Írafár á netinu Haukur Örn Birgisson skrifar 27. nóvember 2018 07:00 Fyrir sléttum fimmtíu árum söng Johnny Cash inn á hljómplötuna At Folsom Prison. Áhorfendurnir voru fangar þeirrar ágætu stofnunar og var hljómplatan tekin upp á tónleikum innan veggja fangelsisins. Nokkur laganna fjölluðu um kollega áhorfendanna, sem sumir hverjir biðu aftöku sinnar á dauðadeildum. Lagið „25 minutes to go“ fjallar t.a.m. um mann sem á lengd eins Friends-þáttar eftir af ævi sinni og verður að teljast til gálgahúmors – bókstaflega. Af upptökunum má hins vegar heyra fangana ærast af gleði yfir flutningi hr. Cash. Ég er ekki viss um að söngvarinn fengi sömu viðbrögð í dag, enda allar líkur á því að viðkvæmir áhorfendur myndu móðgast eða særast yfir textunum. Ein söngkona (úps, ég meinti söngfræðingur) fékk t.d. á baukinn fyrir nokkru síðan þegar hún fór, í barnabók sinni, ranglega með fagheiti og einkennisbúning hjúkrunarfræðinga. Henni voru gerðar upp annarlegar hvatir og bókina átti að sniðganga. Hún hafði móðgað stéttina. Ég er nokkuð viss um að henni gekk gott eitt til með skrifum sínum en viðbrögðin á samfélagsmiðlunum endurspegluðu tíðarandann. Ég verð að segja eins og er að ég nota sjálfur þetta „niðrandi“ orð þegar ég dvel með ungum syni mínum á spítala – enda finnst mér orðið vera mun hlýlegra heldur en lögverndaða starfsheitið. Með þessu er ég samt ekki að gera lítið út starfinu. Síður en svo og þvert á móti. Það er a.m.k. ekki ætlun mín. Við verðum að hætta að móðgast svona auðveldlega og taka hluti persónulega. Ofurviðkvæmni er umræðunni ekki til framdráttar og við þurfum að hætta að gera öðru fólki upp annarlegar hvatir. Annars þurfum við lögfræðingarnir að fara í alvarlega sjálfsskoðun undir myllumerkinu #HættiðAðGeraGrínAðOkkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Haukur Örn Birgisson Skoðun Mest lesið Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Fyrir sléttum fimmtíu árum söng Johnny Cash inn á hljómplötuna At Folsom Prison. Áhorfendurnir voru fangar þeirrar ágætu stofnunar og var hljómplatan tekin upp á tónleikum innan veggja fangelsisins. Nokkur laganna fjölluðu um kollega áhorfendanna, sem sumir hverjir biðu aftöku sinnar á dauðadeildum. Lagið „25 minutes to go“ fjallar t.a.m. um mann sem á lengd eins Friends-þáttar eftir af ævi sinni og verður að teljast til gálgahúmors – bókstaflega. Af upptökunum má hins vegar heyra fangana ærast af gleði yfir flutningi hr. Cash. Ég er ekki viss um að söngvarinn fengi sömu viðbrögð í dag, enda allar líkur á því að viðkvæmir áhorfendur myndu móðgast eða særast yfir textunum. Ein söngkona (úps, ég meinti söngfræðingur) fékk t.d. á baukinn fyrir nokkru síðan þegar hún fór, í barnabók sinni, ranglega með fagheiti og einkennisbúning hjúkrunarfræðinga. Henni voru gerðar upp annarlegar hvatir og bókina átti að sniðganga. Hún hafði móðgað stéttina. Ég er nokkuð viss um að henni gekk gott eitt til með skrifum sínum en viðbrögðin á samfélagsmiðlunum endurspegluðu tíðarandann. Ég verð að segja eins og er að ég nota sjálfur þetta „niðrandi“ orð þegar ég dvel með ungum syni mínum á spítala – enda finnst mér orðið vera mun hlýlegra heldur en lögverndaða starfsheitið. Með þessu er ég samt ekki að gera lítið út starfinu. Síður en svo og þvert á móti. Það er a.m.k. ekki ætlun mín. Við verðum að hætta að móðgast svona auðveldlega og taka hluti persónulega. Ofurviðkvæmni er umræðunni ekki til framdráttar og við þurfum að hætta að gera öðru fólki upp annarlegar hvatir. Annars þurfum við lögfræðingarnir að fara í alvarlega sjálfsskoðun undir myllumerkinu #HættiðAðGeraGrínAðOkkur.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun