Erlent

Munu endurskoða stuðning sinn verði Brexit-samningurinn samþykktur

Atli Ísleifsson skrifar
Theresa May, leiðtogi Íhaldsflokksins, og Arlene Foster, leiðtogi DUP. DUP ver nú minnihlutastjórn Íhaldsflokksins falli.
Theresa May, leiðtogi Íhaldsflokksins, og Arlene Foster, leiðtogi DUP. DUP ver nú minnihlutastjórn Íhaldsflokksins falli. Getty/WPA Pool
Arlene Foster, leiðtogi norður-írska Lýðræðislega sambandsflokksins (DUP), segir að flokkurinn muni endurskoða stjórnarsamstarf hans og Íhaldsflokkinn, fari svo að breska þingið samþykki Brexit-samninginn. DUP ver nú minnihlutastjórn Theresu May falli.

Foster greindi frá þessari afstöðu sinni í þætti BBC í morgun, skömmu eftir að fréttir bárust að leiðtogaráð Evrópusambandsins hafi samþykkt samninginn um útgöngu Bretlands úr ESB.

Búist er við að May muni á næstu dögum ferðast vítt og breitt um Bretland til að afla samningnum stuðnings, en þingið mun svo greiða atkvæði um samninginn aðra vikuna í desember.

Foster hefur sjálf sagst munu greiða atkvæði gegn samningnum. Þá hefur varaformaður DUP, Nigel Dodds, sagt samninginn skilja Bretland eftir á aumkunarverðum stað, í spennitreyju ESB, klofið og minna.

Nicola Sturgeon.Getty/Jeff J Mitchell

Örvæntingafullt

Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, hefur sömuleiðis verið harðorð í garð samningsins og Theresu May, forsætisráðherra Bretlands.

Sagði Sturgeon bréf May til bresku þjóðarinnar í gær, þar sem hún hvatti Breta til að fylkja sér á bakvið samninginn, vera örvæningarfullt. Samningurinn væri slæmur og breska þingið bæri að fella hann.


Tengdar fréttir

Juncker segir Brexit vera harmleik

Leiðtogar aðildarríkja ESB mættu til fundar í Brussel í morgun þar sem til stendur að ganga frá og skrifa undir samninginn um útgöngu Bretlands.

Samþykktu Brexit-samninginn

Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins samþykktu Brexit-samninginn á fundi sínum í Brussel í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×