Án geðheilsu er engin heilsa Bára Friðriksdóttir skrifar 7. september 2017 07:00 Það er gott að geðheilbrigðismál eru loks komin í umræðuna. Því miður var hvatinn að því hörmulegt andlát tveggja ungra manna sem sviptu sig lífi inni á geðdeild nýverið. Votta ég ástvinum þeirra samúð og hlýju. Það sem er svo grátlegt er að stjórnvöld hafa í áratugi sett geðheilbrigðismál skör lægra öðru heilbrigði. Geðsjúkdómar eru ennþá földu börnin hennar Evu, það ríkja miklir fordómar þó að vissulega höfum við færst áfram síðasta áratug eða svo. Staðreyndin er sú að geðheilsa allra sveiflast frá einum tíma til annars. Það geta allir fengið alvarlegar geðraskanir. Þær geta fylgt áföllum, langvarandi streitu án hvíldar, genum eða ávana- og fíkniefnum. Nýlegar vísbendingar gefa til kynna að mikil og stöðug netnotkun kalli á geðraskanir. Sumir ná sér alveg eftir eitt áfall, aðrir hafa geðröskunardrauginn nærri af og til alla ævi. Málfríður Hrund Einarsdóttir, formaður Hugarafls, sagði í Fréttblaðinu 14.08.2017: „Kerfið er löngu sprungið innan Landspítalans.“ Hún bendir einnig á að styrkja þurfi frekar þær einingar sem eru að styðja við fólk með geðraskanir eins og Hugarafl og samfélagslega geðþjónustu. Eins þarf að gera sálfræðiþjónustu aðgengilegri með þátttöku ríkisins.Öflugur stuðningur nauðsyn Ungum öryrkjum fjölgar óþægilega hratt, nú þarf að koma inn með öflugan stuðning. Þegar upp er staðið er ég viss um að mikill stuðningur við geðfatlaða sé ódýrari fyrir samfélagið því með því móti er hægt að virkja margfalt fleiri til virkara lífs og atvinnu og minni veikinda. Ef hugurinn virkar ekki þá virkar manneskjan engan veginn. Ef kvíði, þunglyndi eða aðrir geðsjúkdómar lama svo hugann eða brengla skynjunina verulega þá eru lífsgæði afar takmörkuð. Ef manneskjan sér ekki von í neinu í lífi sínu þá er stutt í öngstræti. Lyf og aðhlynning faglærðra sem ófaglærðra getur gert kraftaverk og komið fólki aftur inn í eðlilegt líf. Það er skylda okkar sem samfélags að skapa geðfötluðum möguleika til heilsu alveg eins og við viljum að hægt sé að fá meðhöndlun við sykursýki, hjartasjúkdómum o.s.frv. Þau sem verst verða úti í þjónustu geðsjúkra sýnist mér vera einstaklingar sem bæði hafa geðsjúkdóm og áfengis- og fíkniefnivanda. Þessir einstaklingar verða gjarnan á milli. Áfengismeðferðarpakkinn úthýsir þeim af því þeir hafa of miklar geðraskanir og geðpakkinn vísar á áfengisdeildina. Þessir einstaklingar fá minnst af öllum, þeim er mjög hætt við að ýtast fram af brúninni og deyja. Það er óásættanlegt fyrir jafn þróað samfélag og okkar. Það er þörf á að stjórnvöld sjái sóma sinn í að byggja upp forvarnir og stuðning fyrir geðfatlaða og vímuefnasjúka svo að skaði fjölskyldna og samfélags verði minni, lífsgæði aukist og kostnaður við málaflokkinn minnki. Það er skylda stjórnvalda að koma upp öflugum forvörnum til að fækka dauðsföllum af völdum geðraskana. Greinarhöfundur er prestur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Skoðun Skoðun Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon skrifar Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það er gott að geðheilbrigðismál eru loks komin í umræðuna. Því miður var hvatinn að því hörmulegt andlát tveggja ungra manna sem sviptu sig lífi inni á geðdeild nýverið. Votta ég ástvinum þeirra samúð og hlýju. Það sem er svo grátlegt er að stjórnvöld hafa í áratugi sett geðheilbrigðismál skör lægra öðru heilbrigði. Geðsjúkdómar eru ennþá földu börnin hennar Evu, það ríkja miklir fordómar þó að vissulega höfum við færst áfram síðasta áratug eða svo. Staðreyndin er sú að geðheilsa allra sveiflast frá einum tíma til annars. Það geta allir fengið alvarlegar geðraskanir. Þær geta fylgt áföllum, langvarandi streitu án hvíldar, genum eða ávana- og fíkniefnum. Nýlegar vísbendingar gefa til kynna að mikil og stöðug netnotkun kalli á geðraskanir. Sumir ná sér alveg eftir eitt áfall, aðrir hafa geðröskunardrauginn nærri af og til alla ævi. Málfríður Hrund Einarsdóttir, formaður Hugarafls, sagði í Fréttblaðinu 14.08.2017: „Kerfið er löngu sprungið innan Landspítalans.“ Hún bendir einnig á að styrkja þurfi frekar þær einingar sem eru að styðja við fólk með geðraskanir eins og Hugarafl og samfélagslega geðþjónustu. Eins þarf að gera sálfræðiþjónustu aðgengilegri með þátttöku ríkisins.Öflugur stuðningur nauðsyn Ungum öryrkjum fjölgar óþægilega hratt, nú þarf að koma inn með öflugan stuðning. Þegar upp er staðið er ég viss um að mikill stuðningur við geðfatlaða sé ódýrari fyrir samfélagið því með því móti er hægt að virkja margfalt fleiri til virkara lífs og atvinnu og minni veikinda. Ef hugurinn virkar ekki þá virkar manneskjan engan veginn. Ef kvíði, þunglyndi eða aðrir geðsjúkdómar lama svo hugann eða brengla skynjunina verulega þá eru lífsgæði afar takmörkuð. Ef manneskjan sér ekki von í neinu í lífi sínu þá er stutt í öngstræti. Lyf og aðhlynning faglærðra sem ófaglærðra getur gert kraftaverk og komið fólki aftur inn í eðlilegt líf. Það er skylda okkar sem samfélags að skapa geðfötluðum möguleika til heilsu alveg eins og við viljum að hægt sé að fá meðhöndlun við sykursýki, hjartasjúkdómum o.s.frv. Þau sem verst verða úti í þjónustu geðsjúkra sýnist mér vera einstaklingar sem bæði hafa geðsjúkdóm og áfengis- og fíkniefnivanda. Þessir einstaklingar verða gjarnan á milli. Áfengismeðferðarpakkinn úthýsir þeim af því þeir hafa of miklar geðraskanir og geðpakkinn vísar á áfengisdeildina. Þessir einstaklingar fá minnst af öllum, þeim er mjög hætt við að ýtast fram af brúninni og deyja. Það er óásættanlegt fyrir jafn þróað samfélag og okkar. Það er þörf á að stjórnvöld sjái sóma sinn í að byggja upp forvarnir og stuðning fyrir geðfatlaða og vímuefnasjúka svo að skaði fjölskyldna og samfélags verði minni, lífsgæði aukist og kostnaður við málaflokkinn minnki. Það er skylda stjórnvalda að koma upp öflugum forvörnum til að fækka dauðsföllum af völdum geðraskana. Greinarhöfundur er prestur.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun