow stýrir þingfundum með tiilþrifum. Vísir/EPA Evrópskir fjölmiðlar hafa dásamað vasklega framgöngu Johns Bercow, forseta breska þingsins, í umræðum um fyrirhugaða útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu undanfarna daga. Eitt evrópsku dagblaðanna lýsir Bercow sem einu uppsprettu raðar og reglu í breskum stjórnmálum um þessar mundir. Mikið hefur gengið á í breska þinginu undanfarna daga. Fimm daga umræðu þingmanna um útgöngusamning Theresu May forsætisráðherra lauk á þriðjudag með því að yfirgnæfandi meirihluti hafnaði honum. Vantrauststillaga á May var svo felld í gærkvöldi. Allra augu hafa því verið á þinginu síðustu daga. Evrópskir fjölmiðlar virðast hafa skemmt sér við að fylgjast með Bercow sem stýrir þingfundum í neðri deild þingsins af festu, að sögn The Guardian. Þeir hafa fjallað um tilþrifamikil köll þingforsetans eftir þögn og röð og reglu í þingsal. „Enginn á Bretlandseyjum getur hrópað „hljóð, hljóð“ eins fallega og John Bercow,“ segir hollenska dagblaðið De Volkskrant. Það fullyrðir jafnframt að „eina röðin og reglan í breskum stjórnmálum kemur út um munn Johns Bercow þessa stormasömu daga“. Aðrir miðlar hafa tekið saman myndbönd af Bercow í ham og birt á samfélagsmiðlum. Þeirra á meðal er þýski fréttaskýringarþátturinn Tagesschau sem birti myndband með titlinum „Hljóð! Hljóð! Hljóð!“ og sýnir Bercow hvetja þingmenn til stillingar, oft með leikrænum tilþrifum. Franska útvarpsstöðin Radio France Internationale tilnefndi Bercow sem „Evrópubúa vikunnar“. Þingforseti í neðri deild breska þingsins sér um að stýra fundum og veitir þingmönnum orðið. Hann ber einnig ábyrgð á því að halda uppi röð og reglu í umræðum og getur refsað þingmönnum fyrir að brjóta gegn þingsköpum. Þannig húðskammaði Bercow Boris Johnson, þáverandi utanríkisráðherra, fyrir karlrembu eftir að Johnson vísaði til þingkonu með nafni eiginmanns hennar í þingræðu. Bercow hefur verið þingforseti frá árinu 2009 og eru sagður njóta þess að baða sig í sviðsljósinu. Hann var áður félagi í Íhaldsflokknum en þingforsetar eru hlutlausir gagnvart stjórnmálaflokkunum og segja sig frá þeim áður en þeir taka við embættinu.Order! Order! Order! pic.twitter.com/WjvKZWGTPu— tagesschau (@tagesschau) January 16, 2019 Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Forseti breska þingsins húðskammaði Boris Johnson fyrir karlrembu John Bercow, forseti neðri deildar breska þingsins húðskammaði Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, eftir að sá síðarnefndi vísaði til þingkonu með nafni eiginmanns hennar. 27. mars 2018 20:27 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Evrópskir fjölmiðlar hafa dásamað vasklega framgöngu Johns Bercow, forseta breska þingsins, í umræðum um fyrirhugaða útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu undanfarna daga. Eitt evrópsku dagblaðanna lýsir Bercow sem einu uppsprettu raðar og reglu í breskum stjórnmálum um þessar mundir. Mikið hefur gengið á í breska þinginu undanfarna daga. Fimm daga umræðu þingmanna um útgöngusamning Theresu May forsætisráðherra lauk á þriðjudag með því að yfirgnæfandi meirihluti hafnaði honum. Vantrauststillaga á May var svo felld í gærkvöldi. Allra augu hafa því verið á þinginu síðustu daga. Evrópskir fjölmiðlar virðast hafa skemmt sér við að fylgjast með Bercow sem stýrir þingfundum í neðri deild þingsins af festu, að sögn The Guardian. Þeir hafa fjallað um tilþrifamikil köll þingforsetans eftir þögn og röð og reglu í þingsal. „Enginn á Bretlandseyjum getur hrópað „hljóð, hljóð“ eins fallega og John Bercow,“ segir hollenska dagblaðið De Volkskrant. Það fullyrðir jafnframt að „eina röðin og reglan í breskum stjórnmálum kemur út um munn Johns Bercow þessa stormasömu daga“. Aðrir miðlar hafa tekið saman myndbönd af Bercow í ham og birt á samfélagsmiðlum. Þeirra á meðal er þýski fréttaskýringarþátturinn Tagesschau sem birti myndband með titlinum „Hljóð! Hljóð! Hljóð!“ og sýnir Bercow hvetja þingmenn til stillingar, oft með leikrænum tilþrifum. Franska útvarpsstöðin Radio France Internationale tilnefndi Bercow sem „Evrópubúa vikunnar“. Þingforseti í neðri deild breska þingsins sér um að stýra fundum og veitir þingmönnum orðið. Hann ber einnig ábyrgð á því að halda uppi röð og reglu í umræðum og getur refsað þingmönnum fyrir að brjóta gegn þingsköpum. Þannig húðskammaði Bercow Boris Johnson, þáverandi utanríkisráðherra, fyrir karlrembu eftir að Johnson vísaði til þingkonu með nafni eiginmanns hennar í þingræðu. Bercow hefur verið þingforseti frá árinu 2009 og eru sagður njóta þess að baða sig í sviðsljósinu. Hann var áður félagi í Íhaldsflokknum en þingforsetar eru hlutlausir gagnvart stjórnmálaflokkunum og segja sig frá þeim áður en þeir taka við embættinu.Order! Order! Order! pic.twitter.com/WjvKZWGTPu— tagesschau (@tagesschau) January 16, 2019
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Forseti breska þingsins húðskammaði Boris Johnson fyrir karlrembu John Bercow, forseti neðri deildar breska þingsins húðskammaði Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, eftir að sá síðarnefndi vísaði til þingkonu með nafni eiginmanns hennar. 27. mars 2018 20:27 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Forseti breska þingsins húðskammaði Boris Johnson fyrir karlrembu John Bercow, forseti neðri deildar breska þingsins húðskammaði Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, eftir að sá síðarnefndi vísaði til þingkonu með nafni eiginmanns hennar. 27. mars 2018 20:27