Fjölmenning á Íslandi - 2 Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar 12. febrúar 2018 14:28 Ég er búin að skrifa eina grein um fjölmenningu á Íslandi sem var sú fyrsta í röðinni. Ég mun skrifa fleiri greinar um þessi mál á næstunni. Ég var að lesa grein á RÚV þar sem stendur „Brottfall úr skóla er mest á Íslandi og menntunarstig lægst. Á Norðurlöndunum er að meðaltali um 10% nemenda sem hætta í námi, en á Íslandi er hlutfallið um 20%”. Síðar í greininni stendur „Þá koma íslenskir grunnskólanemendur langverst út úr PISA-könnuninni, sem mælir kunnáttu grunnskólanema. Árangri Íslendinga í PISA hefur hrakað mjög frá 2009. Finnar koma enn langbest út úr PISA-könnuninni, en hefur þó hrakað. Á Íslandi er líka mestur munur á getu nemenda af erlendu bergi brotnu og innfæddra.” Í fyrstu greininni nefndi ég þann mun sem er á samsetningu hópa barna og unglinga af erlendum uppruna í Noregi og á Íslandi. Brottfall nemenda úr framhaldsskólum hefur lengi verið áhyggjuefni í Noregi. Þar er hátt hlutfall drengja með fjölmenningarbakgrunn, en stúlkur af þeim bakgrunni eru með hæst hlutfall í háskólamenntun. Þetta er verulegt áhyggjuefni og eflaust margar skýringar á þessu. Ein af mínum kenningum (hypotheses) er að þetta eigi rætur sínar í skólakerfinu. Starfsfólk skóla komi öðru vísi fram við drengi enn stúlkur. Stúlkunum er sinnt meira og þeim er vorkennt að koma úr sínum menningarlega bakgrunni. Drengjunum er kennt um og þeir skammaðir meira og jafnvel sýnd fyrirlitning. Drengir hafa alltaf verið erfiðari í skóla og sitja ekki eins stilltir og stúlkurnar. Líkamsbygging kvenna og karla er ólík, við konur erum frá upphafi með mýkri botn eða betur fóðraðan. Karlmenn eru langt frá því að vera svona vel „fóðraðir” og fitan sest líka framan á þá með árunum. Í Bandaríkjunum er hæst hlutfall nemenda nemenda í sérbekkjum „African American” (Ameríkanar af afrískum uppruna) og næstir koma „hispanic” (spænskumælandi Ameríkanar frá Suður Ameríku). Í bekkjum fyrir ofurgreinda nemendur eru aftur á móti nemendur með rætur frá „Far East” (Austurlöndum fjær) í miklum meirihluta t.d. „Chinese American” (Amerikanar af kínverskum uppruna) og „Japanese American” (Amerikanar af japönskum uppruna). Afríkanar eru þekktir sem miklir íþróttamenn og margir þekktir langhlauparar þaðan. Það er dásamlegt að sjá þá dansa og hreyfa sig. Drengirnir eru hins vegar langt frá því að hafa „mjúkan” botn, og þeirra arfleifð býður ekki upp á að sitja lengi kyrrir og allra síst þegar þeir þurfa að fylgjast með einhverju sem þeir skilja ekki. Er það þá sanngjarnt að skamma þá fyrir það sem þeir geta ekki? Er hægt að kenna þeim án þess að ætlast til að þeir nuddi beinunum tímunum saman við stólinn sinn? Börn þurfa umhyggju og virðingu frá umhverfinu. Skóla ber að draga fram það besta í nemendum og vinna út frá styrk þeirra og ekki veikleika. Það gleymdist svo sannarlega með börn fátækra einstæðra mæðra hér áður fyrr sem sáu kannski fyrir sér með þvottum og skúringum hjá betur megandi. Ég vona að íslenskt samfélag beri gæfu til að afla sér kunnáttu og skilnings á högum barna frá öðrum menningarheimum og gera sér grein fyrir hvers konar óskaplegur mannauður býr í þessum börnum. Þau kunna gríðarlega margt sem við kunnum ekki og til að ná því fram þarf að nýta þekkingu fullorðinna einstaklinga sem eiga rætur í fleiri menningarheimum. Mér er alveg sama um PISA kannanir í sjálfu sér, en mér er samt ekki sama um niðurstöðurnar. Lyftið Íslandi upp í þessum könnunum. Áfram Ísland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Ég er búin að skrifa eina grein um fjölmenningu á Íslandi sem var sú fyrsta í röðinni. Ég mun skrifa fleiri greinar um þessi mál á næstunni. Ég var að lesa grein á RÚV þar sem stendur „Brottfall úr skóla er mest á Íslandi og menntunarstig lægst. Á Norðurlöndunum er að meðaltali um 10% nemenda sem hætta í námi, en á Íslandi er hlutfallið um 20%”. Síðar í greininni stendur „Þá koma íslenskir grunnskólanemendur langverst út úr PISA-könnuninni, sem mælir kunnáttu grunnskólanema. Árangri Íslendinga í PISA hefur hrakað mjög frá 2009. Finnar koma enn langbest út úr PISA-könnuninni, en hefur þó hrakað. Á Íslandi er líka mestur munur á getu nemenda af erlendu bergi brotnu og innfæddra.” Í fyrstu greininni nefndi ég þann mun sem er á samsetningu hópa barna og unglinga af erlendum uppruna í Noregi og á Íslandi. Brottfall nemenda úr framhaldsskólum hefur lengi verið áhyggjuefni í Noregi. Þar er hátt hlutfall drengja með fjölmenningarbakgrunn, en stúlkur af þeim bakgrunni eru með hæst hlutfall í háskólamenntun. Þetta er verulegt áhyggjuefni og eflaust margar skýringar á þessu. Ein af mínum kenningum (hypotheses) er að þetta eigi rætur sínar í skólakerfinu. Starfsfólk skóla komi öðru vísi fram við drengi enn stúlkur. Stúlkunum er sinnt meira og þeim er vorkennt að koma úr sínum menningarlega bakgrunni. Drengjunum er kennt um og þeir skammaðir meira og jafnvel sýnd fyrirlitning. Drengir hafa alltaf verið erfiðari í skóla og sitja ekki eins stilltir og stúlkurnar. Líkamsbygging kvenna og karla er ólík, við konur erum frá upphafi með mýkri botn eða betur fóðraðan. Karlmenn eru langt frá því að vera svona vel „fóðraðir” og fitan sest líka framan á þá með árunum. Í Bandaríkjunum er hæst hlutfall nemenda nemenda í sérbekkjum „African American” (Ameríkanar af afrískum uppruna) og næstir koma „hispanic” (spænskumælandi Ameríkanar frá Suður Ameríku). Í bekkjum fyrir ofurgreinda nemendur eru aftur á móti nemendur með rætur frá „Far East” (Austurlöndum fjær) í miklum meirihluta t.d. „Chinese American” (Amerikanar af kínverskum uppruna) og „Japanese American” (Amerikanar af japönskum uppruna). Afríkanar eru þekktir sem miklir íþróttamenn og margir þekktir langhlauparar þaðan. Það er dásamlegt að sjá þá dansa og hreyfa sig. Drengirnir eru hins vegar langt frá því að hafa „mjúkan” botn, og þeirra arfleifð býður ekki upp á að sitja lengi kyrrir og allra síst þegar þeir þurfa að fylgjast með einhverju sem þeir skilja ekki. Er það þá sanngjarnt að skamma þá fyrir það sem þeir geta ekki? Er hægt að kenna þeim án þess að ætlast til að þeir nuddi beinunum tímunum saman við stólinn sinn? Börn þurfa umhyggju og virðingu frá umhverfinu. Skóla ber að draga fram það besta í nemendum og vinna út frá styrk þeirra og ekki veikleika. Það gleymdist svo sannarlega með börn fátækra einstæðra mæðra hér áður fyrr sem sáu kannski fyrir sér með þvottum og skúringum hjá betur megandi. Ég vona að íslenskt samfélag beri gæfu til að afla sér kunnáttu og skilnings á högum barna frá öðrum menningarheimum og gera sér grein fyrir hvers konar óskaplegur mannauður býr í þessum börnum. Þau kunna gríðarlega margt sem við kunnum ekki og til að ná því fram þarf að nýta þekkingu fullorðinna einstaklinga sem eiga rætur í fleiri menningarheimum. Mér er alveg sama um PISA kannanir í sjálfu sér, en mér er samt ekki sama um niðurstöðurnar. Lyftið Íslandi upp í þessum könnunum. Áfram Ísland.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun