Veggjöld og ferðamenn Jóhannes Þór Skúlason skrifar 9. janúar 2019 15:46 Nú þegar liggur fyrir að álagning veggjalda fyrir umferð um stofnbrautir og jarðgöng landsins mun verða eitt helsta mál ríkisstjórnarinnar á Alþingisvorinu er rétt að minna á nokkra grunnþætti sem er gott að hafa í huga í umræðunni.Ferðamenn greiða nú þegar fjórðung framlaga til samgöngukerfisins Í fyrsta lagi er rétt að minna á að ferðaþjónustan er helsta ástæðan fyrir því að þessar hugmyndir borga sig yfir höfuð. Skýrasta dæmið er e.t.v. Hvalfjarðargöng sem voru greidd upp á undan áætlun. Það skiptir máli í þessu samhengi að það eru hátt í 3 milljónir manna að ferðast um þjóðvegina en ekki 340 þúsund. Stór hluti þeirra tekna sem koma inn í gegn um veggjöld koma því beint frá ferðamönnum, líklega einhverjir tugir milljarða miðað við þær hugmyndir sem settar hafa verið fram. Þegar það er lagt saman við þær 10 milljarða tekjur sem ríkið fær nú þegar árlega úr vasa ferðamanna í gegn um eldsneytisskatta er ljóst að ekki er hægt að saka ferðamenn um að spæna upp vegakerfið en borga ekkert fyrir það. Þeir greiða nú þegar einn fjórða af öllum framlögum ríkisins til samgöngukerfisins í gegn um eldsneytisskatta og munu greiða gríðarstóran hluta af þeim nýframkvæmdum og viðhaldi sem áætlað er að fjármagna með innheimtu veggjalda.Hverjir valda mestu sliti? Í öðru lagi má minna á að þrátt fyrir aukinn ferðamannafjölda eru það þungaflutningar um vegakerfið sem valda mestu sliti og viðhaldsþörf á því, ekki ferðamenn á bílaleigubílum. Vegagerðin hefur bent á að öxull sem er 10 tonn að þyngd hefur 10 þúsund sinnum meiri áhrif á niðurbrot vegar en öxull sem er 1 tonn. Það þarf því um 10.000 bílaleigubíla til að slíta þjóvegunum ámóta mikið og einn þungaflutningatrukkur gerir. Það er gott að hafa á bak við eyrað í umræðunni.Leysa þarf augljós vandamál Í þriðja lagi er nauðsynlegt,ef ríkið ætlar að leggja á veggjöld,að hefja strax vinnu við að búa til miðlægt greiðslukerfi sem virkar fyrir atvinnufyrirtækin sem nýta þjóðvegina, til dæmis bílaleigur og hópferðafyrirtæki. Á undanförnum misserum hafa komið fram ýmsar flækjur, t.d. varðandi innheimtu bílastæðagjalda í þjóðgörðum, innheimtu hraðasekta löngu eftir að ferðamenn eru farnir úr landi og innheimtu gjalda í Vaðlaheiðargöng, sem er nauðsynlegt að leysa á skynsamlegan máta þannig að það sé ekki íþyngjandi fyrir ferðaþjónustufyrirtækin. Til þess má leita fyrirmynda í nágrannalöndum eða smíða íslenska lausn. Lykilatriðið er að kerfið þarf að virka í raunveruleikanum og taka mið af því hvernig atvinnugreinin starfar. Það mun ekki ganga að leggja á veggjöld án þess að hugsa fyrir þessu, það væri ávísun á vandamál sem hægt er að koma í veg fyrir. Samtök ferðaþjónustunnar hafa þegar haft frumkvæði að samvinnu við samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið vegna þessara þátta, enda mikilvægt að vinnan hefjist strax – vandamálin eru þegar komin fram á nokkrum stöðum eins og áður sagði.Hversu langt er hægt að ganga? Í fjórða lagi er óhjákvæmilegt að skoða svo yfirgripsmikla gjaldtöku á ferðamenn í heildarsamhenginu. Nú þegar eru innheimt sérstakt gistináttagjald af ferðamönnum, þeir greiða t.d. bílastæðagjöld á ýmsum stöðum, margvísleg þjónustugjöld Isavia, kolefnisgjald og aðra eldsneytisskatta og auðvitað virðisaukaskatt af vöru og þjónustu sem þeir kaupa hér á landi. Nettó tekjur ríkis og sveitarfélaga af ferðamönnum árið 2017 voru um 60 milljarðar, sem jafngildir öllum framlögum ríkisins til Landspítalans það ár. Ferðamaðurinn er því nú þegar mjög verðmætur skattborgari á Íslandi. Við þetta stendur nú til að bæta tugmilljarða innheimtu veggjalda sem gera ferðamanninn enn verðmætari fyrir ríkið. Slík skattheimta af ferðamanninum mun af áætlunum að dæma skila ríkinu hærri fjárhæðum úr vasa ferðamanna en núverandi gistináttaskattur og áætluð komugjöld (skv. stefnu ríkisstjórnarinnar) samanlagt. Ekki verður hjá því komist að hugsa um hversu langt sé hægt að seilast þegar kemur að innheimtu gjalda af ferðamanninum. Eftir áralanga umræðu um innheimtu gjalda af ferðamönnum er því eðlilegt að spyrja hvort ríkisstjórnin hafi með áformum um veggjöld lagt fram helstu hugmyndir sínar um það mál?Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhannes Þór Skúlason Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Sjá meira
Nú þegar liggur fyrir að álagning veggjalda fyrir umferð um stofnbrautir og jarðgöng landsins mun verða eitt helsta mál ríkisstjórnarinnar á Alþingisvorinu er rétt að minna á nokkra grunnþætti sem er gott að hafa í huga í umræðunni.Ferðamenn greiða nú þegar fjórðung framlaga til samgöngukerfisins Í fyrsta lagi er rétt að minna á að ferðaþjónustan er helsta ástæðan fyrir því að þessar hugmyndir borga sig yfir höfuð. Skýrasta dæmið er e.t.v. Hvalfjarðargöng sem voru greidd upp á undan áætlun. Það skiptir máli í þessu samhengi að það eru hátt í 3 milljónir manna að ferðast um þjóðvegina en ekki 340 þúsund. Stór hluti þeirra tekna sem koma inn í gegn um veggjöld koma því beint frá ferðamönnum, líklega einhverjir tugir milljarða miðað við þær hugmyndir sem settar hafa verið fram. Þegar það er lagt saman við þær 10 milljarða tekjur sem ríkið fær nú þegar árlega úr vasa ferðamanna í gegn um eldsneytisskatta er ljóst að ekki er hægt að saka ferðamenn um að spæna upp vegakerfið en borga ekkert fyrir það. Þeir greiða nú þegar einn fjórða af öllum framlögum ríkisins til samgöngukerfisins í gegn um eldsneytisskatta og munu greiða gríðarstóran hluta af þeim nýframkvæmdum og viðhaldi sem áætlað er að fjármagna með innheimtu veggjalda.Hverjir valda mestu sliti? Í öðru lagi má minna á að þrátt fyrir aukinn ferðamannafjölda eru það þungaflutningar um vegakerfið sem valda mestu sliti og viðhaldsþörf á því, ekki ferðamenn á bílaleigubílum. Vegagerðin hefur bent á að öxull sem er 10 tonn að þyngd hefur 10 þúsund sinnum meiri áhrif á niðurbrot vegar en öxull sem er 1 tonn. Það þarf því um 10.000 bílaleigubíla til að slíta þjóvegunum ámóta mikið og einn þungaflutningatrukkur gerir. Það er gott að hafa á bak við eyrað í umræðunni.Leysa þarf augljós vandamál Í þriðja lagi er nauðsynlegt,ef ríkið ætlar að leggja á veggjöld,að hefja strax vinnu við að búa til miðlægt greiðslukerfi sem virkar fyrir atvinnufyrirtækin sem nýta þjóðvegina, til dæmis bílaleigur og hópferðafyrirtæki. Á undanförnum misserum hafa komið fram ýmsar flækjur, t.d. varðandi innheimtu bílastæðagjalda í þjóðgörðum, innheimtu hraðasekta löngu eftir að ferðamenn eru farnir úr landi og innheimtu gjalda í Vaðlaheiðargöng, sem er nauðsynlegt að leysa á skynsamlegan máta þannig að það sé ekki íþyngjandi fyrir ferðaþjónustufyrirtækin. Til þess má leita fyrirmynda í nágrannalöndum eða smíða íslenska lausn. Lykilatriðið er að kerfið þarf að virka í raunveruleikanum og taka mið af því hvernig atvinnugreinin starfar. Það mun ekki ganga að leggja á veggjöld án þess að hugsa fyrir þessu, það væri ávísun á vandamál sem hægt er að koma í veg fyrir. Samtök ferðaþjónustunnar hafa þegar haft frumkvæði að samvinnu við samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið vegna þessara þátta, enda mikilvægt að vinnan hefjist strax – vandamálin eru þegar komin fram á nokkrum stöðum eins og áður sagði.Hversu langt er hægt að ganga? Í fjórða lagi er óhjákvæmilegt að skoða svo yfirgripsmikla gjaldtöku á ferðamenn í heildarsamhenginu. Nú þegar eru innheimt sérstakt gistináttagjald af ferðamönnum, þeir greiða t.d. bílastæðagjöld á ýmsum stöðum, margvísleg þjónustugjöld Isavia, kolefnisgjald og aðra eldsneytisskatta og auðvitað virðisaukaskatt af vöru og þjónustu sem þeir kaupa hér á landi. Nettó tekjur ríkis og sveitarfélaga af ferðamönnum árið 2017 voru um 60 milljarðar, sem jafngildir öllum framlögum ríkisins til Landspítalans það ár. Ferðamaðurinn er því nú þegar mjög verðmætur skattborgari á Íslandi. Við þetta stendur nú til að bæta tugmilljarða innheimtu veggjalda sem gera ferðamanninn enn verðmætari fyrir ríkið. Slík skattheimta af ferðamanninum mun af áætlunum að dæma skila ríkinu hærri fjárhæðum úr vasa ferðamanna en núverandi gistináttaskattur og áætluð komugjöld (skv. stefnu ríkisstjórnarinnar) samanlagt. Ekki verður hjá því komist að hugsa um hversu langt sé hægt að seilast þegar kemur að innheimtu gjalda af ferðamanninum. Eftir áralanga umræðu um innheimtu gjalda af ferðamönnum er því eðlilegt að spyrja hvort ríkisstjórnin hafi með áformum um veggjöld lagt fram helstu hugmyndir sínar um það mál?Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun