Forseti breska þingsins húðskammaði Boris Johnson fyrir karlrembu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. mars 2018 20:27 John Bercow þykir litríkur karakter. Vísir/AFP John Bercow, forseti neðri deildar breska þingsins húðskammaði Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, eftir að sá síðarnefndi vísaði til þingkonu með nafni eiginmanns hennar. Atvikið átti sér stað er Johnson svaraði spurningum frá samflokksmanni sínum en þingkonan sem um ræðir er Emily Thornberry, sem fer með utanríkismál í skuggastjórn Verkamannaflokksins. „Barónessan, hvað sem hún heitir. Ég man ekki hvað það var...Nugee,“ sagði Johnson og vísaði þar til eiginmanns Thornberry, dómarans Christopher Nugee. Eftir ræðu Johnson greip Bercow orðið og gagnrýndi hann harkalega fyrir orðavalið. „Hún á sér nafn og það er ekki „Lafði eitthvað“. Við vitum hvað hún heitir. Það er óviðeigandi og algjör karlremba að tala svona og ég mun ekki líða það í þessum þingsal,“ sagði Bercow. „Það er alveg sama hversu háttsettur viðkomandi er, svona tal er ólíðandi. Ég mun ekki leyfa það og ég mun láta fólk vita af því,“ sagði hann enn fremur. Johnson baðst síðar afsökunar á orðum sínum en atvikið má sjá hér fyrir neðan.Speaker John Bercow blasts Foreign Secretary Boris Johnson for being 'sexist' in attacking Shadow Foreign Secretary, Emily Thornberry pic.twitter.com/u3toLsNvhs— Richard Morris (@imrichardmorris) March 27, 2018 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Sjá meira
John Bercow, forseti neðri deildar breska þingsins húðskammaði Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, eftir að sá síðarnefndi vísaði til þingkonu með nafni eiginmanns hennar. Atvikið átti sér stað er Johnson svaraði spurningum frá samflokksmanni sínum en þingkonan sem um ræðir er Emily Thornberry, sem fer með utanríkismál í skuggastjórn Verkamannaflokksins. „Barónessan, hvað sem hún heitir. Ég man ekki hvað það var...Nugee,“ sagði Johnson og vísaði þar til eiginmanns Thornberry, dómarans Christopher Nugee. Eftir ræðu Johnson greip Bercow orðið og gagnrýndi hann harkalega fyrir orðavalið. „Hún á sér nafn og það er ekki „Lafði eitthvað“. Við vitum hvað hún heitir. Það er óviðeigandi og algjör karlremba að tala svona og ég mun ekki líða það í þessum þingsal,“ sagði Bercow. „Það er alveg sama hversu háttsettur viðkomandi er, svona tal er ólíðandi. Ég mun ekki leyfa það og ég mun láta fólk vita af því,“ sagði hann enn fremur. Johnson baðst síðar afsökunar á orðum sínum en atvikið má sjá hér fyrir neðan.Speaker John Bercow blasts Foreign Secretary Boris Johnson for being 'sexist' in attacking Shadow Foreign Secretary, Emily Thornberry pic.twitter.com/u3toLsNvhs— Richard Morris (@imrichardmorris) March 27, 2018
Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Sjá meira