Foster greindi frá þessari afstöðu sinni í þætti BBC í morgun, skömmu eftir að fréttir bárust að leiðtogaráð Evrópusambandsins hafi samþykkt samninginn um útgöngu Bretlands úr ESB.
Búist er við að May muni á næstu dögum ferðast vítt og breitt um Bretland til að afla samningnum stuðnings, en þingið mun svo greiða atkvæði um samninginn aðra vikuna í desember.
Foster hefur sjálf sagst munu greiða atkvæði gegn samningnum. Þá hefur varaformaður DUP, Nigel Dodds, sagt samninginn skilja Bretland eftir á aumkunarverðum stað, í spennitreyju ESB, klofið og minna.

Örvæntingafullt
Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, hefur sömuleiðis verið harðorð í garð samningsins og Theresu May, forsætisráðherra Bretlands.Sagði Sturgeon bréf May til bresku þjóðarinnar í gær, þar sem hún hvatti Breta til að fylkja sér á bakvið samninginn, vera örvæningarfullt. Samningurinn væri slæmur og breska þingið bæri að fella hann.